fimmtudagur, október 11, 2007

Ég hef verið að skoða heimasíðu Orkneyingsins William Sichel. Þar kennir ýmissa grasa eins og við var að búast. Meðal annars er það linkur á bók eftir hlauparann Gordon Piere sem var uppi um miðja síðustu öld. Þar kennir ýmissa grasa. Bókin heitir "Runinng fast and injury free". Áhugaverður titill. Hann heldur því meðal annars fram að maður eigi sem minnst að láta hælinn koma niður á hlaupum heldur að koma niður í skrefinu á jarkann og tábergið því þar sé fjöðrunin meiri. Halla sér fram án þess þó að vera álútur. Þannig minnki maður álagið á fæturna og beinagrindina og dragi úr meiðslahættu. Þetta er svona áþekkt Chi Running aðferðinni sem ég las um í fyrra og hefur gefist mér vel. Þetta er allrar athygli vert.
Slóðin er http://www.williamsichel.co.uk/documents/Running_Fast_and_Injury_Free.pdf fyrir þá sem hafa áhuga.

Rakst á skemmtilega frásögn eftir danann Henrik Schriver sem var með mér í herbergi í Aþenu eftir að við komum frá Spörtu. Hann kemur frá Árósum eins og félagar hans tveir sem tóku einnig þátt í hlaupinu. Enginn þeirra kláraði. Þeir haa jafnvel átt í meiri vandræðum með magann en ég og þótti mér þó nóg um. Tveir fóru kringum 90 km en Henrik fór um 160 km. Tilvalið að fríska upp dönskuna með því að lesa þessa frásögn. Hún er hér:

http://kuul.dk/pdf/droemmen%20lever%20stadig.PDF

Engin ummæli: