Tók góðan túr í gær. Hitti Pétur og Halldór úti við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut um kl. 8.30. Pétur fór bara stutt en hann er að ná sér eftir meiðsli og hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Við Halldór tókum síðan góðan hring inn í Elliðaárdal og vestur á Eiðistorg í blíðunni. Hitti Ásgeir Júnsson Ironman á leiðinni heim. Hann var kátur eftir afrek sumarsins. Það var sýnilegt að það hafði verið kalt á Elbrus því hann bar enn merki viðskipta sinna við þann merka tind. Við spjölluðum um ýmislegt svo sem um hugarfar og mataræði. Ætlum að taka langan túr saman með haustinu.
Eftir hádegi var það Víkin. Skaginn kom í heimsókn og lék við Víkinga. Bæði lið þurftu stig til að tryggja veru sína í deildinni. Skagastrákar voru mjög sprækir í fyrri hálfleik og máttu Víkingar þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var greinilegt að það hafi verið messað í klefanum því Víkingarnir voru miklu baráttuglaðari og uppskáru gott mark. Leiknum lauk með jafntefði og máttu bæði lið vel við una að hafa tryggt veru sína í efstu deild næsta tímabil. Það var þungu fargi létt af mögum því vikan frá FH leiknum hafði verið svolítið lengi að líða fyrir ýmsa.
sunnudagur, september 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli