Það lítur vel út með veður á laugardaginn fyrir sex tíma hlaupið. Það verður bjart veður, frekar hægur og hlýtt. Ákjósanlegt hlaupaveður.
Ef einhver vill hjálpa til með að vinna við sex tíma hlaupið á laugardaginn þá er það vel þegið. Líklega er meiri þörf á aðstoð eftir hádegi. Þetta er ekki mikið starf, krossa þarf við hvern hring, hafa drykk og banana klára og hafa ofan af fyrir áhorfendum með uppbyggilegu hjali. Einn klárar þetta hverju sinni en það er skemmtilegra að vera tveir.
Það vex einhverjum í augum að hlaupa í sex tíma. Í Bandaríkjunum er vinsælasta vegalengdin 100 mílur. Það eru haldin 38 100 mílna hlaup í Bandaríkjunum ár hvert. Þessi vegalengd hefur ekki náð fótfestu í nágrannalöndum okkar, menn hafa látið nægja að hlaupa 100 k og síðan hefur 24 tíma hlaup náð æ sterkari fótfestu. Nú um næstu helgi verðu þó haldið fyrsta 100 M hlaup á norðurlöndum. Það verður haldið í Skáni í suður Svíþjóð, lagt upp frá Ystad og hlaupinn einhver hringur og endað í Ystað aftur. Hlaupið hefst þann 16. sept. og endar þann 17. Það hafa fimm skráð sig til þátttöku, allt miklir hlauparar.
Ásgeir Jónsson stóð á hæsta toppi Elbrus á helginni. Glæsilegt hjá honum. Hann hefur sett sér háleit markmið og er manna líklegastur til að ná þeim. Í síðasta tölublaði Marathon & Beyond er sagt frá einum svona manni Marshall Ulrich frá USA. Hann byrjaði á ultraþonum, kláraði Western States og fleiri mikil hlaup og vann mikil afrek. Síðan kláraði hann eitt það ótrúlegasta sem ég hef heyrt talað um en það er að hlaupa The Badwater Quad sem er Badwater hlaupið fjórum sinnum fram og til baka. Hann lýsir því svo að þegar hann er rúmlega hálfnaður að þá er eins og það gangi 120 volta straumur gegnum skrokkinn við hvert skref. Hann endaði svo með því að fara á Seven summits. Stóð á tindi Everest auk annara. Frásög hans er mögnuð og þess virði að lesa hana.
þriðjudagur, september 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli