fimmtudagur, júlí 19, 2012
sunnudagur, júní 24, 2012
sunnudagur, júní 17, 2012
miðvikudagur, júní 13, 2012
þriðjudagur, maí 22, 2012
mánudagur, apríl 09, 2012
laugardagur, mars 24, 2012
Nú á að fara að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin atriði úr tillögum hins sérkennilega skipaða stjórnlagaráðs. Þegar spurningar þær sem á að greiða atkvæði um voru kynntar þá fannst manni að þar færi amen eftir efninu miðað við það hvrnig þessi prósess hefur allur verið. Ég ætla ekki að rekja það frekar. Áhugasamir þekkja það. Ég hélt að allir vissu að við þjóðaratkvæðagreiðslu verður að ganga út frá tveimur principum. Í fyrsta lagi er ekki efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu nema tilefnið sé brýnt. Það má segja að ný stjórnarskrá sé brýnt tilefni. Í öðru lagi verða þær spurningar sem lagðar eru fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera skýrar og hnitmiðaðar svo svörin gefi afdráttarlausa niðurstöðu. Þetta hélt ég að allir vissu. Alla vega finnst mér að alþingismenn eigi að hafa þetta á hreinu. Mér finnst að mikið vanti á að svo sé um þær hugmyndir að spurningums em kynntar hafa verið og á að samþykkja með hraði á næstu dögum frá alþingi. Skoðum það aðeins nánar. Hér kemur yfirlit um spurningarnar.
1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Hér er í fyrsta lagi lagt til að maður taki afstöðu til heildartillögunanr áður en hún er endanlega frágengin. Það sér náttúrulega hver maður að það gengur ekki. Það er ekki hægt að leggja ófrágenginn texta fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er eins og að skrifa undir óútfylltan víxil. Síðan geta verið atriði sem maður er smammála og önnur sem maður er ósammála. Niðurstaðan segir því ekkert um afstöðu fólks. Menn geta tekið afstöðu á móti tillögunum út frá fjölmörgum ástæðum. Hver á að greina þær forsendur ef niðurstaðan verður nei. Það er ekki hægt.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá. Viltu að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði:
1. Náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?
Nú vandast málið. Um hvaða náttúruauðlindir er verið að tala. Grasið á jörðinni, vatnið í ám og vötnum, vindinn, námur, sjávarföll, fiskinn í sjó, vötnum og ám, fuglana í loftinu, dýr merkurinnar. Svar óskast. Svo kemur hin spuringin, Hvað þýðir að náttúruaðlind sé í þjóðareign? Er það þjóðnýting náttúruaðlinda? Er verið að innleiða sovéskan, kúbanskan eða ródesískan kommúnisma undir rós?Hér er spurningin alveg úti á túni og ekkert vit í henni. Gjörsamlega ótæk í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er?
Hvað þýðir þetta? Hvað eru ákvæðin um þjóðkirkjuna mörg í stjórnarskrárdrögunum? Geta menn ekki verið sammála sumum og ósáttir við önnur? Þýðir já að ekki bmeigi breyta neinu frá því sem nú er. Hvað þýðir nei? Hvað er lesið út úr slíku svari?
3. Persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Í meira mæli!! Hvað þýðir það? Segir þetta eitthvað til um hverskonar persónukjör á að innleiða. Þó verður að segja að þessi spurning meikar hvað mestan sens. Af hverju er ekki hægt að spyrja: Viltu taka upp persónukjör til Alþingis?
4. Ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Af hverju er ekki spurt hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi? Er verið að lauma inn ákvæði þess efnis undir rós?
5. Ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%.
Hvað ef mjög lítill eða enginn munur verður á milli valkostanna þriggja? Hvað gera bændur þá?
Mér finnst þetta ekki gæfulega af stað farið í þessum efnum. Undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vanda svo hún verði ekki ein vitleysa. Þá er ver af stað farið en heima setið.
sunnudagur, mars 18, 2012
föstudagur, mars 09, 2012
Stórri spurningu er ósvarað í þessu sambandi og á hana heyrist aldrei minnst. Á hvaða gengi á að skipta krónunni út? Ef það væri gert á núverandi gengi væri verið að læsa inni um aldur og eilífð þann kaupmátt sem Íslendingar hafa í útlandinu um þessar mundir. Þannig væri landið gert að láglaunasvæði innan þess efnahagssvæðis sem það myndi tengjast. Það er ekki að ástæðulausu að Danir, Svíar og Englendingar hafa haldið gjaldmiðli sínum innan ESB. það veitir þeim meira svigrúm til að stjórna sínum efnahagsmálum. Finnar hafa sagt mér að það kom aldrei tilgreina í aðildarferli þeirra að ESB að þeir myndu halda markinu. Nú sáröfunda þeir Svía yfir að hafa haldið krónunni. Svíar lækkuðu gengi krónunnar og gerðu þannig útflutningsvörur sínar samkeppnishæfari í krísunni. Það finna Finnar á eigin skinni. Set niður fleiri punkta um þetta mál á næstunni.
fimmtudagur, mars 01, 2012
Þjóðaratkvæðagreiðsla er dálítið stórt mál. Að öllum jafnaði eru mál ekki lögð í almenna atkvæðagreiðslu, hvort sem um er að ræða í stærri eða minni hóp, nema valkostir séu skýrir svo niðurstaða atkvæðagreiðslunnar geti verið óyggjandi og annað hvort verið endanleg eða veitt skýra leiðbeiningu um í hvaða átt haldið skuli fyrir þá sem taka endanlega ákvörðun.
Ég get ómögulega séð að um slíkt sé að ræða í þessu tilviki. Lagt er t.d. til að bornar séu upp grundvallarspurningar í þjóðaratkvæðagreiðslunni s.s. hvort eigi að taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Á að leggja fram slíka spurningu og biðja um já eða nei svar? Nýtt kerfi eða ekki nýtt kerfi. Ef svarið er já, hvað þá? Hvað segir niðurstaðan? Jú, það er óánægja með gamla kerfið en út frá hvaða forsendum? Það hlýtur að vera grundvöllur þess að vita í hvaða átt skal halda með að þróa nýtt kerfi.ef svarið er nei, á þá ekki að breyta neinu um aldur og æfi? Spyr sá sem ekki veit.
Í öðru lagi á að bera upp grundvallarspurningu um hvort eigi að setja sérstakt ákvæði í stjórnarskrána um þjóðareign auðlindarinnar. Hvað þýðir það? Hvað þýðir að þjóðin eigi auðlindina? Þjóðin er ekki sama og ríkið. Þjóðin er virkilega ofnotaður frasi um þessar mundir. Meir að segja er hugtakið þjóðin fléttuð inn í umræðu um 30.000 undirskriftir sem bornar voru heim að bæ nokkrum hér í nágrenninu fyrir stuttu. Þar var minnst á þjóðarvilja enda þótt einungis rúmlega 10% kosningabærra einstaklinga hefðu tekið þátt í undirskriftasöfnuninni.
Svo kemur þetta fína orðalag.... og innkalla aflaheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta: innkalla aflaheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar. Hvað þýðir að innkalla aflaheimildir? Jú það þýðir að taka aflaheimildir frá þeim fyrirtækjum sem nú stunda sjóinn og úthluta þeim að meira eða minna leiti til annarra. Það hlýtur að kalla á bætur til þeirra fyrirtækja sem hafa keypt heimildirnar og missa starfsgrundvöll sinn. Verður þessa látið getið í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu hvað „já“ niðurstaðan gæti kostað ríkið og þar með þjóðina? Verður þess látið getið í atkvæðagreiðslunni hvernig staðið verður að endurúthlutuninni? Ríkir almenn sátt um þá aðferðafræði? Eru ekki margir möguleikar þar á ferðinni?
Svo er ákvæðið að endurúthluta aflaheimildum gegn gjaldi til þjóðarinnar. Er hér verið að tala um skattlagningu í ríkissjóð eða er verið að tala um að hver íbúi landsins fái senda ávísun? Hvernig á að vera hægt að fjalla um slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á það má minna í þessu sambandi að meirihluti þjóðarinnar býr á suðvesturhorninu. Hann yrði vafalaust ánægður með að fá meiri peninga í ríkissjóð til að auka og bæta þjónustuna við þennan landshluta. Ætli íbúar annarra landshluta yrðu jafnánægðir með þá þróun mála.
Alþingismenn eru kosnir á þing til að setja löggjöf og skipa öðrum þeim málaum sem því tengist. Þeir þurfa oft að taka ákvarðanir sem eru misvinsælar. Á seinni árum hefur vægi skoðanakannana farið vaxandi í almennri umræðu. Stjórnmálamenn nota niðurstöður þeirra gjarna og taka afstöðu út frá því hvað „þjóðin vill“ í hinum og þessum málum. Nú sýnist mér að það eigi að fara að nota þjóðaratkvæðagreiðslur í álíka tilgangi. Slíkar aatkvæðagreiðslur hafa einungis eitthvert gildi ef spurningarnar sem svara skal séu mjög afdráttarlausar og skýrarr. Ég fæ ómögulega séð að það eigi við í þessu tilefni.
fimmtudagur, febrúar 23, 2012
Þessi þrjú mál er stóra díoxín málið, stóra cadmíum málið og stóra iðnaðarsaltmálið. Hva skyldi bera næst á land í þessum efnum.
Stóra díoxín málið í kringum sorpbrennslustöðina á Ísafirði vakti upp mikla og harða umræðu. Ásakanir gengu á hendur bæjarstjórninni um að hún hefði beint eða óbeint með aðgerðum og eða aðgerðaleysi verið allt að því að eitra fyrir bæjarbúa. Bóndinn sem bjó þarna í nágrenninu varð settur í brennidepil. Sú stemming fór á flug að framleiðan frá búinu væri baneitruð. Svo fór að skepnunum var öllum lógað undir vorið eins og það er nú skemmtilegt að lóga ám komnum að burði. Það gerir enginn maður ótilneyddur. Svona í framhjá hlaupi þá liggur það fyrir hvað sem öllum mengunarmælingum leið að það var gjörsamlega útilokað að kjötið af lömbunum af bænum gæti verið varasamt því lömb ganga uppi á fjöllum þegar þau eru að taka út vöxtinn og þar er engin díoxín mengun. Fólk sem bjó í Vík í Mýrdal var svo skelkað vegna umfjöllunar fjölmiðla að einhverjir íbúar bæjarins þorðu ekki að senda börnin í skólann þar sem hann stóð við hliðina á sorpbrennslustöðinni.
Svo farið sé hratt yfir þá er rétt að skoða niðurstöðuna. Hún er sú að það var engin díoxín mengun á Ísafirði frá sorpbrennslunni. Þetta var allt innihaldslaust upphlaup sem blásið var upp af upphlaupsliði. Skepnurnar voru drepnar að óþörfu þótt það þyki kannski ekki mikið máli í huga þeirra sem standa framar öðrum í umhyggju fyrir umhverfinu. Díoxínmengunin frá sorpbrennslunni mældist svo lítil að sérfræðingur minn í umhverfismálum segir að það sé meiri díoxínmengun frá arinstæði þar sem brennt er timburkubbum. Sem sagt Zero. Hitt er svo annað mál að reykurinn frá brennslunni er leiðinlegur og sjónmengun að honum. Það væri verðugt umfjöllunarefni fyrir fjölmiðla að fara yfir þessa umræðu og reyna að læra af henni til að lenda ekki í sama drullupyttinum aftur.
Cadmíummálið mikla spratt upp af því að í ljós kom að um 800 tonn (1% af ársnotkun landsmanna) hefði innihaldið cadmíum sem var yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í innlendum stöðlum. Þessi ábyrður fór bæði á öræfin og eins á tún. Umræðan var næstum því eins og túnin og öræfin væru orðin geislavirk. Í ljós kom að víða í Evrópu er ekkert lágmark hvað varðar cadmíuminnihald í áburði og annarsstaðar er það mun hærra en hérlendis. Ég heyrði aldrei neinn fjölmiðil spyrja af hverju eru mörkin cadmíuminnihaldi í áburði séu lægri hérlendis en gengur og gerist í okkar nágrannalöndum. Hvaða ástæður eru fyrir því? Af hverju eru kröfurnar meiri? Er í gangi einhver öfga- eða hreintrúarstefna í þessum málum? Viljum við bara vera meiri en aðrir? Er íslensk gróðurmold viðkvæmari eða hvað? Nei, þess í stað var hnoðast áfram á einum umhverfisskandalinum til viðbótar. Sannkallaðir hátíðisdagar um stund.
Svo kom stóra iðnaðarsaltsmálið. Í ljós kom að um 13 ára skeið hefði verið notað svokallað iðnaðarsalt í matvælaiðnaði hérlendis. Þá hljóp aldeilis á snærið. Umræðan var álíka og það hefði verið notað salt í matvælaframleiðslu úr opnum haugum sem hefðu legið óvarðir fyrir allskonar skít og óhreinindum. Stofnanir voru skammaðar blóðugum skömmum fyrir að hafa ekki staðið vaktina um heilsu landsmanna. Sérfræðingur minn í saltmálum segir að munurinn á iðnaðarsalti og matarsalti sé sá helstur að það sé búið að bæta joði og einhverjum öðrum snefilefnum í matarsaltið.
Maður spyr sig bara hvað kemur næst.
Mamma varð 88 ára í gær. Gömul er varla orðið sem er rétt að nota því hún er afskaplega ern og ber aldurinn vel. Auðvitað er aldur afstæður. Aldur er ekki bara mælanlegur í þeim dagafjölda sem liðnir eru frá fæðingu heldur er aldur einnig mælanlegur í líkamlegu og andlegu ástandi. Mamma hélt upp á daginn með afmæliskaffi eins og hún hefur gert svo lengi sem ég man.
fimmtudagur, febrúar 09, 2012
Nýlega skrifaði hann grein í Fréttablaðið þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því hve stór hluti stráka koma ólæsir út úr grunnskóanum. Ætli það séu ekki nálægt 25% stráka eftir því sem tölfræðin segir sem eru það sem kallað er ólæsir þegar þeir yfirgefa grunnskólann eftir 10 ára setu. Þetta er náttúrulega svakalegt. Síðan er allaf verið að hamra á því að leikskólinn sé líka skóli og þar bætast þá alla vega fjórir vetur við. Fjórtán ára skólanám og fjórðungur stráka ólæs. Það er nátturulega enn svakalegra. Þetta veldur vitaskuld mörgum áhyggjum en ég hef ekki séð ,ikla umræðu fara í loftið út af þessu. Alla vega ekki eins og þegar meint díoxín mengun á Ísafirði átti allt að drepa þar í firðinum en svo kom í ljós að sú umræða var öll hin mesta klámhögg.
Sighvatur Björgvinsson skrifaði nefnilega grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann lýsti áhyggjum sínum yfir þessu eins og hann hefur fullt leyfi til að gera. Hann vitnaði þar meðal annars í áhyggjur föður síns, Björgvins Sighvatssonar, sem var skólastjóri lengi, yfir því að ákveðnar breytingar í skólakerfinu myndu hafa óheillavænleg áhrif. Sighvatur vitnar til þess að lestur hafi hér áður verið talinn svo nauðsynlegur að unglingar voru ekki fermdir ef þeir kunnu ekki að lesa. Einstaka hafi þó verið fermdur upp á faðirvorið.
Það er síðan ekkert annað en að doktorsnemi í menntunarfræðum (hvorki meir eða minna) hellir sér yfir Sighvat í Fréttablaðinu í dag. Doktorsnemanum finnst t.d. það vera dæmi um þær villigötur sem umræðan um menntamál barna og unglinga er í hérlendis að veðurfræðingar og gamlir stjórnmálamenn skuli vera að tjá sig um þær á opinberum vettvangi. Þeim er líklega nær að hugsa um eitthvað annað. Það eigi ekki að taka mið af gömlum kerlingabókum í þessari umræðu heldur taka mið af sýn Háskóla Íslands og fræðsluyfirvalda í þessum efnum. Grunnskólarnir og sú menntun sem þeir veita séu aftur á móti afrakstur af aldagamalli stofnanavæðingu sem meðal annars eigi ákveðinn þátt í efnahagshruninu vegna þess hve vel þeir hafi innrætt þöggun og meðvirkni meðal þjóðarinnar o.s.frv. o.s.frv. Doktorsneminn vepur síðan persónulega í Sighvat í greininni. Sem betur fer sér maður slíkt frekar sjaldan nú orðið í fjölmiðlum.
Nú veit ég vafalaust ekkert um þessi mál og ætla mér því ekki þá dul að fara að kenna öðrum hvað er rétt og hvað er rangt í þessum efnum. Á hinn bóginn veit ég að lestrarkunnátta er undirstaða að flestu því sem maður lærir á einn eða annan hátt. Það er ekki sjálfgefið að það kunni allir að lesa eða að það sé talið sjálfsagt í nútíma samfélögum. T.d. má nefna að í Nýfundnalandi, sem er samfélag sem er hvorki ólíkt okkar samfélagi né langt í burtu, er ólæsi um 50%. Um helmingur þjóðarinnar getur einungis lesið einfaldan texta og fyrirsagnir í blöðum. Staða samfélagsins er í samræmi við þessa staðreynd. Það var ákveðin undirstaða það þeim framförum sem áttu sér stað hér á síðustu öld að það kunnu því sem næst allir að lesa þegar möguleikarnir fóru að skapast. Það gátu allir verið með, gripið tækifærin eða skapað sér þau sjálfir.
Það ætti náttúrulega allt að vera á öðrum endanum hérlendis út af þessari stöðu meðal yfirvalda fræðslumála og annarra sem málið varðar, m.a. doktorsnema í menntunarfræðum. Ég hef ekki séð né heyrt að svo sé.
Nú berast síðan fréttir af því að brottfall úr skólum sé mjög mikið hérlendis í alþjóðlegum samanburði. Um 30% íslenskra nemenda hefur hætt í skóla áður en þeir luku stúdentsprófi. Þar er Ísland í hópi þeirra þjóða sem við viljum ekki bera okkur saman við. Aðeins er meira brottfall úr skólum í fjórum löndum innan OECD heldur en hér. Ekki bætir þetta úr skák.
Það hlýtur eitthað mikið að vera að. Þeir sem áhuga hafa á þessum málum ættu frekar að einbeita sér að greiningu á þessum vanda og leita leiða til lausna heldur en að ráðast á þá sendiboða sem benda á vandann. Keisarinn er ekki kappklæddur. Í hér áður kenndu ömmur krökkunum að lesa með bandprjón sem hjálpartæki. Það þykir vafalaust mjög gamaldags en það dugði. Nú er hins vegar beitt nýmóðins aðferðum með þekktum árangri.
Það á að vera hægt að ræða stöðu þessara mála án gífuryrða eða persónulegra árása. Ef menn geta það ekki þá er annað hvort verið að verja vondan málstað eða hroki og rembingur hefur náð yfirhöndinni.
fimmtudagur, febrúar 02, 2012
þriðjudagur, janúar 31, 2012
Í nýútkomnu eintaki af Þjóðmálum fjallar Sigrún Þormar í ágætri grein um hvað sé í ESB pakkanum. Sigrún hefur búið í Danmörku í um 30 ár eða síðan um 1970. Danir gengu í EB árið 1972. Hún þekkir því gjörla hvað það er að búa í ESB landi. Það er vafalaust ágætt á margan hátt að búa í Danmörku per se en það hangir fleira á spýtunni ef fólk svipast um eins og kemur fram í grein Sigrúnar.
Hún kemur m.a. inn á eftirfarandi attriði:
1. Hvað aðild myndi þýða fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands?
2. Hvað aðild myndi þýða fyrir fullveldi í peninga-, vaxta- og myntmálum?
3. Hvað myndi aðild þýða fyrir stjórn á landbúnaðar- og fiskveiðimálum?
4. Hvað myndi aðild þýða fyrir sjálfræði yfir viðskiptum við umheiminn?
5. Hvað myndi aðild þýða yfir yfirráðarétti yfir æðstu löggjöf?
6. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir lagasmíðum?
7. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir refsilöggjöf?
8. Hvað mynd aðild þýða fyrir fullveldi yfir löggjöf atvinnumarkaðar?
9. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir viðskiptaeftirliti?
10. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir skattamálum?
11. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir utanríkisstefnu?
12. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir varnarmálum?
13. Hvað mydni aðild þýða fyrir fullveldi yfur innflytjenda- og flóttamannamálum?
14. Hvað myndi aðild þýða fyrir fullveldi yfir ríkisfjármálum og þar með mótun velferðarstefnu?
Fyrrgreindar sprningar eru dæmi um mál sem skipta miklu máli um hvernig þau þróast til framtíðar. Ýmsir segja vafalaust að við höfum ekki höndlað okkar mál svo vel að það skipti einhverju máli að yfirráðin komist í hendur annarra. Það er í sjálfu sér ákveðið viðhorf sem hverjum og einum er frjálst að hafa. Dæmin sýna hins vegar að það er eitthvað mikið að innan ESB. Vitskuld var það viðbúið að það hefði eftirköst að safna svo mörgum og ólíkum ríkjum í eina samsteypu sem hefur þó ekki miðstýrt vald á ákveðnum mikilvægum málum. Síðustu fréttir segja að það sé rætt innan ESB að setja Grikkjum fjárhaldsstjórn á vegum sambandsins. Á Ítalíu og í Grikklandi eru nú þegar embættismannastjórnir við völd sem tóku við þegar kjörna fulltrúa þraut örendið.
Mikilvægast er í þessu sambandi að fólk gaumgæfi allar hliðar þessa stóra og afdrifaríka máls og rasi ekki um ráð fram. Ákvörðun sem tekin er í þessum málum verður ekki tekin aftur.
mánudagur, janúar 30, 2012
Rollugreyið á hins vegar ekki upp á pallborðið í þessari umræðu. Flytja skal þjóðgarðsgirðinguna að þjóðgarðsmörkum svo rollurnar nagi ekki upp til agna þann ræfilslega gróður sem finnst þarna. Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum. Leggja skal af veiðar á ref og mink innan þjóðgarðsins. Ef minkur verði drepinn þá skal það gert undir stjórn dýrafræðinga og framkvæma jafnhliða rannsóknir á stofnstærð dýranna og áhrifum veiðanna. Skyldi þessum sjálfskipuðu verndurum náttúrunnar vera illa við fugla? Hvað skyldi mófuglinn á Þingvallasvæðinu og í nálægum sveitum hafa gert fólki sem hefur þessar skoðanir? Hvað sem fólki finnst um mink og ref þá þurfa þessi kvikindi að éta eins og önnur dýr. Vor og sumar eru fuglarnir nærtækust fæða rándýra eins og refs og minks. Egg meðan þau finnast og síðan ungarnir. Það bjargar sér hver sem best hann getur. Ef refur og minkur verður látinn óáreittur þá stækkar stofninn með ævintýralegum hraða, slík er viðkoman. Stærri stofn þarf meira að éta. Þegar hann er búinn að hreinsa Þingvallasvæðið þá leitar hann út í nágrennið. Vitaskuld. Heldur fólk virkilega að refur og minkur sé svo staðbundinn að það sé hægt að friða hann akkúrat innan þjóðgarðsins og hann lifi þar á loftinu einu?
Í hitteðfyrra fór ég inn í Þjórsárver með Ferðafélagi Íslands. Ég heyrði þeim skoðunum fleygt í rútunni inneftir að fólk skyldi ekki því afhverju refurinn á Þingvöllum væri ekki friðaður. Ég gat ekki orða bundist og spurði þetta vísa fólk hvort það héldi að refurinn þyrfti ekkert að éta og að hann væri staðbundinn eins og hundur bundinn við bæjarhellu. Þessu var vitaskuld ekki svarað því fávísir menn eru yfirleitt ekki virtir viðlits. Náttúrufræðingurinn er á þeirri skoðun að það eigi að breyta stjórnun Þjóðgarðsins á Þingvöllum og setja hann undir faglega stjórn umhverfisráðuneytisins. Þá er björninn unninn fyrir ref og mink en grenitrén og furan munu líklega fjúka.
Umhverfisráðuneytið friðaði refinn á Hornströndum fyrir um 20 árum síðan með einni tilskipun án nokkurs stöðumats eða eftirfylgni með rannsóknum fyrr en seint um síðir. Á Hornströndum er allur mófugl horfinn og björgin skemmd þar sem refurinn getur farið um. Það hefur sýnt sig að refurinn flæðir frá Hornströndum til annarra héraða því vitaskuld þarf hann að éta. Ríkið hefur hætt að leggja fjármang til refaveiða og lætur það alfarið á herðar svetiarfélaganna. Rökin eru þau að refurinn sé eldri landnemi á Íslandi en maðurinn og því hafi hann þann rétt til búsetu hér sem maðurinn eigi ekki að skipta sér af. Ef fyrirhugað er að koma upp álíka friðlandi fyrir ref og mink á Þingvöllum eins og á Hornströndum þá er vitað hvað muni gerast. Ruglið er alltaf heldur pirrandi en þegar yfir það er slegið kufli fræðimennskunnar þá er rétt að fara að vara sig.
Í þessu sambandi er rétt að minnast á lúpínuumræðuna. Þeim skoðunum hefur verið haldið fram í alvöru það maður skynjar best að það eigi að fara í eitur herferð gegn lúpínunni. Þá eigi að úða eitri yfir gríðarleg landssvæði til að drepa lúpínuna. Maður trúir stundum ekki sínum eigin eyrum og svo er í þessu tilviki. Ég held að það sé full ástæða til að hafa allan vara á öfgaskoðunum, sama hvaðan sem þær berast og um hvaða málefni sem þær snúast.
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir nýtt ofurhlaup sem á að fara fram á Norðausturlandi dagana 25. ágúst til 1. september. Það er lagt upp með að vera 250 km langt og er hlaupið á nokkrum dögum. Leiðin verður endanlega ákveðin þegar fer að vora og verður hægt að fara vel um svæðið allt og mæla út leiðir. Það eru erlendir einstaklingar sem vinna með íslenskum ferðaþjónustuaðilum sem standa fyrir þessu. Ég hitti forsvarsmenn hugmyndarinnar og vonandi hlaupsins sl. haust. Það eru menn sem hafa marga fjöruna sopið í þessum málum og vita hvað þetta gengur út á. Þetta er stórt prósjekt sem þarf töluverðan mannskap til að framkvæma og standa að. Verið er að ganga frá heimasíðu fyrir hlaupið og opinber kynning á því mun eiga sér stað innan skamms. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast.
þriðjudagur, janúar 24, 2012
Í umræðu um hve krónan sé hraksmánarlega léleg og því knýjandi nauðsyn á að taka upp annan gjaldmiðil þá er eins og það gleymist gjarna að það hangir meira á spýtunni. Það má segja að árinni kennir illur ræðari. Það skiptir nefnilega afskaplega litlu máli um heilbrigði efnahagslífsins þótt tekinn verði upp nýr gjaldmiðill ef vinnubrögð breytast ekki við stjórnun efnahagsmála, agi vex og fagmennska styrkist. Það má segja að það hafi verið þokkalegt skikk á málunum þegar AGS sat nálægt stýrinu en strax að þeim gengnum fóru lausatök vaxandi. Ég veit ekki betur en Spánn, Portúgal, Ítalía, Grikkland og Írland séu öll með Evru. Engu að síður er allt í hvínandi vandræðum efnahagslega í þessum löndum. Á Spáni er t.d. um 20% atvinnuleysi. Evran er engin trygging fyrir jafnvægi og stöðugleika ef heimavinnan er ekki unnin. Af hverju Svíþjóð og Danmörk hafi haldið sinni mynt? Ætli það sé vegna sérvisku eða ætli þau sjái fram á að það gefi þeim færi á að hafa eitt stýritæki virkt ef nauðsyn krefur? Ég veit það að Finnar dauðöfunda Svíana yfir því að hafa haldið krónunni og hafa þannig möguleika á að bæta samkeppnisstöðu útflutningsgreina og dregið á þann hátt úr atvinnuleysi svo dæmi sé nefnt.
Auðvitað er krónan mjög lítill gjaldmiðill og hefur þar af leiðandi marga veikleika en skipting um gjaldmiðil ein og sér er engin lausn ef fleira hangir ekki á spýtunni. Forystumenn ASÍ hafa látið nokkuð að sér kveða í þessari umræðu og haldið þeirri skoðun fram að skipta beri um gjaldmiðil. Equador hefur verið nefnt sem dæmi um land sem hafi tekið upp USA dolla rog gefist vel. Nú þekki ég ekkert til mála í Equador en ég gogglaði landið. Equador er olíuríki og olía er helsti útflutningsatvinnuvegur landsins. Þar var atvinnuleysi 15-17%. Underemployment er 45-50%. Mér finnast þessar staðreyndir ekki alveg passa við íslenskan veruleika.
Krónan hefur kosti og galla. Gallarnir eru óstöðugleiki og að hún er ekki gjaldgeng á erlendum fjármálamörkuðum. Hún kostar. Kosturinn er m.a. sveigjanleikinn. Það er alveg á hreinu að ef við hefðum haft evru eða USD þá væri atvinnuleysi hér miklu hærra en það er í dag. Ætli það væri ekki nær 15%. Spyrja má hvers vegna? Jú, fiskútflutningur hefur styrkt stöðu sína á erlendum mörkuðum eftir hrunið og staða sjávarútvegs hefur styrkst. Staða ferðamannaiðnaðarins hefur styrkst verulega. Staða annarra útflutningsatvinnugreina hefur styrkst. Þetta með meiru hefur meðal annars haft þau áhrif að fleiri hafa vinnu en ella væri.
Baltnesku löndin voru nefnd í Silfri Eglis á sunnudaginn sem dæmi um lönd sem hefðu lægra vaxtastig en Ísland og það var þakkað tengingu við evruna. Mér fannst vanta svör við nokkrum spurningum í þeirri umræðu. Sem dæmi má spyrja hvernig hefur kaupmáttur þróast í Baltnesku löndunum annars vegar á árinum 1998-2010 og á Íslandi hin svegar? Hvernig er atvinnuleysið? hvern ig er lífeyriskerfið. Það má ekki gleyma því að það er lögskylda að miða við 3,5% raunávöxtun hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Að lokum má spyrja hvort flytja fleiri til Íslands frá Balnesku löndunum eða frá Íslandi til þeirra?
Newfoundland, Prince Edward Island og Nova Scotia eru lönd sem við ættum að hafa í huga. Þetta eru lönd sem eru við austurströnd Kanada. Í hverju þeirra búa um 500 - 700 þúsund manns. Þau voru öll sjálfstæð ríki en misstu efnahagslegt og síðan formlegt sjálfstæði á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Eftir það eru þau jaðarhéröð innan Kanada. Það sem olli því að þau misstu sjálfstæði sitt voru meðal annars eftirfarandi þrjú atriði: Landbúnaðarafurðir voru að mestu leyti fluttar inn og því voru þessar þjóðir ekki sjálfbjarga um matvæli. Skipaflotinn var kominn í eigu erlendra aðila og að síðustu höfðu þau tekið upp annan gjaldmiðil. Þannig stóðust þau ekki íslendingum snúning á alþjóðlegum fiskmörkuðum. Því hrundu útflutningstekjur. Það má vel vera að það hafi fleiri faktorar komið til en alla vega er rétt fyrir okkur að skoða það vel hvað þarna gerðist. Staðreynd er að það misstu þrjú smáríki sjálfstæði sitt. Það getur endurtekið sig.
Það er frekar þungt að hlaupa í snjónum. Í góðu veðri er það þó allt í lagi og bara ágætt. Það er erfiðara og tekur meira í. Ég er að trappa mig upp smátt og smátt. Stefni að því að vera kominn á fullt sving í mars. Löppin er orðin ágæt. Ég þarf að sinna teygjum betur en ég hef gert til að liðka mig upp.
miðvikudagur, janúar 11, 2012
Nokkur umræða hefur spunnist um valið á íþróttamanni ársins. Ég man ekki til þess að sá íþróttamaður sem kosinn er íþróttamaður ársins hafi ekki verið landsliðsmaður. Nú skil ég Heiðar Helguson vel að taka ekki áhættuna á því á síðustu árum ferils síns að taka ekki áhættuna á því að meiða sig í leikjum sem oft hafa verið leiknir gegn þjóðum sem eru ekki ákaflega hátt skrifaðar. Síðan finnst mér það alveg vera spurning hvort það að standa sig vel með liði sem er á botninum í ensku úrvalsdeildinni eða í B deildinni bresku sé svo stórbrotið afrek að ekkert hafi verið unnið betra af íslendingi á síðasta ári. Það var t.d. afskaplega óheppileg umræða sem fór af stað í sumar að Annie Mist, hemsmeistari í Cross Fitt, skuli ekki hafa verið gjaldgeng í kjöri til íþróttamanns ársins. Það var greinilegt að Magnús Scheving var gleymdur. Þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins eftir að hafa orðið heimsmeistari í þolfimi, sem var mikið afrek, þá dugði það að hann væri meðlimur í fimleikafélagi. Annie Mist er meðlimur í lyftingadeild Ármanns og var sem slík kosin lyftingakona ársins. Hún byggði því á nákvæmlega sömu forsendum og Magnús. Það má spyrja sig hvers vegna hvers vegna leikmenn í sænska fótboltanum eða körfuboltanum eru metnir hærra en Aron Pálmarsson, sem spilaði með besta handboltaliði í heimi í fyrra. Kiel vann alla tila sem hægt var að vinna. Þegar Eiður Smári var á mála hjá Barcelona þá var það metið svo stórkostlegt að enginn annar kom til greina sem íþróttamaður ársins. Þó var nú tæpast hægt að segja að spil Barcelona snerist í kringum Eið. Aron spilar hins vegar það ég best veit sem leikstjórnandi hjá Kiel. Áhrifin af dvölinni hjá Barcelona höfðu síðan þau langtímaáhrif að þau dugðu Eið meir að segja til að vera kosinn annar besti íþróttamaður landsins þegar hann sat á tréverkinu hjá Monaco og spilaði lítið sem ekkert.
Kári Steinn maraþonhlaupari var í 7. eða 8. Að mínu mati var það mikið afrek að hlaupa inn á Ólympíuleikana í sínu fyrsta maraþonhlaupi. Það er miklu meira afrek en flestir geta ímyndað sér. Það er miklu meira afrek að ná þessum árangri í sínu fyrsta hlaupi en ef hann hefði náð þessu takmarki eftir að hafa verið að hlaupa maraþon árum saman. Þótt Kári Steinn hafi náð Ólympíulágmarki með hlaupi sínu í Berlín þá er hann engu að síður í um 900 sæti á heimslista. Það kemur fram á afrekaskrá kvenna í spjótkasti hve útbreiðsla þess er lítil utan Evrópu. Ásdís Hjálmsdóttir er í 28. sæti á Evrópulista en í 41 sæti á heimslista. Hún kastaði rétt yfir Ólympíulágmarkið í fyrra. Það eru sem sagt einungis ca 13 spjótkastarar utan Evrópu sem hafa kastað lengra en Ólympíulágmark. Þannig er þetta allt afstætt.
Það er ánægjulegt að það hefur skapast óvenjumikil umræða um hvernig staðið er að íþróttamanni ársins. Það eru 22 karlar sem velja þennan einstakling. Þar af vinnur um helmingurinn á Stöð 2. Grínmyndir hafa verið teiknaðar af félagsskapnum með fótbolta í höfuðstað sem tilvísun til hve þeir eru boltasæknir. Farið er að tala um hve fáar konur hafa verið valdar íþróttamaður ársins á liðnum áratugum. Það er gott og blessað. Vitaskuld vill maður ekki að karl eða kona verði valin eingöngu vegna kynferðis. Það er hins vegar full ástæða til að skoða samsetningu þess hóps sem útnefnir einstaklinginn og leggjast yfir hvort ekki sé til einhver aðferð betri.
Ég er farinn að hlaupa inni í World Class. Þau Björn og Dísa styðja við bakið á mér með því að leyfa mér að æfa án greiðslu. Þeim bera þakkir fyrir það. Það er mikil munur að geta skroppið þangað inn þegar færð og verður eins og verið hefur undanfarnar vikur.