Ég vaknaði snemma í morgun (eða seint í nótt) og fór austur í Friðland í Flóa til að taka myndir af fuglum. Var kominn austur um 5.30. Þá var sólin komin upp og allt í gangi. Friðlandið er magnaður staður sem maður þarf að kynna sér vel. Ég var að snudda þarna í svona þrjá klukkutíma. Það er alltaf eitthvað að gerast á svona svæði. Fuglarnir eru bardúsa eit og annað, abbast hver upp á annan, verja sig, sofa, liggja á eggjum, gogga í sig fæðu eða bara að spá í tilveruna. Endurnar eru sumar svo ljónstyggar að það má ekki horfa á þær svo þær séu ekki roknar á meðan aðrir láta sér í léttu rúmi liggja þótt maður sé að taka af þeim myndir.
JJ mótið var haldið á Laugardalsvelli í dag. Fyrsta utanhússmót í frjálsum á árinu sem Ármann stendur fyrir á árinu. Frábært veður. Ásdís Hjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet í spjótkasti. Hún er mögnuð og góð fyrirmynd. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi árum.
Það var gaman að fylgjast með talningunni í Eurovisionkeppnini í kvöld. Það kom snemma í ljós að Ísland átti alla möguleika á að verða í einum af efstu sætunum. Með hjálp Norðmanna smeygði Jóhanna sér upp í 2. sætið í loka umferðinni. Frábær árangur og kannski stærri en menn skynja í fljótu bragði. Það hlýtur að vera eitthvað varið í lag sem austurblokkinni líkar komplett. ekki búum við út um allt eins og Tyrkir t.d.. Norðmenn eiga allan sóma af því að vinna og forða okkur frá því að þurfa að halda þessa keppni.
sunnudagur, maí 17, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli