mánudagur, október 19, 2009

Bílastæðasjóður og lögreglan gerði enn eitt áhlaupið á Víkinga á laugardaginn. Þá voru bikarleikir í handbolta í Víkinni. Alls eru um 50 bílastæði tiltæk við íþróttasvæði Víkings. Borgin var búin að leggja upp áætlanir með að fjölga þeim verulega en það var strikað út vegna samdráttar. Því verður fólk sem kemur í Víkinga að leggja út á grasið þegar bílastæði eru full. Þá hringir einhver vinsamlegur nágranni á lögregluna og hún kemur sem snarast og sektar dólgana sem leggja annarsstaðar en á bílastæðin. Ég hélt satt að segja að hún hefði öðrum hnöppum að hneppa en að skattleggja foreldra sem koma í Víkina til að fygljast með íþróttum. Þegar handboltaleikir eru í víkinni tekur hvort lið um sig a.m.k. 10 bílastæði eða 20 samtals. Dómarar taka tvö og starfsmenn leiksins þrjú. Starfsmenn hússins taka nokkur svo áhorfendur hafa nálægt 20 bílastæðum til afnota. Þegar maður ræðir þetta við varðstjóra bílastæðasjóðs þá er svarið: "Þeir geta bara komið gangandi." Ég sagði við hann; "Áhorfendur eru að koma frá Hafnarfirði, þeir koma ekki gangandi" ekkert svar eþgar maður spurði hvað á að gera nema: "Það má ekki leggja á gras." Ég kann ekki við að segja það sem mér finnst um svona lið en það er ekki fallegt. Vitaskuld eiga bílastæðasjóður, lögreglan og Víkingur að komast að niðurstöðu um málið í stað þess að lögreglan sé að sekta saklausa áhorfendur sem finna engin bílastæði og eiga sér einskis ills von.

Það var kosið í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsns í dag. Hann var í vörslu Landsbankans fram að hruni en hefur verið undir stjótrn tilsjónarmanns síðan í vetur. Það var sannkallað ormadíki sem sást ofan í þegar fjárfestingarstefna sjóðsins var lögð fram á fundi sl. vetur. Hann tapaði miklum fjármunum í fyrra á vægt sagt vafasömum fjárfestingum. Það vakti athygli að starfsmenn Landsbankans fjölmenntu í framboð til stjórnar í sjóðnum. Þeir voru síðan kosnir í öll tiltæk stjórnarsæti. Þau eru greinilega það þægileg að það á ekki að sleppa þeim út fyrir dyr bankans. Svona samantekin ráð vekja margar spurningar. Sem betur fer er ég hættur að greiða í sjóðinn.

7 ummæli:

Unknown sagði...

Það er greinilegt að aðstaðan hjá Víkingi býður ekki upp á að þeir komist upp með að halda heimaleiki í víkinni hvorki í handbolta né fótbolta.
Þá er ráðið það að flytja leikina annað þar sem aðstaðan er betri meðan félagsmenn Víkings kippa bílastæðunum í lag hjá sér. Það er ekki rétt að kröfu um að skattgreiðendur komi þessu í lag fyrir víkinga og alls ekki á að líða bílaþrjótunum að leggja á grasflötunum og trufla þannig umferð gangandi, hjólandi og hlaupandi vegfarenda.
Pétur

Nafnlaus sagði...

Ég held að þetta sé alveg rétt greining hjá þér Pétur. Líklega verður félagið að fara að leggja áherslu á greinar sem enginn vill horfa á ef þetta heldur svona áfram.

Nafnlaus sagði...

"Í málum eins og þessum er unnið eftir ákveðnum reglum til að missa þetta allt ekki úr böndunum. Við niðurstöðuna varð örlítill hópur vitlaus eins og búast mátti við..."

Nafnlaus sagði...

Mér finnst lágmark að menn kynni sér aðstæður áður en farið er að fella órökstudda sleggjudóma út í loftið (og skrifi undir nafni).
Gunnl.

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu Gunnlaugur, ég gleymdi víst að merkja færsluna áðan.

Textinn í gæsalöppunum er orðrétt úr síðustu færslu sem þú skrifaðir.

Mér fannst bara svo óskaplega fyndið að lesa þig hneykslast á þeim sem mótmæla framgöngu yfirvalda gagnvart flóttamönnum (reglur eru reglur og þeim verður að framfylgja) og skrifa síðan næstu færslu á eftir af miklum tilfinningahita um framgöngu yfirvalda við að framfylgja umferðarreglum (yfirvöld ættu að taka mið af aðstæðum hverju sinni).

En svona er þetta. Það er einstaklingsbundið hvað fær blóðið til að ólga þegar löggæsla er annars vegar.

Grímur Sæmundsson

Nafnlaus sagði...

Sæll Grímur.

Ég sé ekki mjög mikla samsvörun með þessum tveimur dæmum. Annars vegar stendur hópur manna gólandi fyrir utan heimili dómsmálaráðherra þegar hann framfylgir skýru regluverki sem öllum var ljóst fyrirfram hvernig var. Á hinn bóginn eru foreldrar og aðrir íþróttaáhugamenn skattlagðir vegna þess að þeir hafa enga möguleika á að fara eftir gildandi reglum (að leggja í bílastæði) þar sem þau eru ekki til staðar. Þessi fáu sem eru á staðnum eru fyllt að mestu af leikmönnum og starfsmönnum leiksins. Hafnfirðingar fylgja sínum mönnum á leik í Víkina, það eru engin bílastæði til staðar, þeir leggja upp á grasflöt og eru sektaðir. Maður spyr hvað á að gera og starfsmaður bílastæðasjóðs svarar: Þeir geta bara komið gangandi!
Getur ruglið orðið öllu meira

Máni Atlason sagði...

Það er töluverður munur á því að ætla með ólátum að reyna að fá ráðherra til að misbeita valdi sínu og að reyna að tala eitthvað vit fyrir lögreglu/stöðumælaverði með einföldu símtali á vinnutíma. Flóknara er það nú ekki.