Þessi fátæktarumræða hefur þróast út í hafsauga eins og fyrri daginn. Popúlistar í stjórnmálum hafa gripið hana á lofti og hamra á því að 4200 börn á Íslandi séu fyrir neðan fátæktarmörk. Það eina sem er rétt í þeirri fullyrðingu er að ákveðinn fjöldi barna kemur frá heimilum þar sem heimilistekjur eru 50% lægri en hjá því heimili sem er með miðgildistekjur, liggur í miðjunni að fjölda til. Það segir ekkert til um hver hin raunverulega þörf er. Ef tekið er ultra dæmi þá er með sömu rökum hægt að fullyrða að í löndum þar sem afar mikil fátækt er þá séu mjög fáir fátækir því það hafa mjög fáir tekjur sem eru meir en 50% fyrir neðan miðgildið því að eru allir jafn fátækir. Mér finnst þessi aðferðafræði við að mæla fátækt vera mjög röng og segir ekkert til um hið raunverulega ástand.
Á sama hátt segir viðtalið við konuna í hádeginu íá Rás 2 ekkert til um hvernig ástandið er almennt. Ég hef alltaf vitað að það eru til fjölskyldur í þessu þjóðfélagi og í öllum öðrum þjóðfélögum sem eru fátækar og hafa lent í erfiðleikum. Fyrir því eru ótal ástæður. Sveitarfélögin hafa á sinni könnu að leggja því fólki lið sem þarf á aðstoð að halda og getur ekki séð fyrir sér sjálft. Það heitir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það eru sértækar aðgerðir. Vitlausast af öllu er að fara að ausa peningum út yfir allt og alla til að bjarga málum þeirra fáu sem eru hjálparþurfi. Síðan er til fólk sem hefur lent í erfiðleikum vegna þess að það hefur tekið rangar ákvarðanir, misst allar eigur sínar t.d. vegna glannalegra fjárfestinga. Á ríkið að koma um leið á staðinn og bjarga öllu þannig að menn geti verið áhyggjulausir við slíkar aðstæður? Aðrir hafa aðra forgangsröðun en gerist og gengur. Vinna lítið, eyða miklu í brennivín og annað rugl. Hver er ábyrgð ríkisins í slíkum tilfellum. Aðstoð his opinbera á að vera öryggisnet þannig að fólk líði ekki neyð en það á ekki að taka sjálfbjargarhvötina frá fólki eins og hefur gerst í Skandinavíu sem alltaf er verið að vitna til um fyrirmyndarsamfélögin hvað varðar opinbera aðstoð.
Popúlistarnir hafa verið að tala um að nú verði að fara að útrýma fátæktinni. Bara eins og rottum eða lús. Það er lágmarkskrafa til þeirra sem kalla sig fréttamenn að það sé gengið á viðkomandi aðila og þeir látnir lýsa forskriftinni að þeirri útrýmingarherferð. Mér finnst allt of mikið um það að menn komist up með að strá um sig innistæðulausum orðaleppum sem ekkert er að marka, ekki síst í nágrenni kosninga.
24 tíma hlaupið var í Bislet í Osló á helginni. Þar var margt mikilla kempna. Allri norrænu félagar mínir frá WS í fyrra voru þar. Kim Rasmussen frá Danmörku setti landsmet í 12 tíma hlaupi og hljóp 137,3 km á 12 tímum. Hann bætti sig einnig í 100 km hlaupi. Einnig setti Barbro Nilsson sænskt met í 12 tíma hlaupi.
Árangur frá 24 tíma hlaupinu.
Navn Fjöldi hringja Vegalengd samtals
1. Christian Ritella, Sverige 428 233,6km
2. Jan Michael Andersen , Danmark 410 223,5km
3. Per Gunnar Alfheim, Norge 408 222,6km
4. Eiolf Eivindsen, Norge 402 219,2km
5. Helge Hafsås, Norge 401 219,0km
6. Jon Harald Berge, Norge 391 213,3km
7. Kenny Wallstrøm, Sverige 383 209,2km
8. Otto Elmgart, Sverige 378 206,3km
9. Ivan Bretan, Sverige 376 204,9km
10 Stefan Lindvall, Sverige 375 204,4km
11. Mattias Bramstång, Sverige 370 202,1km
12. Tommi Ilari Nietosjärvi, Finland 369 201,3km
13. Kjell-Ove Skoglund, Sverige 366 199,5km
14. Andriy Solodovnikov, Ukraina 360 196,5km
15. Lars Chr. Dørum, Norge 359 195,9km
16. Trond Sjåvik, Norge 358 195,1km
17. Seppo Leinonen, Finland 353 192,7km
18. Vlastimil Dvoraèek, Tsjekkia 345 188,0km
(45 løpere klarte over 200 runder på Bislett)
Damer:
1. Edit Bérces, Ungarn 393 214,7km
2. Sharon Broadwell, Norge 370 201,7km
3. Tina Kristiansen, Danmark 341 186,2km
Það var svolítið athyglisvert að norðmaðurinn Helge Hafsås, sem endaði fimmti, var langfyrstur framan af. Eftir sex tíma var hann um 26 km á undan Ritella sem vann. Þeim mun hélt hann lengi. Ritella kláraði 61 km á sex tímum. Hann hélt hins vegar út allan tímann á jöfnum hraða á meðan Helge þurfti að hætta eftir 21 klst. Svona getur taktik skipt miklu máli. Félagi Eiolf kemur sterkur inn með 219 km og setti persónulegt met. Trond Sjovik sem var í WS í fyrra og er mikil hlaupari kláraði 195 km. Kjell Ove Skoglund er vel á sjötugsaldri og er einn af „grand old man“ i þessu samhengi. Hann klárar rétt um 200 km. Hringurinn var 544 metrar og það voru 45 hlauparar sem kláruðu yfir 200 hringi eða um 108 km. Gaman hefði verið að vera með en það bíður betri tíma.
þriðjudagur, desember 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli