Það hefur margt verið rætt og ritað eftir hneykslið í Lictenstein þegar landsliðið í knattspyrnu steinlá þar á dögunum. Það er náttúrulega ljóst að þjálfarinn veldur ekki hlutverki sínu og er búið að vera ljóst nokkuð lengi. Það er með ólíkindum að sjá hvað menn sem spila á fullu í góðum liðum verða eins og kjúklingar þegar þeir stíga út á völlinn með landsliðinu. Þarna hlýtur eitthvað mikið að vera að. Ég get ekki varist þeirri hugsun að þa eigi ekki einungis að horfa á hlut þjálfarans í þessu dæmi heldur ætti einnig að skoða fyrirliðann, Eið Smára. Mér finnst hann vera latur í þeim leikjum sem ég hef séð þar sem hann spilar. Í öðru lagi er hann ekki að spila knattspyrnu og hefur ekki gert af viti í tæpt ár. Bæði vegna meiðsla og einnig vegna þess að hann kemst ekki í liðið í Barcelona. landsliðsþjálfari sem hefði bein í nefinu myndi ekki velja menn í liðið sem þurfa að verma bekkinn í félagsliðinu og fá ekki að spila. Það á að vera frumskilyrði fyrir þvi að vera gjaldgengur í landsliðið að menn spili að jafnaði. Sama hvort menn heita Eiður Smári eða eitthvað annað. Menn eiga ekki að nota landsliðið til að koma sér í leikæfingu fyrir félagsliðið. Í annan stað er ég orðinn efins um hve gagnlegur Eiður er fyrir landsliðið eða alla vega hvort hann sé látinn leika rétt hlutverk í því. Það á allt að fara í gegum hann og leikmenn haga sér eftir því. Það gerir andstæðingunum auðveldara fyrir. Er það tilviljun að þeir tveir leikir sem mann hafa gengið beinir í baki af leikvangi voru þeir leikir sem stórstjarnan var ekki með? Ég held ekki. Þá þurftu allir að treysta á sjálfan sig og vitaskuld eru margir í liðinu hörku fótboltamenn ef þeir fá að njóta sín. Það skal enginn segja mér að það séu einhverjir kjúklingar sem eru fastamenn í ensku úrvaldsdeildinni, spila í bestu liðum Svíþjóðar og eru búnir að stimpla sig inn í efstu deildina á Ítalíu. Ég held að það þurfi að ráða góðan erlendan þjálfara til að fá smá distans frá leikmönnum og KSÍ.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg með hvaða rökum Al Core voru veitt friðarverðlaun Nobels. Kennigar hans eru umdeildar og tengjast ekki svo séð verði frið í heiminum. Mér finnst að það hefði frekar átt að veita Michael Moore (eða hetir hann það ekki)sem hefur gert kontróversíal myndir um Bandaríska þjóðfélagið. Af hverju ekki?
Ég sá auglýsingu í kvöld í sjónvarpinu þar sem einhver karl segir að verðlag á Íslandi sé dýrt. Verðlag er ekki dýrt, vörur eru dýrar. Verðlag er hátt.
laugardagur, október 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll Gunnlaugur,
Ég er mjög ósammála þér varðandi færslu þína um landsliðið.
Þó að Eiður Smári sé látinn verma varamannabekkinn hjá Barcelona og skorti vissulega leikform er hann algjör lykilmaður í liðinu.
Í leiknum á móti Lichenstein er ekki hægt að kenna Eið Smára um endalaus upphlaup hjá Hermanni Hreiðarssyni sem skiluðu sér með mjög óskipulagðum varnarleik annarra leikmanna þar sem hann er lykillinn í skipulaginu þar, því Hermann ætlaði jú að vinna leikinn einn, eftir tiltal frá þjálfara í hálfleik hætti það.
Eiður Smári er "playmakerinn" í liðinu og á að spila framarlega á miðjunni og stjórna öllu spili liðsins, að sjálfsögðu gildir sú regla bara á móti liðum sem við þurfum að sækja á móti, t.d. Lichenstein og Lettland en ekki á móti liðum eins og Spáni og N-Írum þar sem við liggjum í vörn og fáum nokkrar skyndisóknir eða hornspyrnur vegna heppni.
Þetta er líka erfitt fyrir Eið, alveg sama hvernig formi hann er í, önnur lið vita að hann er okkar allra sterkasti leikmaður og þegar hann er kominn með boltann eru alltaf komnir tveir menn í bakið á honum, enda mundu flestir þjálfarar leggja upp með það. Það á hins vegar að vera tækifæri fyrir aðra leikmenn til að sýna sig ef allir liggja í Eið.
Eins og Eyjólfur sagði eftir leikinn gengur okkur alltaf vel að liggja í vörn og verjast sem heild, en þegar margir eru komnir framarlega eins og í seinustu tveim leikjum fer allt í lás, við erum einfaldlega ekki með nógu góða miðjumenn, né centera sem geta sprett upp völlinn og komið með öflugar fyrirgjafir.
Það sem vantar líka í þetta landslið er stöðugleiki, hann kemur ekki með því að skipta um landsliðsþjálfara í hvert skipti þar sem koma nokkrir slæmir leikir. Við erum jú nú að byrja að byggja upp nýtt lið þar sem okkar lykilmenn; Eiður, Hermann, Ívar og Brynjar eiga einungis nokkur ár eftir.
Það fer í taugarnar á mér þegar fólk segir að Eiður sér latur, fylgdist fólk ekki með honum hjá Chelsea?
Hann er ekki þannig leikmaður að hann sé sprettandi út um allan völl og í endalausum varnarleik, hann kann að staðsetja sig vel og kemur með góðar sendingar og getur skotið, það var það sem hann gerði á móti Lettlandi og átti hann nokkuð góð móment þar.
Ég er ekki vanur að svara nafnlausum kommentum en geri undantekningu hér vegna þess að landsliðið í fótbolta er til umræðu.
Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé einhver alvitringur í fótbolta en hef engu að síður mínar skoðanir. Vitaskuld hafa aðrir sínar skoðanir. Þannig gegnur þetta fyrir sig. Nokkrir punktar:
1. Ekki ætla ég að fara að gera lítið úr hæfilekum Eiðs eða þvi sem hann hefur gert gegnum tíðina en staðreynd er það engu að síður að hann hefur skki spilað heilan leik utan landsleikja síðan ég veit ekki hvenær. Ætli það fari ekki að slaga í heilt ár. Vitaskuld setur það sitt mark á hann að hann skuli ekki vera í leikæfingu. Menn eiga ekki að fá að nota landsleiki til að koma sér í leikæfingu.
2. Landsliði náði sínum tveimur bestu leikjum um langa hríð þegar Eiður var ekki með. Þá urðu leikmenn að treysta á sjálfan sig. Þetta er vísbending um að það sé ekki allt eins og það á að vera.
3. Í þeim landsleikjum sem ég hef horft á síðustu á hefur hann verið yfir yfirferðarlítill og þungur. Mörk hafði hann ekki skorað í sex hundruð og eitthvað mínútur þar til á móti Lettum. Það finnst mér ekki vera neitt sérstakt hjá manni sem er á mála hjá Barcelona og þar áður Chelsea. Fótbolti er að stærstum hluta til barátta og þar má enginn skerast úr leik. Hvort hann er latur eða ekki skal ég ekki segja til um en það liggur í augum uppi að það er ekki sama flugið á honum eins og þegar hann og Jimmy Floyd sópuðu inn mörkum hjá Chelsea. Það er hins vegar í þátíð, nútíðin er ósköp einfaldlega allt önnur og lakari.
4. Eiður Smári á ekki að vera undanþeginn gagnrýni frekar en aðrir sem tengjast landsliðinu ef staða þess gefur tilefni til. Mér sýnist hún ekki vera neitt til að hrópa húrra fyrir.
Skrifa ummæli