mánudagur, október 15, 2007

Scott Jurek, sigurvegari í Spartathlon tvö ár í röð, hefur ritað frásögn af hlaupinu í ár. Hún er mjög áhugaverð eins og gefur að skilja. Slóðin er þessi: http://www.scottjurek.com/blog/2007/10/11/my-2007-spartathlon-race-report/
Scott er mjög sympatiskur náungi fyrir utan að vera afburða íþróttamaður. Hann og konan hans sem fylgir honum í flest hlaup og er hans besti aðstoðarmaður eru afar indælt fólk sem eru mikils metin í hlauparaheiminum.

Talandi um fólk á faraldsfæti þá les ég stundum bloggsíðu þar sem Sonja og Jói, fólk sem ég þekki ekki neitt en veit að er til, lýsa ferð sinni um Indland, Pakistan, Nepal og víar um þarlendar slóðir. Jói er mjög góður ljósmyndari og því prýðir bloggsíðuna mikið magn frábærra mynda af þessum framandi slóðum. Ég ráðlegg þeim sem hafa gaman af því að skyggnast ínn í þennan framandi heim í máli og myndum að skoða þessa skemmtilegu bloggsíðu. Það ég best veit er Jói þessi barnabarn Bjarna heitins og Rögnu í Hvestu í Arnarfirði. Myndrænt umhverfi í Arnarfirðinum hefur greinilega skilið eftir spor í piltinum. Slóðin er: http://sonjaogjoi.blogspot.com/

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að setja þessa slóð þeirra Sonju og Jóa inn á vefinn. ég er kona út í bæ sem kíki stundum inn á bloggið þitt og hef óbilandi ferðaáhuga.
kveðja Guðrún Helga

Nafnlaus sagði...

Já ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu hár Scott Jurek væri fyrr en hann labbaði framhjá mér í Chamonix. Hann hlýtur að vera nálægt 2 metrum.

Nafnlaus sagði...

Scott Jurek er svona 1.90 - 195 á hæð. Sú japanska er mjög smávaxin.