Glæpamenn hafa alltaf verið til og verða alltaf til. Morðingjar, innbrotsþjófar, nauðgarar, barnaníðingar, slagsmálahundar. Karlmenn eru vafalaust í meirihluta glæpamanna. Karlkyn allra tegunda er aggressivara en kvenkynið. Það er engin afsökun en það getur verið ástæða. Enda þótt flestir glæpamanna séu karlmenn þá eru ekki flestir karlmenn glæpamenn. Þetta ætti það fólk að hafa í huga sem fjallar nú dag út og dag inn um að karlmenn séu nauðgarar. Þegar einhverjir strákar eru að sýna sig á Laugavegnum með þann boðskap að karlmenn eigi að hætta að nauðga þá skil ég það ósköp vel að þeim sé tekið misjafnlega.
Kóklestin var á ferðinni í dag. Í tilefni þess var varla talað um annað í síðdegisútvarpi Rásar 2 þegar ég opnaði fyrir útvarpið. Heyrði einu sinni í dag talað við markaðsstjóra Kók um málið. Hann sagði að kók væri svo svalandi og hressandi og yfirleitt svo ágætur drykkur að hann seldi sig sjálfur. Hver ætli séu takmörk þess að sem reynt er að ljúga að fólki? Það eru ekki mörg fyrirtæki sem leggja aðra eins fjármuni í markaðssetningu, auglýsingar og ímyndarsköpun eins og kók. Hvað er Kóklestin annað en markaðssetningarjippó? Með því að tengja kók sérstaklega við jólin er reynt að húkka smábörnin á krókinn eins snemma og mögulegt er. Feiti vinalegi bandaríksi kókjólasveinninn var enginn tilviljun. Mér finnst kók vera ógeðslegt fyrirbæri. Ávanabindandi sykurdrulla. Hvað ætli Rúv hafi fengið borgað fyrir að hafa öll þessi viðtöl? Svo má óska Kók til hamingju með daginn. Gosdrykkir lækka allra mest í verði samkvæmt nýjum lögum alþingis um lækkun vsk á matvæli.
Alþingismenn náðu saman um að taka sér fimm vikna jólafrí. Síðan verður þingstörgfum haldið áfram í ca sex vikur en þá verður þingstörfum slitið þar sem kosningar verða í vor, þann 13. maí. Síðan kemur þing saman eftir fjóran og hálfan mánuð eða um mánaðamótin sept - okt. Þetta er víst sem kallað er þægileg innivinna. Ég hef aldrei skilið það þegar þingstörfum er slitið sérstaklega snemma vagna sveitarstjóranrkosninga. Það er eins og þingmenn hafi á tilfinningunni að litlu bræður þeirra, sveitarsjórnarmenn, geti ekki klárað sína konsingabaráttu án þess að stóri bróðir komi og hjálpi þeim, hvort sem þeir vilja eða ekki. Í Svíþjóð og Danmörku er kosið til sveitarstjórna og alþingis á sama deginum. Það væri tilraunarinnar virði að gera það hérlendis. Það væri fróðlegt að bera saman starfstíma þingsins hérlendis við löggjafararsamkomur á hinum norðurlandanna.
Þingið rubbaði af fjölda laga í dag. Meðal annars voru lög um fjármál stjórnmálaflokka. Að hluta til eru þau vafalaust til bóta en að hluta til ekki. Að hluta til var frumvarpið óvandað og illa unnið. Í því var gert ráð fyrir að stjórnmálaafl sem fengi 2,5% í sveitarstjórnarkosninum fengi fjárstyrk frá sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Nú er alveg ljóst að framboð til sveitarstjórnar sem fær einungis 2,5% atkvæða er í langflestum tilvikum mjög langt frá því að koma inn manni. Í mörgum svetiarfélögum er 2,5% atkvæða einungis örfá atkvæði. Ég sé ekki nauðsyn þess að hreppurinn fari að eyða peningum í svoleiðis stjórnmálaöfl ef hægt er að kalla þau svo virðulegau nafni. Mér finnst að nýjum stjórnmálaöflum sé gert erfiðara með að bjóða sig fram þar sem þau sem fyrir eru fá peninga frá ríkinu en hinir nýju ekki. Þar sem einstaklingum sem eiga ekki handbæra peninga er bannað að safna peningum yfir ákveðna fjárhæð frá fyrirtækjum er forskot þeirra sem eiga nóg af peningum sjálfir gríðarlega mikið. Tilfinning mín er sú að það sé verið að gefa auðmönnunum ákveðið forskot hvað varðar fjármögnun kosningabaráttu og til að ná harðari undirtökum í samfélaginu en þeir hafa nú í dag.
Ég er svolítið montinn sem stendur. Á miðvikudaginn fór ég upp í Bláfjöll og tók myndir af norðurljósunum og setti nokkrar inn á netið á myndasíðuna sem ég hef verið að setja myndir inn á síðan í vor. Ein er þokkalega vel lukkuð og nú hafa vel á annað þúsund manns skoðað hana og nær tvö hundruð gefið komment. Það er fólk allstaðar úr heiminum sem er að skoða þessar myndir. Til dæmis frá A og V - Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Asíulöndum nær og fjær svo dæmi séu nefnd. Ég hef t.d. rekist á einstaklinga frá Sameinuðu furstadæmunum og Afganistan. Engan hef ég þó séð enn frá Afríku. Norðurljósin eru sérstakt fyrirbæri í hugum þessa fólks sem alla dreymir um að sjá en fæstir fá þá ósk uppfyllda.
laugardagur, desember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já þú mátt sko vera montin af þessum myndum af norðurljósunum, þær eru alveg magnaðar og þær flottustu sem ég hef séð af þessu magnaða fyrirbæri.
Hvar er þessi síðan sem þú setur þær á, væri möguleiki að fá norðurljósamyndina sem er hérna á þessari síðu í fullum gæðum, langar að senda hann á vinni mína í Colorado:-)
Skrifa ummæli