Það var nokkuð almenn ánægja á mínu heimili með hver var valinn íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Guðjón Valur var valinn besti handbolta maður Þýskalands á árinu og var einnig markahæstur í BUndesligunni. Þegar við vorum í Þýskalandi í vor sáum við auglýsingabæklinga þar sem var verið að kynna HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi um mánaðamótin jan/febr. Mynd af einum manni var í bæklingnum og hver var það? Jú Guðjón Valur. Hvað vilja menn meir?
Það kemur nokkuð glöggt fram í svona kosningu hvað áhugasvið íþróttafréttamanna hefur mikil áhrif á niðurstöðuna í svona kosningu. Mér finnst þeir þrír efstu á listanum vera nokkuð óumdeildir, en svo sér maður hvar heimsmeistari í kraftlyftingum er staddur á listanum, í 8. eða 9. sæti langt á eftir íþróttamönnum sem komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana. Lang, lang besti borðtennismaður sem íslendingar hafa átt kemst rétt inn á listann með 4 stig. Guðmundur Stephensen hefur spilað um áraraðir með Malmö í Svíþjóð í sænsku borðtennisdeildinni og í evrópsku mótaröðinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er sænska borðtennisdeildin með þeim sterkari í heiminum og svíar hafa alið upp nokkra af bestu borðtennismönnum heims. Guðmundur er því ekki í neinm slor félagsskap í Svíþjóð og stendur sig með mikilli prýði. Hann er kannski ekki eins duglegur að hringja heim í hvert skipti sem hann snertir borðtennisspaða eins og ýmsir aðrir eru sem eru fastir gestir á íþróttasíðum blaðanna. Sveinn Elías sem varð norðurlandameistari unglinga í tugþraut kemst ekki einu sinni á blað. Fyrir jólin heyrði maður um einhvern mann sem spilar keilu í evrópsku meistaradeildinni. Ég hafði aldrei heyrt á hann minnst fyrr og greinilega íþróttafréttaritarar ekki heldur því hann var hvergi á blaði. Nýi verðlaunagripurinn er þannig úr garði gerður að ég veit ekki hvernig létt og nett fimleikastúlka ætti að geta tekið við honum. Það eru ekki bara fullharðnaðir karlmenn sem geta orðið íþróttamaður ársins.
Þegar menn eru í áróðursstríði verða menn að íhuga hvert skref og gæta þess að taka ekki vanhugsaðar ákvarðanir. Þær geta komið í bakið á mönnum. Mér fannst hópurinn sem er á móti stækkun álversins í Straumsvík taka kolranga ákvörðun í gær þegar hann fór og skilaði diskunum sem Alcan sendi Hafnfirðingum. Í sjónvarpinum kom glögg fram hvað þetta var lítill hópur sem kom með aðeins nokkra diska meðferðis. Rannveig tók hins vegar brosandi á móti hópnum, gaf öllum vöfflur og kaffi og fékk þetta fína viðtal í sjónvarpinu fyrir vikið um ágæti þess að stækka álverið.
Sá nýlega samantekt um hvernig eigi að varast blöðrur á löngum hlaupum. Það er ekki sjálfgefið að iljar og fætur verði undirlagðar af blöðrum þótt hlaupið sé langt og lengi. Blöðrur láta hins vegar oft á sér kræla þegar líður á löng hlaup. Því verður að gera ráð fyrir því fyrirfram að þær geti komið þegar verst gegnir. Því þarf í fyrsta lagi að reyna að koma í veg fyrir blöðrumyndun og í öðru lagi að geta brugðist við ef vandinn blasir við.
Vatnsskortur og saltskortur geta átt sinn þátt í blöðrumyndun á fótum. Ef stöðugur núningur er á sömu staði á fótum er það ávísun a blöðrumyndun. Votir sokkar eru örugg leið til að fá blöðrur ef hlaupið er lengi í þeim. Hlaupalagið breytist oft þegar þreytan sígur yfir og álagið á fæturna verður öðruvísi en menn eru vanir. Almenn góð umhirða um fætur er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á því að fá blöðrur. Gæta skal þess að klippa neglur vel og vandlega og fjarlægja harða húð. ég smyr færutna alltaf með vaselíni þegar maður gerir ráð fyrir að hlaupa lengra en 20 km. Þeir mýkjast þannig smám saman þegar þeir eru smurðir reglulega. É nota yfirleitt venjulegt vaselín en vafalaust er til fjölbreytt úrval af kremi. Mér finnst rétt að halda sig við þaðs em hefur reynst vel og vera ekki með tilraunastarfsemi þegar mikið liggur við. Ég hef góða reynslu af því að setja second skin plástur undir jarkann þegar hlaupið er mjög langt. Hér áður notaði maður hann einnig í maraþoni en ég er hættur því að mestu. Ef menn nota venjulegan heftiplástur er rétt að geta skipt um hann því hann vill trosna á jörðum eftir því sem tíminn líður.
Gott er að skipta um skó og sokka á 4 - 6 tíma fresti. Það brýtur upp álagsfleti og breytir einnig álagi á fæturna. Einnig getur verið gott að hafa skó til skiptanna sem eru ca 1/2 númeri stærri til að nota á síðari hluta hlaupsins. Fæturnir þrútna við stöðugt álag og stækka af þeim völdum. Sú staða getur komið upp a það sé nauðsynlegt að opna fyrir tærnar ef álagði á þær er of mikið. Ég hef séð menn í WS grípa til þeirra ráða eftir að hafa komið með tærnar í kássu út úr gljúfrunum.
Það sem mestu máli skiptir að reyna að fyrirbyggja vandamálið með blöðrurnar og ef þær stinga upp kollinum þá verður að grípa til viðeigandi ráðstafana eins fljótt og hægt er. Því skyldu menn alltaf hafa með vaselín, plástur og nál til að stinga gat á blöðru sem hefur stungið upp kollinum.
Á þessum þræði sést hvað getur gerst ef ekkert er að gert.
www.kondis.no/Ultra/index.php?aid=57885&k=ultra%2Fultra&mid=
föstudagur, desember 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir mig :)
Húfan kom í dag. Er sjálfsagt sá félagsmaður sem minnst hef til hennar unnið en það verður unnið að því að bæta við það í sex tíma hlaupinu í haust ef guð lofar.
bestu kveðjur,
Bibba
Skrifa ummæli