Ágætur aðalfundur hjá maraþonfélaginu í gærkvöldi. Fór yfir þátttökuna í Spartathlon í máli og myndum. Gott að fá tækifæri til að deila þessari upplifum með fleirum. Reynslan á örugglega eftir að nýtast öðrum íslendingum þótt síðar verði. Haustmaraþonið var í morgun og er ekki búið þegar þetta er skrifað. Ég hætti eftir hálft. Fór of hratt út og þegar maður er orðinn álíka þreyttur eftir hálft maraþon eins og vanalega eftir 30 - 35 km þá er eins gott að pilla sig heim. Ég hafði ekki geð í mér til að fara seinni hlutann og ganga hann að stórum hluta til. Þetta kom mér ekki á óvart. Ég hef ekki hlaupið mikið undanfarið, hafi ekki sannfæringu fyrir að ég ætti að taka þátt í hlaupinu og bjó mig ekkert undir það orkulega séð. Hroki hefnir sín yfirleitt. Maður á að bera virðingu fyrir maraþoni.
Það er athyglisvert og um leið dálítið óhuggulegt að fylgjast með því hvernig ákveðinn hópur hefur gengið af göflunum yfir því að bókin um 10 litla negrastráka var endurút gefin. Það er náttúrulega sama syrpan eins og vanalega, fréttir, viðtöl, fréttaskýringaþættir og síðan dugði ekki meinna en málstofa í alþjóðahúsinu um málið. Sem betur fer voru ekki allir sammála þar um að bannfæra bókina eftir því sem hægt er að skilja á frásögnum þaðan. Síðan er bloggheimurinn kapítuli út af fyrir sig. ef einhevr vogar sér að andmæla hreintunguliðinu þá er hann umsvifalaust bannfærður og stimlaður sem rasisti um leið. Þannig er nú allt umburðarlyndið hjá fjölmenningarhlutanum. Ég þekki að persónulega að ef maður vogar sér að draga í efa að hömlulaus innflutningur ákveðinna hópa til landsins sé samfélaginu til bóta að þá er maður umsvifalaust stimplaður rasisti.
Að mínu mati er það grundvallarstriði að ekki verði látið undan þessum háværa minnihluta sem vill bannfæra bókina um 10 litla negrastráka og aðrar álíka og koma þeim út úr stofnunum og bókabúðum. Ef að það gerist hvað kemur þá næst? Hvar eru mörkin? Á að hreinsa út allar aðrar bækur sem hreinstefnufólk getur lesið út allskonar fordóma og niðurlægjandi umfjöllun um einhverja þjóðfélagshópa. Það er alveg á hreinu að hávaðaliðið munu aldrei stoppa ef að það nær árangri á einhverju sviði. Ég læt hjá liggja nú að telja upp bækur sem ég get búist við að standi höllum fæti því ég sé að það er víða verið að telja þær upp. Vafalaust er stærstur hluti þeirra bóka sem maður las sem krakki og unglingur vafasamur á einn eða annan hátt. Ég bakka ekki með það að mér finnast indíánabækurnar vera þær tegundir bóka sem eru einna helst fullar af kynþáttafordómum.
Fréttamat fjölmiðla er oft skrítið. Mogginn birti t.d. tvær fréttir sama daginn um eitthvað fólk á Húsavík sem var byrjað að vera saman. Aðra á baksíðu og hina á fréttasíðu inni í blaðinu. Hvað með það? Hvaða frétt er það, hvað þá að það þurfi að fjalla um það á tveim stöðum í sama blaðinu. Hefur fólk aldrei byrjað að vera saman á Íslandi fyrr? Ástæða fyrir þessum mikla áhuga Moggans á þessu er vafalaust sú að parið var erlent og af sitthvoru þjóðerninu. Sama er hvað er svo merkilegt við þetta? Að mínu mati heitir þetta að snobba fyrir fólki sem er af erlendu bergi brotið og finnast það sem því við kemur vera mjög merkilegt enda þótt samskonar hlutir séu ekki fréttnæmir hjá venjulegum innfæddum íslendingum. Séð og Heyrt hefur séð um að skýra frá því þegar fólk sem tilheyrir ákveðnum samfélagshóp hleypur sundur og saman. Það á að nægja í þessu efni. Þetta er nákvæmlega sama þróun í fréttaflutningi eins og ég hef séð að átti sér stað í Svíþjóð á sjöunda áratugnum. Þegar innflutningur fólks af erlendum toga til landsins byrjaði af alvöru á þeim tíma þá varð allt óskaplega fréttnæmt sem að því sneri. Það áttí síðan eftir að snúast heldur betur við i andhverfu sína. Væri það talin frétt af Mogganum ef Siggi frá Patró og Birna frá Ísafirði hefðu byrjað saman á balli á Húsavík? Ég held ekki.
Í sama blaði Moggans var skýrt frá hinu magnaða afreki Ásgeirs Jónssonar þegar hann gekk á Carstens Pyramid í Indónesíu. Vinnsla blaðamannsins á fréttinni var bæði ruglingsleg og hroðvirknisleg og greinilegt að hann hafði ekkert lagt í fréttina heldur hent texta á blað með eins lítilli fyrirhöfn og mögulegt var. Ekki var minnst á í fréttinni að ÁJ var fyrsti Íslendingur sem náði að ganga á fjallið, ekki var minnst á að það er svo erfitt að komast að fjallinu að annað fjall í Eyjaálfu hefur fengið formlegan sess sem eitt af Seven Summits vegna þessa, ekki var minnst á að Haraldur Örn, okkar fremsti fjallgöngumaður, hefur ekki komist á fjallið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þannig mætti áfram telja. Þetta afrek Ásgeirs var greinilega miklu minni atburður í augum blaðsins þennan daginn heldur en að eitthvað ágætisfólk á Húsavík var farið að draga sig saman.
Umfjöllun Fréttablaðsins um afrek ÁJ var miklu betri enda skrifuð af blaðamanni sem hefur til að skipa bæði þekkingu og áhuga á viðfangsefninu.
laugardagur, október 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli