laugardagur, október 21, 2006

Loksins fékk ég fréttir frá Höskuldi sem hljóp 100 Mílur í Kansas um síðustu helgi. Hann náði frábærum árangri, kláraði hlaupið á 25 klst, 47 mín og 40 sek. Hann varð í 27 sæti af 47 sem luku hlaupinu. Alls hófu 59 manns hlaupið en 12 hættu eða náðu ekki að ljúka því fyrir tilskilinn tíma. Fyrsti maður hljóp á 18 klst, 53 mín og 23 sek. Fyrsta konan varð í öðru sæti samanlagt á tímanum 18 klst, 54 mín og 19 sek. Þessi árangur hjá Höskuldi er mjög góður, bæði af því að hann sagði okkur um daginn hvað hann hleypur langt í viku hverri og það er ekkert svakalega mikið. Síðan má ekki gleyma því að hann lauk Ironman í apríl.

Haustmaraþonið á eftir. Veðrið gott og allt eins og það á að vera nema kannski formið. Að því loknu tekur við skipulagning næstu 12 mánaða.

Engin ummæli: