Það kemur betur og betur í ljós hvað þessi aðferðafræði sem notuð var við fátæktarmælinguna er arfavitlaus og gerir ekkert annað en að leiða umræðu um þessi mál lengst út í móa. Nú reyna menn að finna sökudólg. Í viðtali benti fjármálaráðherrann á sveitarfélögin. Formaður sambands svetiarfélaga bendir á félagsmálaráðherrann sem setur viðmiðunarreglur og á fjármálaráðherra sem ráði miklu um hvaða tekjustofna sveitarfélögin hafa. Á meðan eru menn engu nær um hver vandamálið er og hvort eigi að gera eitthvað og þá hvernig. Í öllu falli á að taka á svona málum sem mest á sértækan hátt því það nær ekki nokkurri átt að fara ausa peningum út og suður í þeirri von að fara að leysa vanda einhverra. Í þessu sambandi má minna á þegar ríkisstjórnin sem sat á árunum 1980 - 1983 fór að senda út ávísanir til tekjulágra einstaklinga eftir viðlíka fátæktarumræðu. Það átaksverkefni varð að almennu athlægi í samfélaginu þegar sýnt var hvar ávísanirnar lentu.
Þegar er verið að vísa til að hlutir séu svo og svo í nálægum löndum þá gleymist alltaf að minna á að það þarf að afla peninga fyrir öllum þessum útgjöldum ríkisins sem mörgum finnst svo sjálfsögð. Hvernig er það gert? Jú, með sköttum á fyrirtæki og einstaklinga. beinir skattar á einstaklinga í Svíþjóð eru yfir 50% af ráðstöfunartekjum. Ætli þeir séu ekki nálægt því að vera um 25% hérlendis að jafnaði þegar tekið er tillit til persónuafsláttar. Ætli menn vildu að ríki og svetiarfélög kroppuðu um helming úr launaumslaginu til að standa undir öllum þeim útgjöldum sem mannkynsfrelsararnir vilja stofna til svo hægt sé að uppfylla loforðaflauminn? Alla vega vildi ég það ekki.
Maður spyr sig stundum hve lágt getur hin svokallaða fréttamennska lagst. Á því virðast ekki vera mikil takmörk. RÚV sökk þó einna dýpst sem ég hef heyrt í hádegisfréttum í gær. Þá var rætt við verslunareigenda sem flytur inn leikföng. Í upphafi var aðeins rætt um skatta og álögur á leikföng en svo barst talið hraðar en hratt að einhverju leikfangi sem heitir Skelfir og nefnd verslun flytur inn. Leikfanginu var lýst í smáatriðum aftan og framan, hvað það gerir og svo framvegis og að endingu var klykkt út með: „Verður þetta svo ekki jólagjöfin í ár?“ „Jú auðvitað verður þetta jólagjöfin í ár“ sagði verslunareigandinn glaðbeittur eftir að hafa fengið gríðarlanga ókeypis auglýsingu í hádegisfréttum útvarpsins. Ef ég væri útvarpsstjóri hefði ég rekið hinn svokallaða fréttamann á stundinni.
fimmtudagur, desember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú verður að láta OECD vita - og búa til nýjan og betri kvarða.
Sammála með leikfangasöguna - hún var ótrúlega asnaleg.
Skrifa ummæli