fimmtudagur, desember 07, 2006
Fór upp í Bláfjöll í gærkvöldi til að taka myndir af tunglinu. Það var fullt tungl og alveg heiðskýrt. Það var kalt uppi í Bláfjöllum og frekar snörp gola svo þetta voru ekki kjöraðstæður. hvað hitastigið varðaði. Þegar ég var kominn uppeftir fór smám saman að myndast mistur á himninum og síðan var slegið í mikla symfoníu. Norðurljósin fóru mikinn um himininn í allavega litum og formi. Ég tók myndir eftir bestu getu eins og fingurnir leyfðu. Það er heldur kalsamt að norpa við þetta en líklega er það bara óvani. Stoppaði við Rauðavatn á leiðinni heim og tók nokkrar myndir. Hitti þar káta stráka sem voru á skautum á vatninu. Gott hjá þeim að fara út og leika sér. Það var oft gaman hér áður fyrr meir þegar krakkarnir söfnuðust saman á kvöldin til að fara á skauta í tunglsljósi og stillu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli