mánudagur, október 08, 2007

Fór að hlaupa í gær með Vinum Gulli í góða veðrinu. Allt í fínu með fæturnar. Fórum samtals um 20 km. Stoppuðum út í Nauthól hjá Geðhlaupinu þar sem það var að byrja. Mættum hlaupurunum á leiðinni til baka. Held að Jósep hafi unnið það örugglega og trúi að Sigurjón hafi orðið í öðru sæti því hann var orðinn mjög einbeittur á svipinn þegar við mættum honum hjá Fossvogsskólanum.

Nú þarf að setja upp prógram fyrir veturinn. Lyftingar, innihlaup, útihlaup og hjólreiðar. Brekkuæfingum verður sinnt sérstaklega. Ég hafði samband við Kim Rasmussen í vikunni og meldaði mig úr 48 tíma hlaupinu. 24 tíma hlaupið verður að duga í vor því ég vil ekki hætta á að vera það lengi að jafna mig eftir 48 tíma hlaup að maður missi langan tíma úr æfingum fyrir haustið. Einnig verður að passa andlega þáttinn. Hluti af þessu er að byggja upp mikla löngun og sterkan vilja til að klára erfitt hlaup. Ef maður er að vasast í of mörgum nýjum áföngum er hætta á að maður verði saddur og taki ekki allt út úr skrokknum sem í honum býr.

Það hefur verið heitt í Chicago í gær. Þó ekki eins heitt og hjá okkur í Grikklandi en sama er, þetta er gríðarlegur hiti. Munurinn er kannski sá að þarna er mikill fjöldi fólks sem er bæði óvanur að hlaupa maraþon og þar til viðbótar óvanur að takast á við svona hita. Það er náttúrulega svakalegt ef vatnið er búið á drykkjarstöðvunum og allt fer í steik. Það þarf gríðarlegan viðbúnað til að halda utan um þetta allt saman í svona hita. Chicago maraþonið er eitt af þeim fimm stóru sem maður á eftir að taka. Hin eru Berlín og New York.

Engin ummæli: