Ég rakst á vefsíðu í haust þar sem hægt er að setja upp ljósmyndabækur á vefnum. Það er bandarískt fyrirtæki sem stendur fyrir þessu. Maður hleður forritinu niður á tölvuna og setur síðan upp myndaalbúm að eigin þörfum og óskum. Ég setti tvær bækur upp til prufu í síðasta mánuði og er búinn að fá þær. Þær koma gríðarlega vel út. þetta eru harðspjaldabækur með lausri kápu utan um. Maður getur valið mismunandi layout á síðurnar, bætt inn nýjum síðum en lágmarkið eru 20 síður, sett inn kaflaskil og eiginlega allann skollann. Það er tilvalið að setja saman svona bækur um ýmsa viðburði, ferðir eða annað sem gaman er að halda utan um og láta liggja frammi. Síðan kostar þetta smápening eða um 3.000 kall bókin. Mér finnst 20 * 25 cm formið koma betur út. Slóðin er www.blurb.com.
Ég pantaði mér tvenn pör af hlaupaskóm á ebay á dögunum. Annað parið kostaði 90 USD en hitt parið kostaði 61 USD. Við það bættist tollur og vsk sem gerði um 30 USD á hvort par. Ódýrara parið kostaði því rúmar 5.000 krónur með öllu saman. Þarna er leiðin komin að vera alltaf í fyrirtaks skóm fyrir lítinn pening.
Þegar umræðan stendur sem hæst um kynbundið ofbeldi af hinu eða þessu taginu þá hefur maður stundum spurt hvort ofbeldi sé bara bundið við kallakvikindin. Heilbrigð skynsemi segir manni að svo sé ekki án þess að byggja það á opinberri statistikk. Ég rakst nýlega á grein á netinu sem styður þessa tilfinningu mína. Greinin er eftir konu sem heitir Sheridan Hill sem býr í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Nú má vel vera að mannlífið í þessu ágæta fylki í Bandaríkjunum sé öðruvísi en hér og ekki ætla ég að fara að alhæfa staðreyndir þaðan yfir okkur hér uppi en sama er, þetta gefur ákveðnar vísbendingar og sumar niðurstöður þekkir maður héðan.
Þessi kona vitnar í ýmsar rannsóknir á kynjunum í Bandaríkjunum sem varða valdbeytingu af ýmsum toga. Á árunum 1975 - 1985 dró úr ofbeldi karla gegn konum en ofbeldi kvenna gegn körlum jókst. Árið 1985 var gerð rannsókn á þessu efni og þar kom fram að 1.8 milljónir kvenna (líklega í Bandaríkjunum) urðu fyrir ofbeldi af hálfu makans en 2 milljónir karla urðu fyrir ofbeldi af hálfu eiginkonu eða kærustu á sama tíma.
Í 6.200 ofbeldismála notuðu 85% kvenna vopn af einhverju tagi á meðan þegar þær beittu karla ofbeldi. Þá er verið að tala um byssur,m hnífa, sjóðandi vatn, steina og basketball kylfur. Í ofbeldismálum þar sem karlar beittu konur ofbeldi þá notuðu þeir vopn í einungis 25% tilfella.
Í þeim tilfellum þar sem foreldrar myrða börn sín voru konur gerendur í 55% tilfella samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 1988.
Á árunum 1976 - 1998 minnkaði fjöldi karla sem var drepinn af eiginkonum sínum eða kærustum um 60% eða um ca 4% á ári. Í sjálfu sér jákvæð þróun.
Í þeesari grein kemur fram að það er áþekkt hlutfall milli sjálfsmorða kynjanna þar og hér. Árið 1997 frömdu 4483 ungt fók sjálfsmorð. Þar af voru 701 stúlka og 3.782 strákur.
Þessi grein er náttúrulega bara ein grein en hún gefur mér ákveðna vísbendingu um að hin fyrirferðarmikla umræða hérlendis um að kynbundið ofbeldi sé einungis þannig að karlar berji konur sé eitthvað málum blandin.
Slóðin er www.sheridanhill.com/batteredmen.html
Með greininni fylgir langur heimildalisti fyrir áhugasama.
miðvikudagur, desember 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli