Silfur Egils hefur batnað mikið eftir að hann hætti að fylla það af "wanna be" pólitíkusum. Nú er frekar rætt við fólk sem kemur héðan og þaðan og hefur margháttaða þekkingu og reynslu. Það voru athyglisverðar umræður í dag um ýmsar grunnstærðir sem liggja fyrir í stórum dráttum þegar lagst er yfir þær. Hækkanir fjárlaga á síðustu árum, niðurskurðarþörfin, hvaða skatta á að hækka og hvað mikið til að loka fjárlagagatinu og svo framvegis. Mér fanns tviðtalið við Jóhannes Bjrön einnig vera áhugavert. Ég keypti bókina hans "Falið vald" fyrir um þremur áratugum. Nú er búið að gefa hana út aftur. Hún er klassísk. Jóhannes Björn kemur orðum að því sem hann er spurður að á mjög einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Það var mjög merkilegt sem hann sagði um orkumálin í framtíðinni. Örfáar grundvallarákvarðanir geta ráðið úrslitum um hvernig samfélagi við lifum í á komandi áratugum og búum afkomendum okkar.
Maður er orðin hálfhugsi yfir því hvert er umræðuefnið í fjölmiðlum. Það er fjasað um minniháttar mál en stóru málin eru einhversstaðar úti í móa. Hverjar eru staðreyndir í Byr málinu? Mér finnst full ástæða til að krefjast þess að það sé brotið til mergjar. Er verið að færa einhverjum gæðingum á annað tug milljarða á silfurfati úr mínum vösumog annarra álíka? Ég las allrar athyglivert blogg eftir Jón Sullenberger um málið. Maður óttast mest að það leggist einhver doði yfir samfélagið svo það verði eitthvað gert sem ekki verður tekið eftir og ekki verður aftur tekið. Íslenska skítaklíkusamfélagið lifir nefnilega góðu lífi ennþá.
Fór í fuglaskoðunarferð út á Álftanes í kvöld í óskaplega fallegu veðri. Góður kíkir og góð myndavél njóta sín vel á svona stundum.
mánudagur, maí 18, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli