Ég fór austur á Seyðisfjörð í morgun að spjalla við ausfirska skólastjóra. Það var sumarlegt fyrir austan sólfar og hlýtt. Að vísu er gróður styttra á veg kominn þar en syðra en það breytist fljótt. Það var fínt að sitja úti á stétt á Hótel Öldunni á Seyðisfirði í kaffinu eftir fundinn og spjalla. Hýtt, sól og logn. Þetta er í annað skipti sem ég kem til Seyðisfjarðar. Ég kom þangað fyrst gangandi frá Borgarfirði eystra árið 2000.
Í dag er vinnuhjúaskildagur. Það er löngu gleymdur dagur sem hefur verið haldið alltof lítið á lofti. Mér fyndist það ekki vera ofverk Alþýðusambandsins að minnast hans með einhverjum. Bændasamtökin mættu einnig kom að því. Vinnuhjúaskildaginn var eini dagur ársins sem vinnuhjú máttu skipta um vist. Ef vinnuhjú var veikt þennan dag þá gat það etið sig inn í vistina og varð þá að vera í vistinni næsta ár þótt það þvert á móti vilja sínum. Á þessum tíma var það ólöglegt og saknæmt að vera ekki ráðinn í vinnu. Lausamennska og flakk var talið lögbrot. Einstaka efnaðir einstaklingar úr hópi vinnufólks gátu keypt sér lausamennskubréf sem þýddi það að það réði sér sjálft og þurfti ekki að vera fastráðið á einhverjum bæ. Ég leitaði að upplýsingum um þennan dag á netinu en fann hvergi neinar handfastar upplýsingar um hvenær þetta ákvæði var afnumið með lögum. jafnvel er því haldið fram að það hafi aldrei verið formlega gert heldur hafi vinnuhjúaskildaginn horfið svona smám saman.
Í Danmörku er talað um Stambåndsdagen en það er hliðstæður dagur og vinnuhjúaskildagi. Stambåndet (vistabandið) var afnumið með lögum fyrir rúmum 200 árum. Ég man eftir því að í kringum 1990 voru mikil hátíðahöld í Danmörku þar sem afnámi stambåndsins var minnst. Alþýðusambandið og bændasamtökin stóðu fyrir þessum hátíðahöldum. Eini dagurinn sem minnst er hélendis vegna þess að þá náðust aukin mannréttindi er dagurinn sem konur fengu kosningarétt. Mér finnst að afnám vinnuhjúaskildagans og þau tímamót þegar fátækt fólk fékk almennt fullan og óskoraðan kosningarétt séu ekki síðri tímamót og beri því ekki síður að halda minningu þeirra daga lifandi.
Tók létt hlaup í kvöld. Nú heldur maður sér bara mjúkum fram í næstu viku. Ég fann ekki annað en að allt sé í lagi.
föstudagur, maí 15, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli