Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir vegna skuldastöðu heimilanna. Nú hef ég ekki skoðað þann pakka til hlýtar en þó er eitt sem ég stoppa við. Það ég best skil þá á að framlengja bílalán um þrjú ár, færa gengisskráninguna á lánunum aftur til 1. apríl 2008 og afskrifa það sem eftir er þegar lánstíminn er liðinn. Að mínu mati er húsnæði allt annað en bíll. Vitaskuld er húsnæði bæði stórt og lítið, ódýrt eða dýrt en húsnæði er þó alla vega eitt af frumþörfum fjölskyldunnar. Eðlilegt er að reyna að bjarga því sem bjargað verður þar sem skuldbindingin var innan eðlilegra marka í upphafi. Til eru ýmsar aðgerðir í þeim málum. Bílalánin eru allt annar hlutur. Ef menn hafa keypt sér nýja og dýra bíla á erlendum lánum, spennt bogann í botn og svo lendir allt í steik. Þá á að láta restina af þessu lenda á almenningi. Þegar bankarnir verða að afskrifa stórar summur í þessu sambandi þá verða peningarnir sem út af standa og þarf að greiða útlendum bönkum að koma einhversstaðar frá. Líklegt er að bankarnir afli þeirra tekna sem á vantar með vaxtahækkunum. Vaxtastig í landinu verður þá þeim mun hærra en nauðsynlegt er til að greiða það sem út af stendur. Í öðru lagi verða bankarnir kannski að fá framlög frá ríkinu til að ná endum saman í þessu máli. Þeirra peninga verður þá aflað með aukinni skattlagningu. Hvor leiðin sem valin verður kemur úr mínum vösum meðal annars. Ég hef satt að segja engan áhuga á að borga bílalánin fyrir þá sem riðu á tæpasta vaði meðan þenslubólan reis sem hæst.
Nýlega sást hvar forseti Bandalags íslenskra listamanna heldur að sé helst fjár von. Það er hjá börnum, unglingum og öryrkjum. Hann skrifaði grein í Mbl þann 26. sept. sl. og fjallaði þar um skiptinu lottótekna sem honum fannst ósanngjörn. Hann hafði rekið augun í það að í einhverjum nálægum löndum sé Lottótekjum skipt milli íþróttafélaga, bandalags öryrkja og menningar og lista. Homum fannst því mjög eðlilegt að brjóta núverandi skiptingu upp hérlendis veenga þess að útrásarjöfrarn ir munu að öllum líkindum láta minna fé af hendi rakna til lista og menningar, hvernirg sem það er aftur á móti skilgreint. Skipting Lottótekna hérlendis hefur verið þannig að ÍSÍ og UMFÍ fá 60% hagnaðar af rekstri Lotto og öryrkjabandalagið 40%. Þetta fyrirkomulag vill formaður bandalags listamanna brjóta upp, sér og sínum til hagsbóta. Það væri gaman að heyra skýringar hans á því hvernig á að bæta íþróttafólki og öryrkjum upp skerðinguna ef listir og menning myndu hirða stóran hluta af núverandi tekjustofnum fyrrgreindra samtaka.
Járnbræður eru komnir til Barcelona og munu þreyta Ironman þar á sunnudaginn. Það er hægt að kalla hópinn íslwenska landsliðið í Ironman. Skyldi framlag til íþróttasögunnar þeirra fá eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum eins og íslenska landsliðið í Áströlskum fótbolta? Kemur í ljós.
föstudagur, október 02, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli