Hef verið norður á Akureyri undanfarna daga vegna landsþings sambandsins. Þetta eru góðar samkomur þar sem sveitarstjórnarmenn af landinu öllu ráða ráðum sínum. Vilhjálmur Þ. lét af störfum sem formaður eftir 16 ára farsæla setu og var Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði kjörinn í hans stað. Það liggur í hlutarins eðli að nýjir siðir koma með nýjum herrum og er því víst að það eru spennandi tímar framundan hjá sambandinu. Fór aðeins einu sinni út að skokka fyrir norðan en tók þá kirkjutröppurnar tvisvar þegar heim var komið.
Á veturna þegar ég hef verið að hlaupa úti á kvöldin þá horfir maður á norðurljósin, tunglið og stjörnurnar ef þannig viðrar. Vitaskuld er birta þeirra ekki eins skær inni í borginni eins og hún er uppi á hálendi eða fyrir vestan í sveitinni þar sem lítil birta birta var utanhúss. Engu að síður nýtur næturhimininn sín oft mjög vel hér í borginni og þarf enga allsherjar myrkvun til að átta sig á gangi himintungla. Það finnst greinilega einhverjum sniðugt að slökkva öll ljós á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í þeirra hópi. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af myrkri. Ef maður hefur sérstaka þörf fyrir að nálgast það þá getur maður bara farið út fyrir borgina.
Ég hef aldrei séð stjörnubjartari himin heldur en kvöld eitt á Kamchatka í Rússlandi. Við dvöldum þá um helgi fyrir utan borgina Petropavlovsk og það voru eitthvað mjög sérstakar aðstæður um kvöldið því maður sá slík ógrynni stjarna á himninum að ég hef aldrei séð álíka, hvorki fyrr né síðar.
föstudagur, september 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli