föstudagur, september 01, 2006

Nú fór í verra. Það er ég sem er Svarti Pétur. Mér var bent á það í gær að í Lögbókinni þinni er talað um uppreist æru. Þetta er orðalag sem er líklega komið alla leið úr Jónsbók og ekki skyldi maður rengja Jónsbók. Svona er þetta, maður skyldi aldrei fullyrða neitt áður en að hafa skoðað málið gaumgæfilega áður. Í almennu máli hef ég mjög oft heyrt talað um og lesið að einhver hafi fengið uppreisn æru en aldrei að einhver hafi fengið uppreist æru. Svona er þetta bara.

Það líður að hlaupinu góða í Nauthólsvíkinni þann 16. sept. og ekki seinna vænna að fara að snúa sér sæmilega í gang eftir því sem það er hægt úr þessu. Ég hef hlaupið lítið af löngum hlaupum undanfarið. Þetta er einhvern veginn svona á sumrin þá er oft verið að gera eitthvað annað og hlaupin vilja sitja á hakanum. Það var fróðlegt að heyra hjá Berki að nautasteikin hafi skilað sér vel hjá honum í átökunum umhverfis Mont Blanc. Heilbrigð skynsemi segir manni þetta að ef maður er í erfiðisvinnu þá þarf maður staðgóða fæðu sem endist vel. Ég þarf að rifja upp lesningu um mataræði í löngum hlaupum sem ég á einhverstaðar. Ég rakst í gær á danska hlaupasíðu þar sem einn dananna segir frá upplifun sinni af hlaupinu. Það er fróðleg og skemmtileg lesning. www.drengenefraodense.dk/ Ég trúi að Börkur takist á við allann hringinn á næsta ári og þá verður allt lagt undir.

Engin ummæli: