laugardagur, maí 30, 2009

Evrópumeistaramótið í 24 tíma hlaupi var haldið í Bergamó á Ítalíu í byrjun maí. Ég hafði velt fyrir mér að taka þátt í því en valdi 48 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í staðinn, sem reyndist rétt val. Það var töluvert heitt yfir daginn í Bergamó sem reyndist nokkrum erfitt. Henrik Olsson frá Svíþjóð varð Evrópumeistari og hljóp hann 257 km. Það er mjög vel gert. Ég rakst á frásögn eftir hann af hlaupinu.
Hann æfði á eftirfarabndi hátt frá áramótum:

Mánudagur: hvíld
Þriðjudagur: Tveggja tíma rólegt hlaup
Miðvikudagur: Klukkutímahlaup á góðum hraða, gjarna utanvega
Fimmtudagur: Tveggja tíma rólegt hlaup
Föstudagur: Hvíld
Laugardagur: Klukkutímahlaup á góðum hraða
Sunnudagur: Þriggja til sex tíma hlaup á 24 tíma hlaups hraða(tæpum 6 mím á km).

Til viðbótar tók hann dálitlar styrktaræfingar á efri hluta líkamans þá daga sem hann hvíldi. Hann tók sex tíma hlaup aðra hverja viku en langt hlaup hina vikuna. Það er vafalaust gott að blanda svona saman hröðum ene kki löngum hlaupum með löngun frekar hægum hlaupum. Það gefur breytilega þjálfuns em fær allt til að smella saman í góðu úthaldi. Þessu prógrammi hélt hann frá janúar fram í apríl sem gerði það að verkum að hann var í betri æfingu en nokkru sinni fyrr þega rleið á vorið. Það er án efa gott að blanda kerfisbundið saman löngum hlaupum og nokkuð hröðum hlaupum.

Í Bergamó hljóp hann mjög skipulega. Hann var aftarlega til að byrja með, byrjaði snemma að ganga aðeins en hélt hraðanum mjög vel út í gegnum hlaupið. Hann gekk frá upphafi fimm mínútur af hverjum klukkutíma. Hann var með aðstoðarfólk með sér sem sá til þess að allt var til reiðu og hann þurfti aldrei að stoppa til að græja eitthvað upp á eigin spýtur. Það er náttúrulega mjög mikill munur að þurfa aldrei að leita í poka að fötum eða öðru, hafa til mat eða næringu heldur að fá allt upp í hendurnar og geta einbeitt sér að því að hlaupa. Ein mínúta fjórða hvern hring er klukkutími. Það gerir allt að ca 10 km. Drykkjarstöðvarnar í Spartathlon hlaupinu voru 78. Ef maður stoppaði eina mínútu á hverri drykkjarstöð í óþarfa þá væru það 78 mínútur. Það er dálítið mikið í hlaupi þar sem rúmur helmingur hlauparanna kemur inn á seinasta klukkutímanum.

Engin ummæli: