Ég hitti áhugaverðan mann í morgunmatnum eitt sinn í Grikklandsferðinni. Lágvaxinn og grannur var hann og talaði ensku sem ég átti í erfiðleikum með að skilja. Smám saman kom í ljós að þetta var merkilegur maður. Ekki bara fyrir það að hann kláraði hlaupið með fyrstu mönnum, varð í 9. sæti á rúmum 29 klst, heldur fyrir að hann er mjög mikill spökulant í öllu sem viðkemur mataræði langhlaupara. Hann er um fimmtugt og sagðist hafa verið nær 11 ár að finna út þá formúlu sem passaði honum í keppnum. Hann tekur alla fæðu í hlaupum inn í fljótandi formi því hann segir að föst fæða taki of mikla orku til sín. Drykkirnir verða að hafa sýrustig PH 8 eða að vera frekar basískir. Hann tekur inn ca 100 kaloríur á klukkutímann en aðra orku fær hann úr fitubrennslu. Hann er lágvaxinn og grannur, tæp sextíu kíló á þyngd, og segist hafa líkamsbyggingu sem sé kjörin fyrir langhlaupara. Léttur og sterkur. Þessi breti kemur frá Orkneyum og vinnur þar sem framkvæmdastjóri angórukanínubænda.
Það er ljóst að árangur í ultrahlaupum byggist ekki einvörðungu upp á stífum æfingum, mataræðið er einnig hluti af því að ná árangri. Líkaminn þarf prótein og kolvetni í ákveðnum hlutföllum sem eru vafalaust mismunandi milli einstaklinga. Með yfirlegu geta menn áttað sig smám saman á því hvað passar helst fyrir hvern og einn. Ég ætla að hafa asmband við William og fara nánar yfir reynslu hans í næringarmálum. Þess má eta að þessi magnaði maður fékk krabbamein fyrir tæpum tíu árum síðan en sigraðist á því eins og svo mörgu öðru. Hann hefur m.a. klárað Badwater sem er hið ultimata hlaup.
Heimasíðan hans er: www.williamsichel.co.uk
föstudagur, október 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Myndir
http://www.pbase.com/gtach/spartathlon2007
Skrifa ummæli