Ég fór langa brekkuæfingu í morgun. Hún er það sem við kölluðum 8 stjörnu hlaup. Ég lagði af stað út í Fossvog upp úr kl. 7:00 í morgunþ Þaðan hljóp ég yfir Kópavogshálsinn og yfir að Fífunni. Þaðan upp stíginn bak við hana og síðan niður í Kópavogsdalinn aftur við Smáralindina. Þar hljóp ég upp tröppurnar, niður þær aftur og síðan upp brekkuna við HK heimilið. Þaðan hljóp ég þvert yfir Fossvoginn og upp að Réttarholtsskóla. Þaðan lá leiðin niður í elliðaárdalinn og upp hann hægra megin og svo upp skábrekkuna til hægri upp að Breiðholtinu. Síðan lá leiðin eftir malarstógnum og svo inn að brúnni við Breiðholtsbrautina, yfir að sundlauginni og niður í Elliðaárdalinn aftur. Þaðan lá leiðin upp stokkinn upp í Árbæ, niður i Grafarvoginn og inn í botn á honum. Svo var farið upp brekkuna upp að Geislahverfinu (Jökulheimum) og þaðans em leið lá eftir malarveginum inn að tönkunum. Þá var snúið til baka heim í gegnum Grafarvoginn og bryggjuhverfið. Alls lágu 44 km á um fjórum og hálfum tíma. Á leiðinni tók ég tvö gelbréf og drakk svona 1/3 úr drykkjarbrúsa. Það er mikill munur frá því við fórum þetta fyrst. Þá drakk maður svo svakalega að allt vatn var búið inn í Jökulheimum og ég þurfti að biðja um vatn í heimahúsi til að komast heim. Þetta var fínn túr, logn og smá frost í morgun en það hlýnaði fljótt þegar sólin kom upp. Ég held að þessi túr sé ekki síðri undirbúningur fyrir Laugaveginn en Esjuhlaup. Alla vega er gott að blanda þeim saman. Brekkurnar eru seigar bæði upp og niður og þær eru nokkuð margar þegar allt er talið með. Ég ehf reynt að fara þessa leið einu sinni á ári en maður þarf að gera það oftar. Held að hún skili ótrúlega miklu. Einnig væri spennandi að sjá hvernig tíminn þróast með því að fara hana oftar.
Maður fann til með Blikunum í dag. Þær fengu gullið tækifæri til að skora annað mark skömmu eftir fyrsta markið. Síðan var ekki annað að sjá en að það væri dæmt af þeim löglegt mark. Markmaður Vals fer út og hendir sér í þvöguna, nær ekki boltanum og Blikar skora. Engu að síður var m arkið dæmt af. Ég hef aldrei heyrt að leikmenn í vítateig eigi að víkja til hliðar ef markmaður kemur hlaupandi út úr markinu. Eftir að Valur jafnaði fannst mér aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna. Valur með alla þá reynslu sem þeir búa yfir sleppa ekki svona tækifæri. Það voru ekki margir áhorfendur á leiknum það manni fannst. Ætli Blikarnir hafi fengið nóg af stöðulagabrotaseðlum í gær?
Járnbræður þeyttu Ironman í Barcelona í dag. Þeir voru sex saman sem er fríður flokkur. Það eru tíðindi að Ironmanköppum hafi fjölgað svo hérlendis á skömmum tíma. Eddi bætti sig vel og Trausti nokkuð en hann var hálfveikur í Köln í fyrra. Steinn bætti sig um 4 mínútur en hann varð í 68 sæti í keppninni af hellings fjölda. ég veit ekki hvað margir tóku þátt í keppninni en þeir hafa örugglega verið um og yfir 2000. Mig grunar að það hafi verið vel heitt.
Íþrottafréttamaður sjónvarpsins sendi frá sér eitt gullkornið enn í kvöld. Nú taldi hann líklegt að Blikastelpurnar vildu feta í fótspor strákanna úr Kópavogi "sem unnu bikarinn fyrir tveimur dögum í gær".
sunnudagur, október 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli