Ég fór upp í N1 búðina uppi á Höfða í dag (gamla Bílanaust búðin)og var að kaupa legur í jeppann. Þar sá ég að félagi Jói hafði (að öllum likindum) sett sín spor á stefnu búðarinnar. Þar var Garmin 305 til sölu á tæpar 17.000 kr í safnkortatilboðsrekkkanum. Ég sló mér náttúrulega á kvikindið því hann stendur Timex úrinu mínu langt framar að sumu leiti. Þessi tæki hafa verið á tæp 30.000 kr til þessa þannig að þarna er um fínan prís að ræða.
Sólstöðuhlaupið verður haldið á laugardaginn. Það hefur verið hlaupið nokkuð oft en því miður fallið niður síðustu árin. Lagt verður aqf stað frá Vesturbæjarlauginni kl. 11.21 og komið til baka kl. 15.30. Farin verður gamla haustmaraþonleiðin inn Fossvogsdal, upp Elliðaárdalinn og öfugan Poweratehring að Árbæjarlauginni. Þaðan yfir í Grafarvog og inn fyrir golfvöllinn og síðan með ströndinni, upp listaverkahæðina og síðan í gegnum Grafarvoginn og vestur Fossvoginn og að lauginni aftur.
Það er ánægjulegt að sjá pirringinn sem er orðinn hjá fjölda manns, bæði konum og körlum, út í framverði feministafélagsins. Síðasta útspilið er birting svokallaðra jólakorta sem eru sett upp eins og börn hafi teiknað þau. Textinn á einu er eitthvað svo sem að "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga". Þarna er sett fram ótrúlega ruddaleg alhæfing á þann veg að allir karlar séu nauðgarar. Hvað ætli yrði sagt ef einhver skrifaði sem svo að allir xxxxverjar væru nauðgarar og því ætti að reka þá alla úr landi. Ég efa ekki að það væri flokkað undir rasisma og lögreglunni falið málið. Fyrrgreindur hópur feminista hefur komist ótrúlega langt með því að halda fram sömu fullyrðingunum dag út og dag inn með dyggri aðstoð fjölmiðla. Aldrei er spurt gagnrýninna spurninga út í málflutning þeirra heldur allt étið upp gagnrýnislaust. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég hef séð bandarískar rannsóknir sem sýna að 75% nauðgara eru karlar og 25% nauðgara eru konur. Af hverju á bara að tala um karla í þessu sambandi? Ég er ekki að draga úr því alvöru þess að karlar nauðgi en því má ekki tala um konur sem framkvæma sama verknað? Það styttist í að karlar verði að fara að skipuleggja sig til að standa vaktina gegn þessari karlahaturssíbylju sem tröllríður samfélaginu þessi misserin.
fimmtudagur, desember 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll Gunnlaugur
mikið er ég sammála þér varðandi þetta með Askasleiki, nauðgun, karla og femínistafélagið. Sérstaklega vel til fallið að heimfæra þetta upp á xxxverja, er ekki í vafa um að slíkt myndi valda miklu fjaðrafoki. Reyndar búinn að vera sammála mörgum punktum í þínum ágætu pistlum á síðunni, hafðu þökk fyrir góða pistla.
Til lukku með nýju græjuna. Hef einmitt verið að hugsa um svona tæki en næstum fyllist valkvíða þar sem svo margar týpur eru til af þessum GPS-um. Þakkir fyrir að benda á blurb.com alveg rosalega sniðug síða sem ég er alveg heillaður af, klárt hvað ég mun fást við um jólin.
Bestu kveðjur
Þorkell Logi
Takk fyrir þetta Þorkell. Maður heyrir víða þessa dagana að það séu margir búnir að fá alveg upp í kok af þessu rugli. Ég gat bara ekki annað en stokkið á Garminn í gær þegar ég sá hann á rúmlega hálfvirði. Hann er magnaður á margan hátt og virkar m.a. vel sem GPS tæki. Við notuðum svona tæki eingöngu á Grænlandi í sumar. Klikkuðum reyndar tvisvar á navigasjóninni en það var ekki tækinu að kenna. Blurbið er mjög skemmtilegt. Tilvalin leið til að gera myndirnar aftur sýnlegar. Ég sýndi bækurnar á jólafundi Fókus á þriðjudaginn og það voru allir mjög hrifnir af þessu. Gæðin fín, möguleikarnir miklir, verðið mjög hófstillt. Hvað vilja menn meir?
Bestu kveðjur upp á Skaga.
Mbk
Gulli
Skrifa ummæli