Tók 16 km með Vinum Gullu í gærmorgun. Það var ekki lengra því maður vill ekki vera búinn að ofkeyra sig fyrir næstu helgi. Það er allt að smella saman. Stebbi kom með mér eftir hádegi og við löbbuðum hringinn í Nauthólsvíkinni og mældum og merktum. Hringurinn er 2339 metrar. Þá vitum við það. Jói er búinn að láta útbúa húfur og þær eru mættar í hús. Hver þátttakandi fær húfu félagsins. Gísli aðalritari hringdi í morgun. Hann er að jafna sig eftir utanlandsferðina en verður líklega ekki hlaupafær um helgina vegna orkuskorts. Hann ætlar að græja verðlaunapeningum. Hann taldi sig hafa frest fram á miðvikudag til að skila inn fjöldanum. Þá geta menn skráð sig fram að þeim tíma. Kannski höfum við þá aðeins fleiri ef einhverjir stökkva til á síðustu stundu. Það er náttúrulega ekkert mál því menn geta hvílt sig á leiðinni, labbað eða sest niður. Það sem upp úr stendur er hvað langt er farið á sex klukkutímum.
Það var ekki gaman í leikslok í Víkinni í gær. Víkingar yfirspiluðu KR í fyrri hálfleik en inn fór boltinn ekki, meir að segja víti fór í utanverða stöngina. Í seinni hálfleik hresstust KR ingar og það fór sem maður óttaðist, þegar tvær mínútur voru eftir þá potuðu þeir inn marki. Í annað skipti í sumar á móti KR og í fjórða skipti samtals. Í stað þess að hafa sitt allt á hreinu er liðið í fallbaráttu. Það verða að koma stig úr síðustu tveimur leikjunum. Það er ekkert öðruvísi. Liðið hefur þetta í sínum höndum.
Hilmar og Guðmundur Magni kláruðu Árósa 100 km í gær. Glæsilegt hjá þeim.
Myndin "The Falling Man" í sjónvarpinu í gærkvöldu tók mann heljartökum og lét ekki laust fyrr en yfir lauk.
mánudagur, september 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það verður lítið mál að bæta við peningum, Gunnlaugur. Ég lagði inn pöntun á bikurum og medalíum og þetta verður allt tilbúið á föstudaginn síðdegis. Ég kem með þetta að Nauthól hvað sem tautar og raular.
Ritarinn
Skrifa ummæli