Það er mikið rætt um löng hlaup og lengri hlaup. Það er mjög fínt. Ég hef trú á að það fjöldi verulega í 100 km félaginu á næstu árum. Það eru margir til kallaðir. Pétur Franzson var að velta fyrir sér leið fyrir 100 km. hlaup hérlendis þegar ég hitti hann í haustmaraþoninu. Í fyrra mældu einhverjir góðir menn út 100 km hlaupaleið á Suðurlandi. Ég held að leiðin hafi legið um allar lágsveitir Suðurlands. Ég er á þeirri skoðun að það þurfi að hafa hlaupið eins einfalt og hægt er í upphafi. Þegar mönnum vex ásmegin er hægt að færa út kvíarnar. Það er dáltíð fyrirtæki að manna drykkjarstöðvar á 100 km þar sem hver drykkjarstöð nýtist bara einu sinni. Ég vissi að þeir sem stóðu fyrir Borgundarhólmshlaupinu gáfust upp á því eftir árið 2004 en þá tóku aðrir við svo það félli ekki niður. Hlaupið í Odense er mjög einfalt. Þar eru hlaupnir tíu hringir og einungis tvær drykkjarstöðvar. Getur ekki verið einfaldara. Ég hef verið að velta fyrir mér hvar svona hlaupaleið er að finna því hún verður að vera nokkuð slétt. Svo fékk ég hugmyndina. Það er náttúrulega gamlárshlaupsleiðin. Hringurinn eins og hann er í dag er aðeins lengri en tíu km þannig að annaðhvort mætti leita leiða til að rúnna hann af eða hafa fyrsta hringinn styttri þannig að startið yrði ekki þar sem markið væri. Þetta er útfærsluatriði. Það yrði drykkjarstöð í miðbænum við ráðhúsið og síðan úti á Seltjarnarnesi. Eins einfalt og hægt væri. Það er umferð á stígunum þannig að það væri áhorf, alla vega um miðbik hlaupsins. Hámarkstími hlaupsins ætti að vera 13 klst. Þessu er varpað hér fram til skoðunar og íhugunar.
Feministarnir eru komnir á kreik og þá stendur ekki á fréttamönnum sjónvarpsins að stökkva til. Hinu yfirvofandi og dramatíska hungurverkfalli við Skólavörðustíginn hafði verið aflýst áður en það hófst sem betur fer fyrir glæpamennina en því miður fyrir fréttamenn því þar hefðu þeir getað spunnið þráðinn og fyllt hvern fréttatímann á fætur öðrum. Nú er listaverk á ferð í borginni. Bleikmálaðir 100 krónu peningar sem eru kallaðir hundraðkellingar. Frétt og viðtal við listakonuna. Nema hvað.
Nú er það eðlilegt að tungumál þróist með breyttum tímum. Slíkt gerist alltaf en hérlendis hafa menn reynt að stýra þróuninni dálítið. Vafalaust er það umdeilanlegt eins og allt annað. Mér finnst á hinn bóginn vera allt annað mál þegar pólitískir bókstafstrúarmenn eru farnir að reyna að breyta tungumálinu eftir eigin viðhorfum. Nöfn á ýmsum hlutum s.s. verkfærum hafa hafa verið kynjatengd gegnum tíðina. Ég veit ekki hvort það hallist á milli kynja. Það er til járnkall og sleggja. Hvortveggja harðneskjuleg járnverkfæri. Skófla og lykill. Hlaupastelpa er til. Gjaldmiðillinn heitir króna. Það er kvenkyns nafnorð. Eiga karlmenn að heimta að gjaldmiðillinn heiti króni?
þriðjudagur, október 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég hef mikið velt fyrir mér hagstæðri leið og þá helst leið sem er eins og 8 í laginu með drykkjarstöð í miðjunni, tíu km löng.
Hitt er annað mál hvar svona leið er að finna.
Ritarinn
Skrifa ummæli