Fór í gærkvöldi á kynningarfund í Fókusi, félagi áhugaljósmyndara. Hann var haldinn í Faaxafeninu svo það voru hæg heimatökin. Horfði þess vegna ekki á eldhúsdaginn í sjónvarpinu sem maður hefði einhvern tima látið ganga fyrir öðru. Fókus er skemmtilegur félagsskapur. Þar hittist fólk sem hefur áhuga á ljósmyndun, fræðir hvert annað, fer saman í ljósmyndaferðir lengri og styttri, stendur fyrir sýningum og útgáfu árbókar, heldur úti vefsíðu o.s.frv. o.s.frv. Á vegum félagsins er staðið fyrir fræðslufundum þar sem bestu ljósmyndarar landsins koma og láta drjúpa úr viskubrunni sínum til áhugasamra sem fæstir hafa lokið neinum prófum í ljósmyndun heldur vopnast áhuganum á ljósmyndun einum saman. Pálmi Guðmundsson stjórnar þessu eins og herforingi en hann stóð fyrir stofnun Fókuss fyrir einum 7 árum síðan. Ég fór í fyrra á námskeið til Pálma upp í Mosfellsbæ og það opnaði fyrir mér margar gáttir í notkun myndavélarinnar. Það fyrsta sem hann kenndi okkur var að nota aldrei "Auto" takkann. Ég hef ekki notað hann síðan. Vefsíðan hjá Fókus er www.fokusfelag.is og vefsíðan hja Pálma er www.ljosmyndari.is
Ég er að leita að þriðja erindinu. Það kemur fyrr en síðar.
miðvikudagur, október 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli