fimmtudagur, október 30, 2008

Óðinshani að skúnkast

Við bjuggum í Fossvognum frá 1989 til 1994 eða í Huldulandinu nánar til tekið. Rétt fyrir neðan var lítill fótboltavöllur. Þar var gjarna hópur áhugasamra krakka í fótbolta. Einn nágranna okkar var kröftug stelpa sem spilaði alltaf fótbolta með strákunum. Hún og Sveinn spiluðu oft saman á móti öðrum en Jói var settur í markið því hann var minnstur og yngstur (3ja til 4ra ára). Síðan stofnuðu þau fótboltafélagið Minkarnir (FC Minks). Stelpan var fyrirliði. Það fer svo sem ekki sögum af afrekum þessa félags í fotbolta en það lifir enn í minningu þeirra sem voru félagar í þeim ágæta klúbbi. Ekki veit ég hvernig nafnið var til komið nema það getur verið að það setið í strákunum að í sumarfríi norður í Eyjafirði sáum við einu sinni mink í fjörunni sem dansaði minkadans að sögn þeirra. Það var mjög merkilegur atburður sem var lengi í minnum hafður. Seinna óx félagsmönnum FC Minks ásmegin og nafninu var breytt í Risaeðlurnar. Síðan fluttum við norður og FC Minks / Risaeðlurnar lagði upp laupana. Þegar árin liðu sáum við að stelpan hafði haldið sínu striki í fótboltanum, gengið í Val og stefndi hátt. Hún fór ung að spila með meistaraflokki og var síðan valin í landsliðið. Það var gaman að sjá fyrrverandi fyrirliða Minkanna í landsleiknum í kvöld. Tvö mörk steinlágu og fínn leikur hjá henni eins og hjá landsliðinu öllu.
Glæsilegur árangur hjá landsliðinu og það verður vafalaust gaman að sjá þær spila við bestu lið Evrópu næsta sumar. Mér finnst þessi árangur fyrst og fremst bera þess merki að Ísland stendur mörgum Evrópskum löndum framar hvað snertir jafnréttismál kynjanna. Stelpur fá æfingaaðstöðu eins og strákarnir, þær fá góða þjálfara og það eru gerðar kröfur til þeirra eins og strákanna. Það skilar árangri.

Ég fór út í Bónus í kvöld á hjólinu. Þegar ég var að læsa hjólinu við grindverkið hjá stæðinu fyrir fatlaða renndi bíll í stæðið. Ég renndi augunum á bílinn og sá að það var ekkert P merki í framrúðunni. Eitthvað hefur konan sem steig út verið svolítið skömmustuleg því hún spurði formálalaust: "Ætlarðu nokkuð að skamma mig?" "Nei", sagði ég, "En mér finnst þetta vera dálítil frekja því það er nóg til af bílastæðum" og fór svo inn. Útundan mér sá ég að hún fór inn í bílinn og færði hann í annað stæði!!

Ég heyrði í kunningja mínum í dag. Hann vinnur í banka. Hann sagði mér að lánafulltrúarnir / ráðgjafarnir hefðu verið á bónusum fyrir að ná að koma út lánum. Ef þeim tókst að telja unglingum trú um að það væri mjög skynsamlegt að hafa yfirdrátt, þá hækkuðu launin þeirra. Ef þeim tókst að telja einhverjum trú um að það væri mjög skynsamlegt að kaupa sér nýjan bíl á allt að 100% erlendum lánum þá hækkuðu launin þeirra. Ef þeim tókst að telja einhverjum trú um að það væri mjög skynsamlegt fyrir ungt fólk að skuldsetja sig yfir haus í íbúðarkaupum þá hækkuðu launin þeirra. Ef þeim tókst að berja í gegn að einhverju byggingarfyrirtækinu væri veitt risalán til að byggja enn eina blokkina þá hækkuðu launin þeirra rosalega. Hann sagði að það hefði ekkert verið við þetta lið ráðið. Mest megnis voru þetta krakkavitleysingar nýkomnir út úr viðskiptafræðinni sem ætluðu sér að verða rík á svipstundu og héldu að peningar yrðu til í bönkunum. Er það furða að svona rugl gæti ekki gengið endalaust þegar það viðgekkst einnig hjá toppunum?

Nú er samkvæmt fréttum verið að skera bankastarfsmenn niður úr snörunni ef þeir hafa keypt hlutabréf í bankanum með lánum sem þau ráða ekki við svo að þeir geti unnið í bankanum áfram. Hvaða rugl er þetta? Ef að almenningur, sem snýtir rauðu þessa dagana og næstu misserin, fær svona lagað framan í sig þá verður allt endanlega vitlaust.

miðvikudagur, október 29, 2008

Frá Eyrarbakka

Kondis.no birtir í dag yfirlit um þátttöku norðmanna í klassískum ultrahlaupum. Það er í sjálfu sér erfitt að skilgreina hvað er klassískt ultrahlaup. Flestir eru sammála um að eftirtalin hlaup séu klassísk:

Comerades 87 - 89 km Suður Afríka
London - Brighton 86 - 89 km Bretland
Western States 160 km Kalifornía USA
Spartathlon 246 km Grikkland

Comerades er fjölmennasta ultrahlaup í heimi. Það var fyrst hlaupið árið 1921. London - Brighton er elsta ultrahlaup í heimi. Það varð til vegna veðmáls árið 1839. Frá og með árinu 1951 hefur það verið haldið árlega að mestu leyti.
Western States er fyrsta 100 mílna hlaupið sem varð til fyrir tilviljun og var fyrst hlaupið árið 1977.
Spartathlon er hámark ultrahlaupanna í heiminum. Það byggir á 2500 ára grískri sögu og var fyrst hlaupið árið 1983.

Fimm norðmenn hafa hlaupið London - Brighton. Einn Íslendingur hefur hlaupið þetta hlaup, Ágúst Kvaran.
Tíu norðmenn hafa hlaupið Comerades. Þrír íslendingar hafa hlaupið þetta hlaup, Eiður S. Aðalgeirsson tvisvar, Erla Bolladóttir og Ágúst Kvaran.
Fjórir norðmenn hafa hlaupið Western States. Undirritaður hljóp þetta hlaup árið 2005.
Sex norðmenn hafa hlaupið Spartathlon (þar af Eiolf sex sinnum). Undirritaður hljóp þetta hlaup í haust.
Tveir norðmenn hafa hlaupið tvenn þessara hlaupa (Geir Frykholm hefur lokið London - Brighton og Spartathlon og Eiolf Eivindsen hefur lokið Western States og Spartathlon). Við Ágúst höfum einnig hlaupið tvenn þessara hlaupa, Ágúst hefur hlaupið London - Brighton og Comerades og ég hef hlaupið Western States og Spartathlon. Gaman væri að klára þessa seríu, þau tvö erfiðustu eru að baki. Við erum fjórir norðurlandabúar sem höfum hlaupið Western States og Spartathlon. Kim Rasmussen Danmörku, Eiolf Eivindssen Noregi, Kjell Ove Skoglund Svíþjóð og undirritaður. Samkvæmt mínum bestu heimildum eru það innan við tuttugu manns (15 - 16) í heiminum sem hafa hlaupið bæði Western States og Spartathlon.

Sterling er farið á hausinn. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Það var svona hringrásarfyrirtæki. Svona er ferillinn:
1. Pálmi kaupir Sterling á 4 milljarða þegar danir töldu það gjaldþrota.
2. Pálmi selur Sterling til FL group á 15 milljarða. Veðhæfni eykst svo og lántökumöguleikar. Pálmi græðir vel á því að kaupa og selja.
3. FL group selur fyrirtækið á 20 milljarða til Northern Holdning sem er í eigu FL group, Pálma og Stoða. Veðhæfni eykst enn og hægt að taka enn meiri lán. FL group græðir vel á viðskiptunum.
4. Stering er selt til Pálma, kaupverð ekki gefið upp. Fyrirtækið komið á upphafsreit og fer á hausinn. Að sögn fyrst og fremst vegna þess hve íslendingar hafa slæmt orð á sér í viðskiptum erlendis.

Það væri gaman að vita hvaða banki lánaði peninga til að halda þessari mjólkurkú gangandi. Hún mjólkaði vel á meðan hún lifði.

Tveir lómar

þriðjudagur, október 28, 2008

Mér finnst töff hjá Færeyingum að stíga fram og lýsa því yfir að þeir séu reiðubúnir að lána okkur dálítinn slant. Bæði er þetta vinarbragð í neyð okkar en einnig að það er rétt hjá þeim að litli bróðir sé ekki dauður úr öllum æðum og geti stutt við þann stærri. Það væri gaman ef einhver myndi rifja það upp hvað við gerðum þegar Færeyingar áttu í sem mestum erfiðleikum. Var það kannski ekki svo mikið? Skulum heldur ekki gleyma því hvenig þeir brugðust við þegar snjófljóðin féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Þeir eru sannir höfðingjar.

Mér finnst að þeir sem fárast sem mest út af hækkun stýrivaxta skuldi okkur óbreyttum það að koma með annan valkost. Hvað er annað að gera í stöðunni? Ef stýrivextir hefðu ekki verið hækkaðir hefði krónan að öllum líkindum hrunið enn meir og þykir flestum nóg um. Krónan hefur fallið yfir 80% frá áramótum þegar tekið er mið af evru, dollar og jeni Ætli þeim sem skulda í erlendum gjaldmiðlum þyki ekki nóg um. Áhrif af hækkun stýrivaxta eru lengur að koma fram gagnvart þeim sem skulda i íslenskum krónunni. Menn mega ekki gleyma því að við eigum engan góðan valkost í stöðunni, einungis slæma. Þetta heitir að vera í kastþröng.

Það er ótrúlega gott að fara út að hlaupa í birtingu. Logn, heiðskýr himinn og kalt. Bara spurning um að klæða sig vel. Miklu betra en að hlaupa í miklum hita.

mánudagur, október 27, 2008

Ritugrey að hugsa

Ég horfði á viðtalið við Björgúlf Thor á Stöð 2 áfram. Nú veit maður ekkert um hver hefur rétt fyrir um atburðarásina helgina sem Landsbankinn var tekinn yfir. Björgúlfur segir eitt en Seðlabankinn annað. Úr þessu verður vafalaust hægt að skera með því að leita til forsvarsmanns enska fjármálaeftirlitsins sem átti að hafa verið ræstur út á sunnudegi. Hitt er rétt sem Björgúlfur segir að hann í fyrsta lagi auðgaðist erlendis eða nánar til tekið í Rússlandi. Í öðru lagi er það rétt að hann keypti Actavis fyrir um einu og hálfu ári síðan fyrir gríðarlega fjármuni og borgaði andvirðið út í evrum. Það veit ég því ág átti smá upphæð í Actavis (150 þúsund kall) og fékk það greitt á gengi dagsins inn í reikning í Landsbankanum. Þar lágu þessir peningar í rúmt ár og ávöxtuðu sig vel. Þetta er dálítið annað cv en Hannes Smárason hefur en það var einnig viðtal við hann á Stöð 2 í kvöld. Ég held að uppbygging á þjóðfélaginu sé betur komin án hans heldur en með hans atbeina. Þessum Hringrásarmönnum er hvergi treystandi þar sem peningar eru annars vegar.

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins fer mikinn á laugardaginn og fjasar um að "við" höfum gert hitt og "við" höfum gert þetta sem hafi leitt af sér að allt hafi farið á verri veg í þjóðfélaginu. Ég veit ekki hvaða "við" hann er að tala um sem meinta óráðsíupésa. Ég keyri um á 16 ára gömlum bíl og við eigum 13 ára gamlan tjaldvagn sem dugar bara ágætlega. Ég á góðar myndavélar með linsum en hins vegar engan flatskjá. Kannski hefur það hjálpað til við að setja landið á hausinn. Hins vegar hjöfum "við" ekki gleymt því að það tókst með naumindum að bjarga því fyrir góðu ári síðan að orkulindir Reykvíkinga væru færðar í hendur útrásarjöfranna og "við" höfum heldur ekki gleymt því hverjir fóru þar fremstir í flokki.

Eitt af því góða fólki sem maður hefur kynnst gegnum hlaupin eru hjónin Áslaug og Kári. Þau eru jafngömul mér. Kári er góður hlaupari og Áslaug vitaskuld líka. Mér tókst einu sinni að sigra hann í 10 k hlaupi en þá var hann hálf lasinn. Fyrir fjórum árum síðan tóku þau ákvörðun um að selja allt sitt, kaupa skútu og leggjast í víking. Síðan hafa þau siglt um heimsins höf meðal framandi þjóða, lært ný tungumál, kynnst framandi menningu og lent í ótal ævintýrum. Þau byrjuðu siglinguna við Mið Ameríku, héldu þaðan yfir Kyrrahaf til keyrrahafseyja, til Eyjaálfu og síðan austur á bóginn. Nú eru þau við Tæland. Slóðin á bloggið hjá þeim er hér til hægri handar á síðunni. Magnað þegar fólk söðlar svona algerlega um og kastar sér út í óvissuna. Það gerist ekkert nema að láta reyna á það.

Fyri helgina var kosið um forsetaembættið hjá ASÍ. Karl og kona voru í framboði. Karlinn var kosinn. Ekkert hefur heyrst í jafnréttissinnum eða feministum um að þarna hafi jafnréttisbaráttan fengið stórt bakslag þar sem launþegahreyfingin hafi misst af tækifæri til að kjósa konu í fyrsta sinn sem forseta samtakanna. Öðruvísi mér áður brá. Tek fram að ég hef enga skoðun á því hvor frambjóðandinn sé hæfari til embættisins. Það er ekki minn tebolli.

Sendlingur að sperra sig

HOW TO SUCCEED IN MODERN BUSINESS:
LESSONS FROM THE ICELANDIC VOYAGE

A speech
by
the President of Iceland
Ólafur Ragnar Grímsson
at the Walbrook Club
London
3rd May 2005
Distinguished business leaders
Representatives of the media
Ladies and Gentlemen

Recently, I have often found myself cornered at various functions, especially here in London, and pressured to explain how and why daring Icelandic entrepreneurs are succeeding where others hesitate or fail, to reveal the secret behind the success they have achieved.
It is of course tempting to let it remain a mystery, to allow the British business world to be perplexed. This mystery would give my Icelandic friends a clear advantage, a fascinating competitive edge – but when my friend Lord Polumbo asked me to speak on this subject at the distinguished Walbrook Club, I could not decline the challenge.
It is indeed an interesting question how our small nation has in recent years been able to win so many victories on the competitive British, European and global markets, especially because for centuries we were literally the poorest nation in Europe, a community of farmers and fishermen who saw Hull and Grimsby as the main focus of their attention, a nation that only a few decades ago desperately needed to extend its fishing limit in order to survive, first to 12 miles, then to 50 and finally to 200 miles. Each time Britain sent the Navy to stop us but each time we won - the only nation on earth to defeat the British Navy, not once but three times. With this unique track record, it is no wonder that young entrepreneurial Vikings have arrived in London full of confidence and ready to take on the world!
Yes, it is indeed a fascinating question, not just with respect to Iceland, but also because it throws light on some fundamental trends in modern business. It touches on the new nature of success, and why some fail where others triumph. Globalisation and information technology have given small states opportunities on a scale never witnessed before. Obstacles to their growth have largely been abolished and replaced by an open and wide field where talent, imagination and creativity determine what is harvested.
Innovations can now emerge from any direction; individual initiative can lay the foundation for companies which establish a global presence in a short time.
In recent years Iceland has shown how a small state can make an organised and successful response to globalisation and thus boost its own business success. Every company in our country now has a unique opportunity to profile itself. Indeed, new companies can now emerge into the global market regardless of where their home base is and soon have the whole world as their market region.
There is much to suggest that in the new economy, a small state can be a very profitable basis for business innovations because in a small state it is easy to see how different elements link up, how to establish cooperation between different fields, how to gain access to information and experience and grasp solutions to difficult tasks. A small state can serve as a kind of laboratory or research station in precisely those sectors that are increasingly coming to dominate the economy of our times.
Many examples can be cited to illustrate how our business leaders have managed to establish themselves on foreign markets. In previous decades we saw the success of our seafood marketing companies through their sales networks in Europe, the U.S.A. and Asia, and the remarkable achievements of our airline companies from the 1960s onwards when Loftleidir – now Icelandair – became the first low fare airline in the world, enabling the hippy generation to cross the Atlantic cheaply. These experiences provided an important training ground, but no one could have predicted the extraordinary success in recent years, a success which does indeed raise challenging questions about prevailing business strategies, theories and training in modern times. Let me mention a few success cases.
Baugur is indeed well known here in Britain, playing a major part in the retail sector, not only in London but also in Denmark and Sweden.
2
Avion Group, the specialised airline, is now the largest of its kind in the world. It recently opened its European headquarters in Crawley, close to London.
Actavis has become the fastest growing pharmaceutical company in the world, with production facilities in Bulgaria, Malta, Serbia, India and elsewhere.
Össur, the largest prosthetics company in the world, was created by an unknown Icelander who worked on his innovations in small rooms in the oldest part of Reykjavik.
Kaupthing Bank, which only six years ago opened the first branch of an Icelandic bank abroad, is now among the largest financial institutions in the Nordic countries, with operations in Europe and America.
Bakkavör, which a decade ago started in a garage in my home municipality, is now the largest producer of fast food in Britain. It recently acquired Geest, so expanding the scope of its operations.
I could go on to mention many other examples: companies in transport and food processing, machinery and software production, telecommunications and other fields.
How has it been possible to achieve such success in so many different fields and in such a short time, in areas where we definitely had no prior competitive advantage, areas such as pharmaceuticals and prosthetics, banking and finance, retail and fashion – to name only a few.
Of course, many factors have contributed to the success of this voyage, but I am convinced that our business culture, our approach, our way of thinking and our behaviour patterns, rooted in our traditions and national identity, have played a crucial role. All of these are elements that challenge the prevailing theories taught in respected business schools and observed in practice by many of the big American and British corporations.
We are succeeding because we are different, and our track record should inspire the business establishment in other countries to re-examine their previous beliefs and the norms that they think will guarantee results.
The range of Icelandic success cases provides a fertile ground for a productive dialogue on how the modern business world is indeed changing.
Let me offer you a list of a dozen or so elements that I believe have been crucial to Iceland’s success story. I am not listing them in any particular order, but taken together, I am convinced that they amount to a
3
significiant framework of business success – a guide to the ground in which achievements are rooted.
First comes a strong work ethic. This is a heritage from the old society of farmers and fishermen, where necessity dictated that the fish catch had to be brought ashore and processed immediately when the boats came in to harbour and that hey had to be turned and collected when the weather was favourable. When Kaupthing Bank beat the other bidders for the Danish FIH Erhvervs Bank, the disappointed English representative returned to London and informed his boss that the Icelanders had won because, as he put it: “When we go home these guys are still working.”
Second, we tend to focus on the results rather than the process: to go straight to the task and do the job in the shortest time possible; to ask when it can be done rather than how.
Third, Icelanders are risk takers. They are daring and aggressive. Perhaps this is because they know that if they fail, they can always go back to Iceland where everyone can enjoy a good life in an open and secure society; the national fabric of our country provides a safety-net which enables our business leaders to take more risks than others tend to do.
Fourth, there is absence of bureaucracy in Iceland and a lack of tolerance for bureaucratic methods. Perhaps it is because there are so few of us that we have never really been able to afford extensive bureaucratic structures; when we encounter them, we prefer other means.
Fifth, there is a strong element of personal trust, almost in the classical sense of “my word is my bond.” This enables people to work together in an extraordinarily effective way because they are fostered in communities where everyone knows everyone else. This trust also contributes towards:
The sixth element. This is the formation of small groups of operators who work closely and strategically together, creating a fast-moving network of key decision makers who can close a deal quicker than those who are used to working within larger and more bureaucratic corporate structures.
Seventh, we have entrepreneurship – old-fashioned entrepreneurship where the boss himself or herself stands in the front line, taking responsibility, leading the team, giving the company a visible, personal face. This style of entrepreneurship breeds leaders who know they are responsible, aware that their initiative will make or break the deal. As an
4
Asian business executive once told me: "The reason why I like to do business with Icelanders is that the bosses themselves come to the table; they don’t hide behind an army of lawyers and accountants like they do in the big European and American companies".
Eighth on my list is the heritage of discovery and exploration, fostered by the medieval Viking sagas that have been told and retold to every Icelandic child. This is a tradition that gives honour to those who venture into unknown lands, who dare to journey to foreign fields, interpreting modern business ventures as an extension of the Viking spirit, applauding the successful entrepreneurs as heirs of this proud tradition.
Ninth is the importance of personal reputation. This is partly rooted in the medieval Edda poems which emphasise that our wealth might wither away but our reputation will stay with us forever. Every Icelandic entrepreneur knows that success or failure will reflect not only on his or her own reputation but also on the reputation of the nation. They therefore see themselves as representatives of a proud people and know that their performance will determine their reputation for decades or centuries to come.
Tenth, there is the fact that the Icelandic market, although small, has turned out to be an effective training ground because it is so competitive, perhaps more so than many other European markets; therefore what succeeds in Iceland is likely to succeed everywhere else.
Eleventh, because of how small the Icelandic nation is, we do not travel the world with an extra baggage of ulterior motives or big power interests rooted in military, financial or political strength. No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive.
Twelfth, the strong interaction which characterizes the Icelanders offers opportunities for people from different sectors to launch cooperative ventures without difficulties or major bureaucratic hindrances. The extensive knowledge that our business leaders have of the capabilities of others in different fields has made it easy for them to draw people into promising projects.
And finally, there is creativity, rooted in the old Icelandic culture which respected the talents of individuals who could compose poetry or tell stories, who were creative participants in companionship with others. These attitudes have been passed onto the business community, as is demonstrated by the Icelandic term used to describe a pioneer or an entrepreneur, – "athafnaskáld", which means literally “a poet of
5
6
enterprise”. Admiration for creative people has been transplanted from ancient times into the new global age, and originality has turned out to be a decisive resource in the global market.
Taken together, these thirteen elements have given the Icelandic business community a competitive edge, enabling us to win where others either failed or did not dare to enter. Our entrepreneurs have thus been able to move faster and more effectively, to be more original and more flexible, more reliable but also more daring than many others.
The track record that Icelandic business leaders have established is also an interesting standpoint from which to examine the validity of traditional business teaching, of the theories and practice fostered and followed by big corporations and business schools on both sides of the Atlantic. It enables us to discuss the emphasis on entrepreneurial versus structural training, on process versus results, on trust versus career competition, on creativity versus financial strength.
I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many. Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley. I formulated it with a little help from Hollywood movies: "You ain't seen nothing yet".

sunnudagur, október 26, 2008

Sperrtur lambhrútur

Fór niður í Laugar í morgun og hljóp 23 km á brettinu. Það gekk vel og leið bara fljótt. Ég hljóp akkúrat 23 km því þá náði ég 4000 km á árinu. Í fyrra fór ég rétt rúmlega 3000 km þannig að í ár er ég búinn að hlaupa rúmlega 30% meira en í fyrra sem var lengsta árið til þessa. Finn ekki fyrir þessari aukningu milli ára. Ég er núna um 10 kílóum léttari en fyrir tveim og hálfu ári síðan þegar ég breytti mataræðinu og um fjórum kg léttari en sl. vetur. Það er á hreinu að ef ég væri að burðast með þessa aukabyrði þá væri ýmislegt öðruvísi.

Í Laugum hlustaði ég á Útvarp Sögu eins og oftari. Þeir Sigurður G. og Guðmundur Ólafsson voru að spjalla eins og svo oft áður. Guðmundur fór yfir mjög athyglisverða hluti. Hann hafði verið að lesa greinar úr New Times, blaði sem gefið er út í St. petersburg í Rússlandi sem´er aðgengilegt á neitinu á ensku að hluta. Í New Times hefur nýlega verið fjallað um samskipti rússneskra fjármálamanna við Ísland. þar er meðal annars minnst á lög nr. 31/1999 sem fjölluðu um skráningu alþjóðlegra fjármálafyrirtækja á Íslandi. Mjög hagfellt, lágmarksskattar o.s.frv. fyrir svokölluð skúffufyrirtæki. Þegar Guðmundur ætlaði að skoða þennan lagabálk betur þá kom í ljós að hann hafði verið numinn úr gildi þann 1. jan. sl. Fjármálaráðuneytið vissi mjög lítið um þetta allt samaan. Í sama blaði frá St. Petersburg hefur komíð í ljós að rússneskir eignamenn töpuðu gríðarlegum fjárhæðum á falli Kaupþings. Þeir sögðu að það væri von á fleiri greinum í New Times um fjármálaleg samskipti rússneskra auðmanna og íslenskra banka á næstunni. Fróðlegt svo ekki sé meira sagt. Ég held að það sé hægt að ná af netinu texta enda þótt það virðist sem svo að búið sé að eyða honum. Þarf að finna út hvernig. Það verður fróðlegt að sjá hvort íslenskir fjölmiðlari fari að fjalla um þessi mál. Kemur í ljós hvort þeir hafa tíma til þess frá því að birta drottnignarviðtöl við eigendur sína s.s. Stöð 2 og Mogginn. Það fer ekki á milli mála hver á hvað.

Daginn eftir að Sigmar ræddi við forsætisráðherra í Kastljósi skrifaði maður norður í landi bréf til Páls útvarpsstjóra þar sem hann lýsti andúð sinni á framgöngu Sigmars í þættinum. Þetta var forsíðufrétt bæði á vísir.is og á mbl.is. Ekki er nú mikið að frétta fyrst það þykir svo merkilegt að einhevr maður sé óánægður með starfsmann sjónvarpsins að þess sé sérstaklega getið á mörgum vefmiðlum. Maður gæti skilið það ef hundruð eða þúsund hlustenda hefðu skrifað undir vandlætingarskjal en einn maður, common, hafa fréttamenn ekki annað að gera en að halda svona löguðu á lofti.
Ósköp var þetta kauðalegt að hafa tvo mótmælafundi hvorn á eftir öðrum í miðbæðnum á laugardaginn. Svona skipulagsleysi gerir ekkert annað en illt verra ef menn vilja mótmæla á annað borð sem er vafalaust ekki vanþörf á.

Steinn náði stórgóðum tíma í Frankfurt maraþon í gær. Hann hljóp á 2.45 sem er annar besti tími íslendings á árinu, aðeins einum og hálfum öðrum mánuði eftir að hann kláraði Ironman á 9.25. Ef Steinn myndi einbeita sér að maraþoni færi hann örugglega undir 2.30. Hann er alveg magnaður. Skyldi þetta afrek hans vera flokkað sem íþrótt af fjölmiðlum? Tæplega miðað við fyrri reynslu af fréttamati þeirra, en gæti verið flokkað undir fréttir af einkennilegu fólki.

laugardagur, október 25, 2008

Lundi að skammast

Kíkti áðan á viðtalið við viðskiptaráðherra í Kastljósinu í gærkvöldi. Ég verð að segja að það vakti fleiri spurningar en það svaraði. Auðvitað er það svo á tímum eins og þessum að það er ekki hægt að veita svör við öllu en sama er, sumt er nú bara hálfundarlegt. Ég skil Breta vel að þweir hafi viljað skoða málin aðeins betur þegar viðskiptaráðherra mætti til Englands í byrjun september (fyrir ca einum og hálfum mánuði síðan) til að liðka fyrir um að flytja Icesafe reikninga Landsbankans undir ábyrgð Bank of England. Vitaskuld vildu Bretar ekki bara fá kröfurnar fluttar yfir heldur einnig eignir sem tryggingu fyrir kröfunum ef illa færi. Það var ekki hægt því það myndi rýra veð fyrir kröfum á Íslandi það mikið að það gengi ekki upp. Þetta segir manni bara einn hlut, kröfurnar á bankann voru það miklar að hann stóð ekki undir þeim. Það hlýtur að vera ein af meginkröfum samfélagsins að fá á hreint hver leyfði það að Landsbankinn færi að bjóða hæstu vexti sem þekktust í Bretlandi á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda? Þetta er náttúrulega svo fatal gjörningur að það eru fá dæmi um slíkt ef nokkur, veðsetja heila þjóð upp fyrir haus án þess að hún hefði hugmynd um það. Þetta er svo svakalegt að maður er varla farinn að átta sig á þessu ennþá.
Í viðtalinu kemur fram hjá Viðskiptaráðherra að Seðlabankinn hafi getað staðið undir því áfalli ef einn bankinn færi á hausinn en það hafi enginn getað séð fyrir að þeir færu allir þrír. Ég man eftir því hér í den að eitt Appolo geimfar Bandaríkjanna lenti í vandræðum úti í geimnum. Eldsneytistankur sprakk. Vitaskuld var annar tankur á geimskipinu og hvor þeirra um sig átti að duga að fullu ef hinn færi. Þeir voru hins vegar staðsettir hlið við hlið þannig að þegar annar sprakk þá eyðilagði hann um leið hinn tankinn. Titanic var talið ósökkvandi vegna allra þeirra vatnsheldu skilrúma sem voru til staðar í skipinu. Hvert og eitt þeirra átti að geta haldið skipinu á floti. Þegar það sigldi síðan á ísjaka sem risti skipið upp eins og dósahnífur þá stóðust engar teoríur. Sama er með bankana. Eðlilegur hluti í áhættugreiningu er að gera úttekt á því hvaða áhrif mun það hafa á hina tvo ef einn fer á hausinn. Það liggur í augum uppi að hinir geta ekki starfað eins og ekkert hafi í skorist ef einn fer á hausinn. Hvaða álitshnekki munu þeir bíða o.s.frv?

Að lokum vil ég frábiðja mér orðaleppa eins og "ætli við berum að nokkru leyti ekki öll ábyrgð á þessu" þegar verið er að ræða um hver sé ábyrgur fyrir þeim ósköpum sem hafa gengið, eru að ganga yfir og munu ganga yfir þjóðina.

Fór út kl. 8 í morgun og fór 20 km. Ég var ekki undirbúinn að hlaupa maraþon og ég þurfti að vera kominn heim áður en hálfmaraþonið var búið hjá FM þannig að þetta var bara sólóhlaup í dag. Ætla að taka 23 km á morgun ef veðrið verður ok. Fyrstu menn voru á góðum tímum miðað við að það var frost í morgun. Steinn hleypur í Frankfurt á morgun. Spennandi að sjá hvernig honum gengur.

Látrabjarg, vestasti tangi Evrópu

föstudagur, október 24, 2008

Það er margt sem manni finnst skrítið þessa dagana. Það flögrar til dæmis að manni að það hafi ekki verið sest ákaflega mikið yfir útreikninga fyrr en Pétur Blöndal fer að reikna út hvað kröfur Breta og Hollendinga þýddu í raun og veru. Þá var eins og fjölmiðlar og stjórnmálamenn sæu í raun og veru hve óskaplegar fjárhæðir var verið að tala um. Það má vel vera að þetta sé rangt hjá manni en alla vega kemur þetta svona fyrir augu hjá venjulegum manni á götunni.
Manni kemur líka á óvart að íslensk stjórnvöld skuli svo seint sem í byrjun september hafa verið að reyna að koma Icesafe reikningum Landsbankans undir breska ábyrgð, svo seint sem tæpum mánuði áður en hann hrynur. Vitaskuld var farið að hrikta í honum fyrir löngu síðan. Skuldatryggingarálagið átti svo sem að vera nægilegt hættumerki en það var svo hátt að það var í raun einkunn upp á að bankarnir væru gjaldþrota. Þessir reikningar voru vitaskuld desperat tilraun bankanna til að verða sér úti um lánsfé eftir að aðgengi að ódýrum skammtímalánum varð erfiðara en hafði verið. Útlán bankanna voru fjármögnuð að miklu leyti með skammtímalánum og því var lánsfjárþörf þeirra svo gríðarleg.
Staða bankanna var orðin svo gríðarlega sterk að það þorði í run enginn að hrófla við þeim. Ef ég fæ ekki það sem ég vil þá er ég bara farinn úr landi var viðkvæðið og allir heyktust í hnjáliðunum. Bankaforstjórarnir náðu sem betur fer ekki Íbúðarlánasjóði og Lánasjóði sveitarfélaga undir sig en hart var sótt til þess. Maður getur svo sem skilið að það hafi enginn stjórnmálamaður viljað verða til þess að hrekja bankana úr landi. Hann hefði haft þann stimpil á enninu æfilangt ef þeir hefðu síðan náð að starfa áfram. En þess þá heldur verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna, eftirlitsstofnana og Seðlabankans að þeir nái að stoppa óheillavænlega þróun áður en hún verður þannig að það fæst ekki við neitt ráðið eins og í tilfelli bankanna. Það er ekki hægt annað en að segja að það er ömurlegt að sjá upprifjun á viðbrögðum stjórnmálamanna og annarra sem málið varðar við þeirri gagnrýni og varúðarorðum sem bárust um þróun mála, bæði utan lands frá og innan lands. Vonandi ná viðkomandi að líta í eigin barm og spyrja; Er ég kannski bara í starfi sem ég ræð ekki við og á ekkert erindi í?
Ég las einu sinni skáldsögu um óprúttna athafnamenn sem settu á fór fyrirtæki sem ávaxtaði peninga fyrir fólk. Þeir buðu háa vexti til þeirra sem afhentu þeim fjármuni sína til ávöxtunar. Margir létu til leiðast. Þeir fyrstu fengu greidda afar háa vexti og allri voru glaðir. Það þýddi að fleiri komu og svo koll af kolli. Þeir fyrstu fengu greidda vextina með peningum þeirra sem á eftir komu. Þannig stækkaði sjóðurinn gríðarlega og á réttu augnabliki þá stungu viðkomandi athafnamenn af með sjóðinn. Ávöxtun, fjármálafyrirtækis em starfaði hérlendis í kringum 1990 vann á áþekkum grunni. Forstöðumaður sjóðsins hélt fínustu veislur sem höfðu sést lengi fyrir valda áhrifamenn. Allt gekk vel þar til sjóðurinn fór í þrot. Forstðumaðurinn var settur í steininn um hríð og líklega ekki sýknaður eftir helming dómsins af fangelsisyfirvöldum eins og aðrir og verri glæpamenn geta yfirleitt gengið að. Ég sé ekki annað en að Icesafe módelið hafi byggst á sömu principum. Af hverju skyldi Landsbankin geta greitt mun hærri ávöxtun en bankinn við hliðina á honum? Voru íslensku bankastjórarnir svo miklu snjallari en kolegar þeirra eða fengu þeir bara hærri laun?
Vitaskuld var ekkert annað ís töðunni en að leita til IMF. Það er forsenda þess að aðrir aðilar geti komið að borðinu. IMF hefur gert úttekt á stöðunni og lagt línur með aðgerðaáætlun. Afðir sjá hvernig staðan er og meta forsendur út frá því. Að fara og slá rússana um víxil hefði verið það alheimskulegasta í stöðunni. Engin úttekt, engin greining, engin áætlun með óhjákvæmilegar aðgerðir heldur einungis að fleyta sér áfram um hríð. Vera í sjálfu sér eins og einstaklingur sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann heldur fer frá einum okurlánaranum til annars enn verri. Staðan getur ekki annað en versnað. Ég held að við séum aðeins að byrja að ganga inn í svipugöngin.
Það er mikil bjartsýni að ætla að botninum verði náð í janúar eða febrúar. Það er í fyrsta lagi næsta vor sem aðeins getur farið að örla á bata þegar sumarverk byrja, bæði almenn starfsemi sérstaklega hjá því opinbera og síðan túrisminn. Fram að þvi verður permafrost. Það eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að standa vörð um. Gjaldeyrismarkaður verður að komast í gang svo atvinnulífið nái að starfa eins eðlilega og hægt er. Gera þarf allt sem hægt er til að koma í veg fyrir hrun fyrirtækja sem geta lifað undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Koma þarf í veg fyrir gjaldþrot einstaklinga eftir því sem mögulegt er. Markmið til lengri tíma er að ná að byggja upp virðingu íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi. Stjórnvöld þurfa að leggja miklu meiri áherslu á PR vinnu en gert hefur verið. Vitaskuld er erfitt að sinna öllu en það er til nokkuð sem heitir crisis management eða stjórnun á krísutímum. Það eru til sérfræðingar í slíkrti vinnu. Þá á vitaskuld að kalla til. Hvað ætli sendiráðin kunni t.d. fyrir sér í svona hlutum. Nákvæmlega ekkert.
Þrír norðmenn komu í heimsókn í morgun. Þeir komu sem fulltrúar stjórnmálaflokks og gerðu sér ferð til landsins til að kynna sér stöðuna til að geta tjáð sig um málefni landsins af þekkingu í Noregi. Það er vinarbragð því þeir höfðu virkilegar áhyggjur af stöðu mála hérlendis. Ég ehf aftur á móti trú á að það hafi ekki verið allt fagurt sem þeir heyrðu því nú tala menn eins og þeim finnst sannast og rétt og eru ekki í neinum andskotans feluleik.

Bretti seinnipartinn og síðan aðalfundur Félags maraþonhlaupara í kvöld. Hélt smá tölu um Spartathlon hlaupið. Gísli sagði frá Ironman og Kalli Gísla sagði frá Tíbetmaraþoninu.

miðvikudagur, október 22, 2008

Rómverjar byggðu upp voldugasta ríki veraldar. Það hrundi.

Þegar maður heyrir sagt að nú verði allir að standa saman, þá veltir maður fyrir sér um hvað maður eigi að standa saman um. Kannski að þegja?

þriðjudagur, október 21, 2008

Önnur frábær höggmynd

Jón Haraldur, norski hlauparinn sem vann 24 tíma hlaupið á Borgundarhólmi í vor með rúma 240 km setti glæsilegt norskt met í 24 tíma hlaupi á síðustu helgi. Hann hljóp 248 km á heimsmeistarahlaupi í 24 tíma hlaupi sem haldið var í Suður Kóreu á dögunum. Ég veit ekki annað en þetta mót verði haldið í Evrópu á næsta ári.

Rútínan er farin að rúlla aftur, morgunhlaup og farinn að fara á bretti í Laugum. Allt er í sóma eins og getur verið eftir smá hvíld. Svolítið stirður en það lagast fljótt. Því miður kemst ég ekki í haustmaraþonið á helginni því ef allt gengur upp á verður stjórnarfundur og vinnufundur í framhaldi af því á Akureyri á helginni. Veðurspáin er reyndar ekki alltof góð. Það er bara farið að vetra fyrir norðan.

Ekkert er farið að sjást til veggja í moldviðrinu sem hefur gengið yfir land og þjóð frá því um mánaðamót. Sífellt gjósa upp nýir dimmir bólstrar sem byrgja manni sýn. Nú síðast kemur í ljós að Seðlabankinn á í miklum erfiðleikum með að fá greiddan stóran hluta af þeim skuldabréfum sem hann hefur keypt af ýmsum fjármálastofnunum. Ekki þekki ég kerfið nógu vel en skrítið finnst mér að litlu fjármálafyrirtækin hafi verið notuð sem milliliðir fyrir stóru bankana til að koma skuldabréfum þeirra í verð. Ástæðan sem gefin var upp var að þeir hefðu ekki mátt selja Seðlabankanum skuldabréfin beint. Ef fjárhagsstaða Seðlabankans veikist, þá er það á hreinu að ríkissjóður þarf að skjóta peningum í hann. Það kostar enn meiri lántöku. Lán þarf að borga til baka. Lánum fylgja vaxtagreiðslur. Það er því alveg á hreinu að sívaxandi hluti skatttekna fer í að greiða afborgarnir og vexti að gríðarlegum lántökum ríkissjóðs. Það hefur ekki nema tvennt í för með sér. Annars vegar hækka skattar eða ríkið sker niður útgjöld sín. Aðrir valkostir eru ekki til staðar. Grundvallaratriði er að hægt verði að ganga frá lántöku hjá IMF sem fyrst til að koma gjaldeyriskerfinu í gang sem fyrst. Því fylgja vafalaust einhver skilyrði en hvað á að gera þegar aðrir valkostir í stöðunni eru ekki til staðar. Kastþröng er aldrei góð.

sunnudagur, október 19, 2008

Úr Vatíkansafninu; Ein fegursta höggmynd allra tíma.

Það er margt sagt í moldviðrinu sem gengið hefur yfir landið á undanförnum dögum. Þrennt finnst mér standa uppúr á ýmsan hátt. Það fyrsta er viðtal Sigmars við Seðalbankastjóra í Kastljósinu. Það viðtal var þvílíkt disaster á ögurstundu að fá dæmi eru um slíkt. Þar kemur seðlabankastjóri landsins og tilkynnir að það sé stefna Seðlabankans að haga sér eins og ómerkilegur kennitöluflakkari að skilja skuldirnar eftir á gömlu kennitölunni og byrja upp á nýtt undir nýju númeri en með gamla nafninu. Hann gerði sem sagt ekki ráð fyrir að skipta um nafn á landi og þjóð. Þetta er þvílík yfirlýsing að mér þætti gaman að sjá aðra álíka við viðlíka aðstæður. Vitaskuld setti þetta allt á annan endann sem meðal annars hefur gert það að verkum að orðspor Íslands og íslendinga er búið í augum erlendra. Orðspor og æra er líklega það dýrmætasta sem nokkur maður eða þjóð á. Ef maður glatar því þá er ekki mikið eftir.
Í öðru lagi horfði ég á viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir. Egill hefur verið gagnrýndur mikið fyrir þetta viðtal, fólk hefur sagt að hann hafi sleppt sér og verið dónalegur. Ég tek ofan fyrir Agli fyrir þetta viðtal. Egill veit vafalaust miklu meir um það sem er að gerast og hefur gerst baksviðs en hann getur látið uppi. Mér finnst í hæsta máta eðlilegt við slíkar aðstæður að hann gefi tilfinningunum nokkuð lausan tauminn í svona viðtali þegar hann er að ræða við mann sem hefur mulið allt undir sig sem hefur orðið á vegi hans hérlendis á undanförnum 20 árum og kemur svo fram eins og kórdrengur sem ber enga ábyrgð á einu eða neinu. Menn standa nefnilega frammi fyrir því að venjulegt fólk tapar æfisparnaðinum m.a. vegna ákvarðana stjórnenda og eigenda bankakerfisins, atvinnuleysi eykst gríðarlega og landsmenn þurfa að öllum líkindum að greiða gríðarlegar stríðsskaðabætur um ókomin ár vegna athafna útrásarvíkinganna. Það þýðir einfaldlega lakari lífskjör hérlendis um langa framtíð. Almenningur borgar brúsann eins og venjulega. Núlifandi íslendingar og ófædd börn voru veðsett af útrásarvíkingunum. Víxillinn er fallinn. Var ekki einhver að tala um Hafskipsskatt fyrir rúmum 20 árum?
Í þriðja lagi fannst mér viðtalið Egils við Jón Baldvin nú rétt áðan í Silfrinu vera flott. Ég hef ekki alltaf verið aðdáandi Jóns Baldvins og fundist hann á stundum láta vaða á súðum um of. Nú var ég sammála hverju orði. Greining Jóns á stöðunni var frábær og lýsti henni eins og hún er. Karlinn talar mannamál og er skýr og skilmerkilegur. Greinir aðalatriðin frá aukaatriðunum. Ég er algerlega sammála honum um að það er eina leiðin í stöðunni að leita til IMF eða Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins. Það er mjög líklegt að hann setji ákveðin skilyrði fyrir lánveitingunni en valkostirnir eru engir. Að taka skammtímalán hjá Rússum er eins gjörsamlega út í hött í stöðunni. Það þýðir í raun og veru fjárhagslegt ósjálfstæði því það skiptir máli hverjum er skuldað. Í núverandi stöðu er enginn kostur góður. Þegar menn eru komnir upp að vegg þá ráða menn ekki alltaf för. Síðan er ég algerlega sammála honum um að umsókn um inngöngu í ESB er næsta mál á dagskrá. Eins og kom fram máli Jóns og fleiri í Silfrinu þá er meginástæðan fyrir þeirri stöðu sem þjóðin er komin í nú komin til vegna innlendra ákvarðana. Það þýðir ekki að kenna einhverjum öðrum um. Þeir sem sátu við stjórnvölinn í stjórnkerfinu, eftirlitsstofnunum og við stjórnvölinn eru ekki neinir sérstakir proffar heldur miklu frekar úr amatördeildinni.

Eitt smá dæmi. Á sama tíma sem Seðlabankinn setur verðbólgu markmið árið 2001 sem nam 2,5% þá lækkar hann bindiskyldu bankanna um 50% (úr 4% í 2%). Það hafði í för með sér að bönkunum voru gefnar frjálsar hendur með að pumpa ódýru lánsfé óheft inn í landið. Seðlabankinn hækkar stýrivexti til að hamla á móti verðbólgu. Það eykur vaxtamun milli íslenskrar krónu og ýmissa lágvaxtamynta. Það hefur í för með sér að það eru tekin lán í lágvaxtamyntum til að festa fé í svokölluðum Jöklabréfum sem voru ríkistryggð á háum vöxtum. Það styrkti krónuna sem þýddi gríðarlega aukningu á innflutningi, jók verslun og viðskipti innanlands með tilheyrandi viðskiptahalla. Aukið peningamagn í umferð eykur verðbólgu, það er grundvallarkenning í öllum hagfræðibókum. Til að hamla á móti verðbólgunni voru stýrivextir hækkaðir enn frekar. Þetta er eins og að botnstanda bensíngjöfina á bílnum sínum með annarri löppinni og standa á bremsunni af öllu afli með hinni. Það endar einungis á einn hátt, bíllinn eyðileggst.

Fór 16 km með Vinum Gullu í morgun. Fínt hlaup í góðu veðri.

Vorkvöld á Raufarhöfn

laugardagur, október 18, 2008

Góðu fréttir gærdagsins voru að Ísland náði ekki kosningu í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Mér hefur alltaf fundist að þessi tilraun íslenskra stjórnvalda um að ná kosningu í ráðið væri dæmi um að menn væru komnir dálítið fram úr sjálfum sér. Ég man vel eftir viðtalinu við gamla Stoltenberg í Nortegi þar sem hann sagði að tilgangsleysið af setu Noregs í Öryggisráðinu hefði verið algert. Megin ástæða þess að Noregur hefði ákveðið að sækjast eftir setu í ráðinu hefði verið svekkelsi utanríkisþjónustunnar yfir að aðildarumsókn Noregs í ESB hefði verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að norskir diplomatar væru ekki algerlega í annari deild að eigi mati hefði setan í öryggisráðinu friðað þá dálítið en tilgangsleysið engu að síður verið algert. Þetta brölt hefur kostað ríkið gríðarlega fjármuni, miklu meiri en formlega eru gefnir upp. Þegar verið er að leita eftir stuðningi þjóða sem ganga fyrir smurning þá náttúrulega taka þær frá framlögum frá öllum en fylgja líklega þeim sem best borgar því þaðan er mest von um peninga í framtíðinni. Þessi kosningabarátta hefur því verið gósentíð fyrir þessar þjóðir að undanförnu. Það hefði verið mannsbragur að því að íslenska ríkið hefði dregið framboðið til baka strax og hið efnahagslega Tsunami skall á þjóðinni uppúr síðustu mánaðamótum og lýst því yfir að nú hefðu forsendur breyst og stjórnvöld þyrftu að einbeita sér að verkefnum á heimavelli. Það var því miður ekki gert og þess vegna var þjóðin niðurlægð í þessari kosningabaráttu sem var ekkert annað en bull frá upphafi.

Sveitarfélögin héldu fund í gær og réðu ráðum sínum. Ljóst er að allar fjárhagslegar forsendur hafa gjörbreyst á skömmum tíma og endurmeta verður margt í ljósi nýrra forsendna þegar fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er unnin. Viðbrigðin eru gríðarleg hjá þeim sveitarfélögum þar sem umsvifin hafa verið mest á undanförnum árum. Á hinn bóginn er staða annarra gjörólík og sérstaklega þar sem þenslan hefur aldrei látið sjá sig. Bergur Ágústsson, sveitarstjóri í Norður Þing, rifjaði meðal annars upp að 35% vinnufærra manna á Raufarhöfn misst vinnuna á einum degi fyrir nokkrum árum. Húseignir urðu algerlega verðlausar í einu vetfangi. Fólk stóð þannig margt á algerum byrjunarreit, atvinnulaust og eignalaust. Yfirvöld sýndu þessu fólki enga tilhliðrunarsemi í einu eða neinu í ljósi þess að atvinnulífið í þorpinu hrundi. Ég þekki persónulega dæmi þess að fólk var tilneytt að flytja burt til að leita sér að vinnu og fór frá verðlausu húsi með tilheyrandi skuldum sem það gat ekki greitt af. Það var gengið að því á þann hátt að það var skilgreint sem óreiðufólk og var ekki talið tækt til að taka lán um nokkurn árafjölda á eftir. Þegar ég flutti þaðan burt fyrir tæpum 10 árum bjuggu um 400 manns í þorpinu. Nú búa þar um 230 manns. Góðu fréttirnar eru þær að Bergur sagði mér að nú væri mikill kraftur og samstaða í íbúum Raufarhafnar og það berðist sem einn maður fyrir tilveru staðarins. Það ætlaði að búa þarna áfram og legði sig fram um að skapa góða tilveru í plássinu, bæði atvinnnulega og félagslega. Þetta er gott að heyra því það er ekki sjálfgefið að fólk nái vopnum sínum í svona stöðu. Annað þótti mér ánægjulegt að heyra hjá Bergi. Hann sagðist aldrei hafa komið til Raufarhafnar þegar hann réði sig sem sveitarstjóra til Norður Þing. Nú er hann búinn að uppgötva töfra Sléttunnar. Það er á fáum stöðum magnaðra að vera á góðu vorkvöldi þegar suðvestanáttin stillir upp þvílíkum leiktjöldum að því trúir enginn sem ekki hefur upplifað það. Bergur er veiðimaður og unir sér gjarna við vötnin á heiðinni með flugustöng að glíma við stórurriðann. Ég skildi vel glampann í augunum á honum þegar hann var að segja mér frá þessu. Falleg vetrarkvöld eru ekki síður mögnuð þegar norðurljósadýrðin er slík að maður festist gjörsamlega við sjónarspilið. Síðan getur náttúran sýnt manni hina hliðina, hryssing og ruddahátt. Það gleymist hinsvegar fljótt þegar skárri hliðin sýnir sig.

fimmtudagur, október 16, 2008

Colosseum er gríðarlegt mannvirki og eiginlega ólýsanlegt

Mér fannst hraustlegt hjá ritstjóra DV að biðjast opinberlega afsökunar í síðustu viku. Hann baðst afsökunar á því að hafa brugðist í því að veita stjórnvöldum nauðsynlegt og eðlilegt aðhald. Aðhald í því að fylgjast með því hvort stjórnvöld væru á vaktinni að halda vöku sinni varðandi þá gríðarlegu þróun bankanna sem allir sáu sem vildu sjá og allir se vildu vita vissu að var stórhættuleg. Ritstjórinn sagðist einfaldlega hafa dansað eftir pípu auðmanna eins og aðrir fjölmiðlar, kóað með og ekki þorað að skera sig úr leik. Það er að vísu auðvelt að segja þetta þegar skaðinner skeður en engu að síður er gott að heyra að menn viðurkenni þessa staðreynd og reyni að bæta úr því. Það kemur nefnilega dagur eftir þennan dag í fjölmiðlaheiminum. Þeir sem tala nú sem mest um að stjórnvöld hefðu átt að setja stífari reglur ættu að rifja upp umræðuna í kringum fjölmiðlafrumvarpið. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt um að það hafi verið gallalaust, en markmiðið var að koma í veg fyrir það að auðhringar gætu ráðið fjölmiðlaumræðu hérlendis í krafti eignarhalds. Það fór af stað svo ofsafengin umræða að ég man ekki eftir öðru eins. Það má helst hafa galdrafárið í kringum Hafskipsmálið sem samjöfnuð. Stórnmálamenn töluðu sig hása í andófinu og að síðustu steig forsetinn fram og hafnaði málinu. Þarna beittu hagsmunaaðilar öllum mætti sínum og krafti að koma í veg fyrir að þeim væri veitt eðlilegt aðhald og reynt að hindra að þeir hefðu ótakmarkað vald yfir fjölmiðlum. Ég var alltaf sammála fjölmiðlafrumvarpinu. Ég byggði þá afstöðu mína á því sem ég kynntist í kringum það þegar ég var að baxa í málefnum blaðbera. Ég undraðist oft hve blaðamenn litu með blinda auganu á umræðuna um málefni blaðbera en þvældu og þrugluðu um allskonar bull að mér fannst. Að lokum var mér sagt hreint út að blaðamenn þyrðu ekki að fjalla gangrýnið um svona mál til að lenda ekki á svörtum lista. Markaðurinn hér er svo lítill að blaðamaður sem skrifar gagnrýnið um málefni sterkra hagsmunaaðila sem hafa ítök í fjölmiðlum veit eki hvenær hann getur þurft að leita eftir vinnu þar. Þá er öruggara að hafa ekki styggt risann.

miðvikudagur, október 15, 2008

Úr Sistinsku kirkjunni

Ég var í Róm yfir helgina ásamt flestum vinnufélögum mínum hjá sambandinu. Það var hálf skrítið að fara af landi brott þegar logar upplausnar léku um samfélagið en ferðin var pöntuð og greidd fyrir margt löngu. Ég hafði aldrei komið til Ítalíu áður. Skemmst er frá því að segja að Róm kom flestum fyrir augu sem stórkostleg borg. Minjarnar eftir Rómverjana eru svo magnaðar að það er varla hægt að lýsa þeim. Byggingarlist þeirra byggir á svo gríðarlegri verkfræðikunnáttu að það er engu líkt miðað við að þær voru reistar fyrir allt að 2700 árum. Óskiljanlegt er hvernig þeir hafa afrekað það sem þeir skilja eftir sig. Vafalaut hefur þetta meðal annars byggt á takmarkalausu þrælahaldi, enda segja rannsóknir á beinum sem fundust í Pompei að fólk hafi verið útslitið um þrítugt. Höggmyndalist þeirra er síðan kapítuli út af fyrir sig. Péturskirkjan, Vatíkansafnið og Sistinska kirkjan er í takt við allt annað sem maður sá. Freskumyndirnar þar á veggum og þaki eiga t.d. fáa sinn líka. Þetta er þannig að það er varla hægt að lýsa þessu með orðum. Maður er hins vegar rétt búinn að finna reykinn af réttunum með svona stuttri ferð. Vonandi kemur maður aftur til Rómar, enda var kastað tveimur krónupeningum aftur fyrir sig í Fontana di Trevi. Vonandi virkar íslenska myntin þar en ég er efins um að hún gangi á nokkrum öðrum stað fyrir utan landsteinana.

fimmtudagur, október 09, 2008

Ekki skil ég hvað fjölmiðlar nenna að fimbulfamba við hálfvitlausa kellingu sem svarar út og suður og allt um kring en ekki er heil brú í því sem hún segir. Það eina sem sú gamla hefur unnið sér til frægðar er að giftast góðum poppara sem verðskuldaði hylli almennings. Þetta er kosturinn við að vera frægur og ekki sakar að vera dálítið ríkur líka, þá skiptir ekki máli hvaða steypa rennur út, menn kikna í hnjánum yfir að fá að tala við svona frægar persónur. Þetta er svipað og breski sýruhausinn sem Andri Snær var svo stoltur af að heilsa í Bretlandi á dögunum að hann varð að koma mynd af þeim tveimur í Moggann. Þegar kvekt var á hinni svokölluðu friðarsúlu í fyrra þá stigu logarnir af ófriðarbálinu í borginni til himins vegna REI málsins og Orkuveitunnar. Í ár er allt landið og miðin undir og hvert stóráfallið af fætur öðru ríður yfir þjóðina þegar fer að hilla undir að hún birtist. Hvað skyldi gerast á næsta ári? Yoko Ono, ekki meir, ekki meir.

Það eru nokkur mál sem brenna þungt á manni þessa dagana en af nógu er að taka í þeim efnum. Þau eru meðal annars: Tekst að forða fjöldagjaldþroti fyrirtækja með tilheyrandi hrikalegum afleiðingum? Hve margir munu missa vinnuna á komandi vikum og mánuðum? Hve mikið munu lífeyrisréttindi landsmanna skerðast? Hve mikið af kröfum á erlenda innlánsrekninga mun lenda á íslensku þjóðinni? Og að lokum; Hvenær ætlar Seðlabankinn að lækka stýrivextina?
Ég skoðaði aldursflokkana í Spartathlon í dag. Fór yfir hve margir voru á undan mér sem voru eldri. Ég fann tvo Japana sem voru eldri en ég og náðu betri tíma en ég. Annar var fæddur 1950 en hinn 1947. Ég var því þriðji í flokknum 55 ára og eldri. Nokkrir voru fæddir 1954.

Greyr Frykholm (Ultra Geir) skrifar skemmtilega frásögn á blogginu sínu um upplifunina í Grikklandi. Slóðin er http://www.ultrafrykholm.com/ Gott tækifæri að fríska upp norskuna.

Ég keypti diska sett með Rambo myndum í London um daginn. Mér finnst samsvörunin milli fyrstu Rambó myndarinnar og veruleikans hérlendis vera svolítið athyglisverð. Myndin fjallar um að Rambó kemur til baka úr herþjónustu í Víetnam. Hann kemur gangandi að litlu þorpi í USA. Lögreglustjórinn vill koma honum í burtu og keyrir hann frá þorpinu en Rambó kemur til baka. Þá tekur lögreglustjórinn hann fastan og vill sýna honum hver ræður. Rambó brýst í burtu og leitar til fjalla. Lögreglustjórinn eltir hann með nokkurn mannskap sem Rambó gerir óvirkan. Herinn er settur í málið en allt kemur fyrir ekki, Rambó snýr á þá, fer til baka inn í þorpið og leggur það hreinlega í rúst. Rambó diskarnir og Hafskipsbókin eru ágætar saman og mynda sérstaka stemmingu.

miðvikudagur, október 08, 2008

Áður en ég fór til Grikklands keypti ég mér bókina um Hafskipsmálið, þá fyrri. Samantekt sagnfræðingsins Stefáns Gunnars Sveinssonar "Afdrif Hafskips, Í boði hins opinbera". Ég las hana tvisvar, bæði á útleiðinni og á heimleiðinni. Ég man allvel eftir Hafskipsmálinu úr fréttum en þarna er á ferðinni góð sagnfræðileg samantekt þar sem meginefni málsins eru dregin saman án þess að sé farið í djúpa sagnfræðilega greiningu. Bókin er mjög fróðleg og gefur ágæta innsýn í íslenskt þjóðfélag fyrir um 25 árum síðan. Það verður að segja það eins og er að ekki er dómur sögunnar fallegur. Það á bæði við um þá þingmenn sem höfðu hæst, vinnubrögð lögreglu og saksóknara og síðan vinnubrögð ætlaðra fagmanna eins og endurskoðenda sem að málinu kom. Þáttur fjölmiðla er síðan kapítuli út af fyrir sig. Aðrir leikendur í þessu spili vekja furðu s.s. þáverandi seðlabankastjóri á ákveðnu stigi málins. Það sem upp úr stendur af mörgu er meðal annars umræður á alþingi. þar fóru þrír þingmenn mikinn og merkilegt nokk þá hafa allir þeir verið kallaðir til aukinnar ábyrgðarstarfa fyrir þjóð sína síðan þá. Sérstaklega voru ræður varaþingmanns nokkurs stóryrtar. Í löngu máli var m.a. fjallað um væntanlegan Hafskipsskatt sem myndi falla á þjóðina og kæmi til vegna gengdarlauss býlífis og bruðls forsvarsmanna Hafskips. Afleiðing þess yrði m.a að Útvegsbankinn þáverandi yrði gjaldþrota með tilheyrandi afleiðingum. Forsvarsmenn Hafskips voru einnig sakaðir í þingræðum um pningaþvætti, undanskot fjármuna og ég veit ekki hvað. Þessar ræður voru fluttar í skjóli þinghelgi svo vörnum var ekki við komið. Þær áttu stóran þátt í að tjúna alla umræðu um Hafskipsmálið upp þannig að það varð að óstöðvandi Tsunami sem sökkti félaginu endanlega. það er samdóma álit manna eftir á að það hefði ekkert fyrirtæki staðist þá fjölmiðlaumfjöllun sem það fékk á þessum tíma.

Niðurstaða alls þessa stórviðris að örfáir Hafskipsmenn vengu afar væga skilorðsdóma fyrir misfellur í bókhaldi.

Nú er þetta sagan en það er oft sagt að sagan endurtaki sig. Þessa dagana stendur íslenska þjóðin í miðju efnahagslegs stórviðris. Íslenskir útrásarvíkingar flugu svo hátt að þeir fóru of nærri sólinni og vængir þeirra bráðnuðu. Afleiðingin var brotlending bankakerfisins sem var í fararbroddi fyrir efnahagsundrið íslenska. Almenningur þarf að standa undir afleiðingum þessa með mikilli kaupmáttarrýrnun og efnahagslegum skelli. Einstaklingar og fyrirtæki verða gjaldþrota. Útrásarskatturinn er staðreynd. Hvað kemur atburðarás síðustu daga Hafskipsmálinu við að þessu leyti. Jú, það er nefnilega svo merkilegt að einstaklingar sem völdu Hafskipsmönnum hin verstu hrakyrði í denn tíð hafa dansað útrásarhrunadansinn sem ákafast á undanförnum árum. Ég man eftir ræðu þar sem útrásarvíkingarnir voru mærðir í tölusettum liðum og var sá listi nokkuð langur. Þegar hrósið og mærðin var komin í yfir 10 liði (í tíunda lagi, í ellefta lagi, í tólfta lagi) þá þoldi ég ekki lengur við heldur gekk út og ældi. Nú er svo við að það eru ekki haldnar stóryrtar ræður um bruðl, óráðsíu og útrásarskatt(ætli tapið vegna FL group og Stoða sé ekki farið að nálgast 200 milljarðar króna sagði Vilhjálmur Bjarnason í dag) heldur er talað um að menn eigi ekki að liggja í baksýnisspeglinum en horfa þess í stað fram á veginn. Það er talað fyrir einhverjum "Dýrin í Hálsaskógi" móral, allir eiga að hjálpast að við að vinna sig út úr erfiðleikunum en ekki eyða orkunni í að leita að sökudólgum. Öðru vísi mér áður brá.

Ráðlegg öllum sem kunna að lesa að fá sér Hafskipsbókina og lesa hana oft. Hún ætti að vera skyldulesning í háskólum við nám í fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði, lögfræði, viðskiptafræði (endurskoðendalínu) og siðfræði.

sunnudagur, október 05, 2008

Það búið að vera hálf skrítið andrúmsloft síðustu viku eða síðan Glitnir var yfirtekinn að stærstum hluta til af ríkinu. Það er engin smáræðis aðgerð og sýnir alvarleika málsins að það var gert yfir helgi áður en markaðir opnuðu. Spennan stigmagnaðist síðan yfir vikuna og á fimmtudaginn leið manni mjög undarlega. Það var eins og maður væri innilokaður í húsi og vissi af náttúruhamförum fyrir utan. Maður vissi að eitthvað gríðarlegt var að gerast en ekki hvað eða í hvaða skala. Yrði nokkuð uppistandandi loksins þegar maður gæti kíkt út? Hve margir myndu lifa af? Maður róaðist aðeins á föstudaginn þegar gengið hætti að hrapa en sama var. Það var kannkske bara svikalogn. Ég er sammála þeim sem segja að björgunaraðgerðir hafi allan forgang í augnablikinu en það er morgunljóst að síðan þegar um hægist verður að fara nákvæmlega yfir það sem gert var og það sem ekki var gert og leiddi til að þjóðarbúskapurinn komst í þessa stöðu sem við erum í nú í dag. Það þýðir ekkert að segja að þetta sé bara hluti af alþjóðlegum vandræðum. Vonandi næst að róa á lygnari sjó en það er morgunljóst að almenningur verður fyrir gríðarlegum áföllum vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að undanförnum með ofsafenginni verðrýrnun krónunnar og tilheyrandi verðbólgu. Framundan er mikil kjaraskerðing og skattahækkanir. Annað getur ekki verið í stöðunni. Ég man eftir að þegar ég kom fyrst til Sovétríkjanna haustið 1991 þá kostaði einn USA dollar 30 rúblur. Ári síðar kostaði han 300 rúblur. Haustið 1995 þegar ég flutti til Rússlands þá kostaði einn USA dollar 5.500 rúblur. Árið 1998 hrundi rússneska hagkerfið. Síðan hefur það verið á uppleið m.a. vegna mikillar verðhækkunar á olíu. Það var sagt að þegar járntjaldið féll þá reis gulltjaldið. Almenningur í Rússlandi hafði ekki efni á að ferðast þegar olían var verðlögð á heimsmarkaðsverði og farmiðaverð með flugvélum tók mið af þvi.

Ég fór út að hlaupa í morgun. Fór níður í Laugar og hitti Hafrúnu og Gauta þar. Tókum góðan sveig, alls 9 km. Allt í fínu standi.

laugardagur, október 04, 2008

Lars Skytte, Scott Jurek og Tahlman á verðlaunapalli

Ég er búinn að setja myndir frá hlaupinu inn á myndasíðuna; www.flickr.com/photos/gajul

Einnig eru þar myndir frá Aþenu en mér fannst gaman að ganga um í hverfunum umhverfis Acropolis, skoða mannlífið og festa smá hluta af því á myndir.

Við Sandor frá Ungverjalandi komnir í mark

föstudagur, október 03, 2008

Það er gaman að draga saman niðurstöðuna að leiðarlokum, svona til að hafa hana dókumentaða á einum stað. Maður ber sig fyrst og fremst saman við norðurlandabúana, þeir eru okkar nágrannar og félagar.

Fyrstu þrjú sætin í Spartathlon 2008 ásamt norrænum árangri er sem hér segir:

1. Scott Jurek, USA 22.20.01
2. Markus Thalman, Østerrike 24.52.09
3. Lars Skytte Christoffersem, Danmark 25.29.41

24. Juha Hietanen, Finland 30.49.29
25. Mattias Bramstång, Sverige 30.54.42
41. Mikael Heerman, Finland 32.13.28
41. Pasi Kurkilahti, Finland 32.13.28
57. Kim Rasmussen, Danmark 32.57.36
57. Michael Nielsen, Danmark 32.57.36
59. Fredrik Elinder, Sverige 33.02.26
65. Mika Penttila, Finland 33.40.58
74. Gunlaugur Juliusson, Island 34.12.17
76. Eiolf Eivindsen, Norge 34.14.25
93. Esa Nurkka, Finland 35.01.04
93. Tuula Ahlholm, Finland 35.01.04
93. Jari Tomppo, Finland 35.01.04
108. Gert Hougaard, Danmark 35.30.45
108. Henrik Schriver, Danmark 35.30.45
114. Pertti Eho, Finland 35.34.03
115. Yukio Morishita, Finland 35.34.27
120. Geir Frykholm, Norge 35.36.39
124. Ari Päivinen, Finland 35.41.53
130. Kent Møller, Danmark 35.46.28
130. Lars Skytte, Danmark 35.46.28

Þarna koma yfirburðir Scott vel í ljós. Hann er tveimur og hálfum tíma á undan næsta manni sem er enginn annar en Thalman frá Austurríki. Hann hefur áður orðið verðlaunahafi í hlaupinu, man bara ekki alveg hvort hann hefur unnið það. Lars Skytte frá Danmörku er þriðji á frábærum tíma í sínu fyrsta hlaupi en þremur og hálfum tíma á eftir Scott. Pólsku bræðurnir Páll og Pétur hættu snemma í hlaupinu þegar þeir sáu fram á að vera ekki að berjast um fyrstu sæti. Þeir sætta sig ekki við neitt meðalgutl. Sama var með braselíumanninn Nunes sem var þriðji í fyrra. Hann hætti einnig.

Um 320 hlauparar hófu hlaupið. Af þeim skiluðu um 150 sér að styttu Leonidasar. Það voru skráðir rúmlega 40 norðurlandabúar í hlaupið, 38 hófu hlaupið og 22 þeirra skilaði sér í mark. Ég var um miðjan hóp þeirra Norðurlandabúa sem náðu leiðarlokum. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það.

Ég fékk tölvupóst í gær frá Geir Frykholm, fyrrum ritstjóra Kondis.no. Hann sagði mér að við værum nú fjórir Norðurlandabúar sem hefðum klárað bæði Western States og Spartathlon. Hinir þrír eru Kjell Ove Skoglund frá Svíþjóð, Eiolf Eivindssen frá Noregi og Kim Rasmusssen frá Danmörku. Þessir þrír eru allir miklir ultrahlauparar svo það er ekki amalegur félagsskapur að vera hluti af þessum hópi.

Það var handboltaleikur í Víkinni í gærkvöldi. Ég var þar að hjálpa til við framkvæmd leiksins eins og ýmsir fleiri. Áður en leikurinn hófst var ég kallaður fram á gólf og Trausti formaður handboltadeildarinnar afhenti mér sérmerkta Víkingstreyju með nafni hlaupsins, vegalengd og tíma sem viðurkenningu frá félaginu. Það er ekki hægt annað en að vera glaður yfir slíku viðmóti. Takk aftur fyrir mig.

miðvikudagur, október 01, 2008

Spartathlon 2008
„Nu er du en vuxen mann Gunnlaugur, större kan det ikke bli““ sagði Eiolf Eivindssen, hinn norski félagi minn, þar sem við sátum eins og rómverskir keisarar í móttökutjaldinu við hliðina á styttu Leonidasar i Spörtu með lárviðarsveig á höfði og fagrar grískar yngismeyjar lauguðu fætur okkar nærfærnum höndum.
Langri leið var lokið, bæði hvað varðaði undirbúning fyrir þetta mikla hlaup og síðan átökin í hlaupinu sjálfu. Allt hafði gengið upp. Það er ekki sjálfgefið. Tölfræðin segir manni að um 1/3 hluti þeirra sem leggja af stað ár hvert nái í mark. Vissulega er hlutfallið aðeins misjafnt milli ára en í 26 ára sögu hlaupsins er þetta niðurstaðan. Á það ber að minna að menn eru ekki teknir í hlaupið nema að hafa staðist ákveðnar lágmarkskröfur svo hér eru ekki neinir byrjendur á ferðinni.

Ég kom til Aþenu á aðfaranótt þriðjudags. Til að venjast aðstæðum aðeins betur og ná tímamuninum út dvaldi ég einum degi lengur en í fyrra. Á hótel London á þriðjudagsmorgun hitti ég Eiolf sem var í sínu sjöunda Spartathlon hlaupi, Trond Sjövik, gríðarlega reyndan ultrahlaupara sem meðal annars hefur hlaupið þrisvar yfir Þýskaland (1200 km) og varð eitt sinn í öðru sæti þar. Hann varð þriðji í Trans Gaul í sumar sem er hlaupið yfir Frakkland. Það er 1100 km langt og hlaupið á 18 dögum, Geir Fryklund, reyndan ultrahlaupara sem hefur einnig haldið út hinni fínu Kondis.no/ultra síðu og svíann Kent Sjölund frá Arnboga i Norrbotten. Hann lauk meðal annars Balaikaultramarathoni í Ungverjalandi i sumar í 37 – 40°C á um 31 klst. Það hlaup er rúmir 200 km að lengd. Við héldum svo mikið sjó saman á meðan á Grikklandsdvölinni stóð. Þarna voru einnig fleiri kunnungir norðurlandabúar, Kim Rasmussen, hinn mikli hlaupari, Lars Skytte frá Danmörku sem náði gríðarlega góðum árangri í 48 tíma hlaupinu á Borgundarhólmi í vor, svíinn Matthias Bramstrang sem hljóp m.a. Trans Gaul í sumar. Síðan hitti ég finnana og meðal þeirra var hlaupafélagi minn frá í fyrra sem ég hljóp með sem lengst. Nú vorum við báðir þarna kom nir í annarri tilraun. Hann minnti mig á að ég hefði sagt í fyrra rétt áður en ég hætti að myndi aldrei koma aftur í þetta helvítis hlaup. Svona er þetta, það breytist ýmislegt.

Norðmennirnir og Kent höfðu ætlað að taka nokkra daga í að venja sig við hitan en nú brá svo við að það hafði ekki verið neitt heitt heldur skýjað og rigningarskúrir öðru hverju. Þeir voru því heldur vonsviknir yfir því sem átti að vera lokahnúturinn á uppherslunni. Höskuldur hafði einnig komið niður eftir um helgina. Hann hafði m.a. notað tímann til að hvíla sig eftir mikið vinnuálag og tekið því rólega. Við notuðum tímann til að fara yfir áætlanir okkar fyrir hlaupið, skipuleggja útsendingu á drykkjarstöðvar, hvar við þyrftum á hverjum hlut að halda o.s.frv. Þetta er dálítið mál og sérstaklega þegar maður þekkir ekki seinni hluta leiðarinnar nema að á kortinu var sýnt að þar væru tvö fjöll.

Eftir reynsluna frá því í fyrra hafði ég ákveðið að stjórna eins miklu og ég gæti sjálfur. Fækka óvissuþáttum eftir megni og treysta sem mest á sitt eigið. Ég sendi 8 poka út á brautina. Í þeim var Herbalifeprotein i plastpokum sem var ætlað að vera aðalnæringin í hlaupinu og ég ætlaði að nota með vissu millibili, þrjú pör af skóm og sokkar, síðbuxur, blússa, nokkrar skyrtur, bæði síðerma og léttari bolir, tvö vasaljós og batterí, gel, próteinstangir, steinefnatöflur, plástrar, skæri, orkudrykkjaduft og klósettpappír. Þessu var deilt út á þá brautina eftir því sem við töldum að þörf væri fyrir hendi. Höskuldur var með álíka plan.
Skráning í hlaupið var í anddyri hótelsons á miðvikudaginn og þá var einnig upplýsingafundur. Þetta pláss hefur dugað vel þegar þáttakendur voru á bilinu 50 til 100 en þegar þeir eru orðnir hátt á fjórða hundrað þá er þetta hálfgerð kaos. Margir stóðu utan dyra. Til viðbótar fyrir klassískar upplýsignar var sagt frá því að hjálparmenn í bílum mættu einungis hitta hlauparana á ákveðnum drykkjarstöðvuð. Annars mættu þeir bara taka myndir úti á vegum en ekkert aðstoða þá. Ef það væri gert yrði viðkomandi hlaupara vísað úr keppni ef upp kæmist. Manni sýndist að þetta væri ekkert síður beint að Scott Jurec en öðrum því hann hefur ætíð verið með góðan hóp með sér sem hefur fylgt honum eftir á bíl.

Á miðvikudaginn komu þrír kóreyjubúar í herbergið til mín. Þeir voru brosmildir og þægilegir en við gátum svo sem ekki mikið talað saman. Einn þeirra sagðist þó hafa tekið þátt í Western States og klárað það á rúmum 18 klst. Það er svakalega gott. Hann sagðist síðan hafa verið nr. 2 í hlaupinu árið 2006 þegar hlaupið var hálfnað en þá fór allt í baklás og hann kláraði hlaupið á 35 klst 50 mínútum. „Bad race, bad race“ sagði hann sorgmæddur. Þeir plástruðu sig svakalega og ekki bara á tærnar heldur einnig á kálfana og lærin. Einn sá ég plástraðan um allt með litlum hringlaga plástrum. Þetta plástrasystem á að virka til þess að auka blóðflæðið í kálfunum. Hvort þetta er eitthvað trúaratriðið eða hvað veit ég ekki.
Þeir sofnuðu á kvöldin eins og slökkt væri á þeim en verst var að einn þeirra hraut dálítið mikið. Það gerði það að verkum að ég svaf ekki alltof mikið þrátt fyrir eyrnatappa. Með því að setja koddann yfir haus náði maður þó að bægja hrotunum aðeins frá sér.

Rúturnar fóru af stað á sjötta tímanum á föstudagsmorgun frá hótelinu og við vorum komin að Acropolis á sjöunda tímanum. Við Höskuldur gerðum okkur klára, báðir dálítið stressaðír. Það er ekki lítið mál að vera kominn um langan veg til að taka þátt í verkefni sem allsendis óvíst er um hvort gangi upp. Sama gildir vafalaust um aðra. Eftir myndatökur og annað sem dreifði huganum þá gall skotið og strollan rann af stað niður brekkuna og út á stræti Aþenu í næturrökkrinu en skammt var til dögunar. Maður fann vel hve það var mikið svalara en í fyrra. Það var ekki þessi þrúgandi hiti og raki sem ætlaði að ganga frá manni frá fyrstu stundu. Það gekk vel að komast út úr Aþenu og ég fann vel að ég var léttur í spori og í sjálfu sér nokkuð vel á mig kominn. Ég kveikti af og til á Garminum til að stilla hraðann en ég ætlaði að vera frekar rólegur til Korinth þar sem 81 km er búinn. Drykkjarstöðvarnar komu og fóru en ég kom ekkert við á þeim. Ég var með orkudrykk sem dugði mér fram um eitt maraþon. Ég fór fljótlega að átta mig á því að ég mundi afar lítið eftir leiðinni frá því í fyrra þegar komið var út úr Aþenu. Í sjálfu sér myndi ég bara eftir fjórum stöðum, skólanum þar sem krakkanrir stóðu og klöppuðu, fallegu útsýni meðfram strandlengjunni, olíuhreinsunarstöðinni og síðan skipaskurðinum við Korinth. Öðru mundi ég bara ekkert eftir. Maður hafði öðru að sinna þá en að festa myndir í minnið. Nú leið mér afar vel og naut hlaupsins. Þó hafði ég af því smá áhyggjur að eeftir um 50 km fór ég að finna fyrir smá stirðleika framan á hægra lærinu. Brekkurnar voru miklu lengri og erfiðari en mig minnti. Ég gekk upp allar langar brekkur til að spara kraftana. Þegar um 60 km voru liðnir sá ég að ég var að fara of hratt miðað við tímamörkin. Ég hægði þá markvisst á mér og fór að ganga meira. Á einum stað í þorpi sýndu hitamælarnir 28°C og 32°C. Ég held að lægri talan sé réttari. Þó að það væri þetta heitt þá skipti hitinn mig engu máli. Ég svitnaði rétt hóflega, stoppaði aldrei til að væta mig eða hella vatni á hausinn eins og margir gerðu. Hitaæfingarnar í Laugum skiluðu sér svo sannarlega vel.

Ég kom til Korinth rúmlega kl. 15.00 en ætlaði að vera þar um kl. 16.00. Það var bara svona, ég hafði líklega verið of hraður án þess að vilja það. 81 km búnir en rúmir 160 eftir. Þar átti ég skó og sokka. Ég veit ekki fyrr en Trond stendur með pokann minn tilbúinn. Hann hafði þá hætt eftir 50 – 60 km þegar maginn sagði stopp. Hann hafði fengið illt í magann dagana fyrir hlaupið og var ekki búinn að jafna sig. Svona getur þetta verið því miður fyrir þennan mikla hlaupara. Hann sagði að Eiolf hefði farið fyrir 10 – 20 mín síðan. Ég fór frá Korinth kl. 15.20 og var þá 1 klst og 20 mín undir tímamörkum.

Eftir Korinth fer maður frá ströndinni og inn í landið. Það er heldur þægileg hlaupaleið gegnum vínekrur og smá þorp. Krakkarnir eru á hjólum á götunni, spyrja hvaðan maður sé og biðja um eiginhandaráritanir. Þær voru svona í styttra lagi. Ég fann nú einnig fyrir smá stirðleika í vinstra lærinu. Líklega hafði ég einfaldlega verið og slakur við að hlaupa niður brekkur. Það varð hins vegar ekki aftur tekið en góð áminning um að maður tekur ekki meira út en innistæða er fyrir hendi í þessum bransa. Tímin leið og allt gekk vel. Ég fann út að með því að skokka á þeim hraða sem þreytti mig ekki, ganga rösklega upp og niður lengri brekkur þá náði ég að bæta við innistæðuna sem svaraði um 5 mín á milli hverra drykkjarstöðva. Ég vissi að því meira sem ég átti inni því meira væri öryggið þegar á hlaupið liði en á hinn bóginn varð ég að gæta þess að fara ekki of rösklega í að byggja innistæðuna upp. Það myndi hefna sín. Það var gaman að fara fram hjá staðnum sem ég hætti á í fyrra eftir um 150 km og bera saman stöðuna þá og nú. Þá var allt komið í steik en nú var allt í fínu lagi.

Nú tóku við ókunnar lendur. Ég vissi ekkert hvað við tók nema að það átti eftir að fara yfir tvö fjöll og annað þeirra var hátt. Leiðin liðaðist áfram gegnum þorp og inn dal og alltaf heldur upp á við. Ég skipti aftur um skó og sokka í Lyrkia. Það er mikið mál að reyna að sinna fótunum vel því ef þeir sleppa við vandræði er margt hægt. Nú var maður farinn að finna verulega fyrir álaginu í báðum lærunum en annars var ekki að finna að neitt væri að. Maginn var fínn, engin nuddsár eða blöðrur. Ég hafði átt síðbuxur og langerma bol í poka um það leyti sem fór að dimma og síðar um kvöldið átti ég blússu í poka. Hvoru tveggja var mjög nauðsynlegt því það fór kólnandi eftir því sem leið á kvöldið. Vasaljósið var einnig komið í hendina en það er aldimmt í u.þ.b. 12 tíma. Loks var komið að fjallinu sjálfu. Leiðin upp það lá í upphafi í löngum sniðum sem maður kraftgekk eftir bestu getu. Enskur hlaupari kom aftan að mér og spurði hvort hann mætti nota birtuna hjá mér því vasaljósið hans reyndist bilað. Vitaskuld mátti hann það en ég talaði sem minnst við hann því ég vildi ekki tengjast neinum hlaupara einhverjum böndum í hlaupinu sjálfu því þá getur fókusinn farið út um þúfur. Mér datt heldur ekki í hug að lána honum varaljósið mitt sem ég var með á hausnum. Það var löng leið eftir í myrkrinu. Sniðin voru afar löng en loks komst maður á enda þeirra. Þá sá maður ljósaröðina sem merkti stíginn yfir fjallið hlykkjast upp hlíðina upp í 1200 metra hæð og þar fyrir ofan stjörnubjartan himininn. Falleg en dálítið ógnvekjandi sjón. Ég stoppaði ekkert á drykkjarstöðinni heldur byrjaði strax að paufast upp stíginn með það í huga að það er ekki eftir sem búið er. Stígurinn er erfiður því hann er bæði brattur og grýttur. Á vissum stöðum er hann hálfgert einstigi. Hann er leiðinlegur í dagsbirtu en hvað þá fyrir þreytta hlaupara með stirða fætur í myrkri. Mér finnst ekki skrítið að hann reynist mörgum erfiður sem eru óvanir príli. Það gekk allt saman og að lokum var maður uppi í skarðinu en síðan lá leiðin beint niður aftur. Þetta er eins og Siglufjarðarskarð nema um 400 metrum hærra. Leiðin niður var ekkert betri. Það var grýttur malarstígur í sniðum. Hann var svo brattur og grófur að það var ekkert vit að reyna að skokka hann niður heldur varð að ganga eins og hægt var. Hækkunin hafði tekið töluvert innan úr fótunum svo nú var hraðinn farinn að minnka nokkuð. Á þessum tíma var ég um tveim og hálfum tíma undir tímamörkun og því orðinn nokkuð bjartsýnn en sama var, það var löng leið til Spörtu eftir eða nær 80 km.

Í þorpinu Sanga átti ég poka með plástri og skærum, skó, sokka og second skin plástri. Þegar þangað var komið settist ég niður og græjaði málunum. Smá blaðra var á annari stóru tánni og vísir að blöðru á hinni. Ég plástraði báðar vel, setti nýtt second skin undir jarkana, klæddi mig í skó og sokka og ætlaði af stað. En þá fór í verra. Skrokkurinn var eiginlega fastur. Ég hríðskalf einnig enda ekki á mér þurr þráður og hitinn töluvert undir 10 gráðum. Nú voru góð ráð dýr. Skrokkurinn hefur örugglega gert ráð fyrir að nú væri nóg komið að sinni eftir að vera búinn að hlaupa um fjögur maraþon. En það voru tvö eftir eða svona sirka langt eins og frá Reykjavík yfir Hellisheiði austur að Þjórsá. Ég brölti áfram bálreiður. Nú hófst baráttan milli anda og efnis. Andinn barði skrokkinn áfram með látum; „Ætlarðu að fokka þessu upp auminginn þinn“? Smám saman fór skrefunum að fjölga. Eitt og eitt, tvö og tvö. Maður tautaði við sjálfan sig „Áfram, áfram“ og smám saman fór skrokkurinn að liðkast. Síðan fór maður að beita verðlauna aðferðinni. Ef maður hleypur 100 skref þá fær maður að ganga 50. Ef maður hleypur að ákveðnu kennileyti þá má maður ganga að öðru og svo framvegis. Svona tókst að ná upp smá skriði aftur.

Eftir nokkra tíma fór að birta og þá fór strax að hlýna. Þá varð allt auðveldara. Eftir að frá fjallinu var komið tóku við langar sléttar leiðir sem gaman hefði verið að rúlla í þægilegheitum ef allt hafði verið normalt en því var ekki því að heilsa lengur að það væri hægt. Lærin voru orðin ansi stirð og maður fylgist fyrst og fremst með því hver innistæðan væri í tímanum. Hún hélst nokkuð jöfn eða um tveir klukkutímar. Á meðan svo var var ég heldur rólegur en vissi að það mátti ekki slaka á neinu. Eftir dagrenningu náði ég Eiolfi félaga mínum. Hann kvartaði undan verk aftan í öðrum kálfanum. Ég var með verkjastillandi krem og lét hann fá og hann smurði sig vel. Vonandi hefur það eitthvað hjálpað honum. Sólin var nú komin upp og landið allt að lifna. Grískir vínberjabændur voru í óða önn að gera sig klára fyrir uppskerustörf dagsins. Miðað við tækjakost þeirra þá er afkoman ekki beysin. Manni fór að hitna vel og það gerði allt auðveldara. Um kl. 9.00 hitti ég Kim Rasmussen og félaga hans. Þeir sögðu mér að það hefðu borist fréttir af því að Lars Skytte félagi þeirra væri í þriðja sæti. Kim hefur náð 10 sæti í þessu hlaupi og lokið því fjórum sinnum. Nú var hann í hægari gír. Framundan var seinna fjallið. Ég kom að því um kl. 9.30. Löng brekka var framundan. Upp hana var þrælast og það var eins og hún ætlaði aldrei að taka enda. Síðan tóku við allt að því endalausar brekkur bæði upp og niður. Þegar maður er orðinn lerkaður virðast þær bæði langar og brattar. Það var ekki mikið hlaupið úr þessu enda er þetta alltaf spurning um hvað á að gera og hvað ekki.

Á tímabili hafði ég áhyggjur af sólinni. Þegar maður starir niður í veginn klukkutímum saman í heitri sól verður maður smám saman hálf ringlaður. Ég hafði ekki sent út nein sólgleraugu á seinni daginn og það gat hefnt sín. Sem betur fer kom það ekki að sök. Það hafði finni verið mér samferða í nokkuð marga klukkutíma. Stundum var ég á undan og stundum hann. Þegar um 15 km voru eftir fór hann að hlaupa og hvarf. Þá fór ég að hugsa hvort ég ætti að gera slíkt hið sama. Ég gæti þrælast hraðar áfram en þá væri líka hætta á að ég myndi bræða endanlega úr lærunum. Ég vissi að það hlaut að vera brött brekka eftir og niður hana varð ég að komast skikkanlega. Loks sást til Spörtu í fjarska og þá skynjaði maður að björninn væri hér um bil unninn. Svo var komið að brekkunni niður af heiðinni. Hún var 5.9 km löng. Ég kraftgekk hana niður en ofarlega í henni gekk ég fram á finnann þar sem hann staulaðist niður og fór hægt yfir. Hann hafði greinilega tekið út það sem ekki var til og þurfti að þverganga niður. Hann kom síðan í mark þremur korterum á eftir mér. Þegar komið var niður af heiðinni voru 4 km eftir. Ég þvoði mér í framan á næst síðustu stöðinni svo maður væri ekki krímaður og drullugur í framan þegar í mark væri komið því það hafði ekki verið hugsað mikið um útlitið síðasta einn og hálfa sólarhringinn. Það var góð tilfinning að pjakka síðustu kílómetrana inn í Spörtu og finna sigurtilfinninguna vaxa. Þetta myndi takast. Þegar styttist í mark kemur maður fyrst á stræti með grískum fánum og svo beygir maður fyrir horn og sér þá styttu Leonídasar í fjarsa og þjóðfánar þátttökulanda settir upp á stólpa í miðju götunnar.

Þarna náði ungverskur strákur mér og þegar ég óskaði honum til hamingju með góðan árangur þá sagði hann að við skyldum hlaupa saman síðustu metrana. Það var rosaleg tilfinning að taka síðustu metrana upp að styttunni og snerta fót Leonidasar. Björninn var unninn. Níu mánaða meðgöngu var lokið. Félagi Höskuldur var nærstaddur en hann hafði hætt við 102 km. Þá voru fæturnir orðnir heldur illa útleiknir og allt komið á endastöð. Hann fagnaði mikið og fór síðan í myndatökur sem var ákaflega vel þegið. Eftir hefðbundna móttökuathöfn sem fólst í að drekka af heilagt vatn úr skál, lárviðarsveigur var settur á höfðuðið og maður fékk afhentan viðurkenningargrip. Síðan var maður leiddur í nærliggjandi tjald þar sem fætur voru þvegnir og kannað hvort ekki væri allt í lagi. Eftir nokkar mínútur birtist Eiolf heldur kátur og var gaman að sitja þarna með þessum norska jaxli og fara yfir hápunkta hlaupsins. Maður fékk nudd á lærin og síðan var maður keyrður í leigubíl heim á hótel. Staðan á fótunum var þannig að það var með naumindum að maður kæmist inn í bílinn og hvað þá út úr honum en það hafðist með góðra manna hjálp.

Ég var settur í herbergi með Kim og félaga hans sem voru nýlega komnir. Maður fór í sturtu til að skola af sér mesta svitann og síðan lokuðust augun giska fljótt. Þótt svefninn yrði ekki langur þá var hann sætur. Um kvöldið var verðlaunaafhending í íþróttahúsi skammt frá hótelinu og að því loknu var hægt að fara að ganga til náða. Geir Fryklund, norskur kollegi sem var að klára í fyrsta sinn eins og ég sagði mér morguninn eftir að hann hefði vaknað um nóttina með sára verki í lærunum og verið einnig að drepast í öklunum en brosið náði allan hringinn. Þetta er tilfinningin eftir að hafa debuterað í Spartathlon. Um morguninn var farið að ná í dótið sem maður hafði skilið eftir á drykkjarstöðvunum og því miður vantaði einn poka bæði hjá mér og Höskuldi. Síðan var hádegisverður í boði borgarstjórnar Spörtu og að því loknu haldið til Aþenu. Á hótelinu tók við hefðbundin kaos við að koma keppnendum fyrir á herbergjum. Ég lenti loks í herbergi með þremur Argentínumönnum. Alls komu fimm manns þaðan en enginn þeirra náði að ljúka hlaupi. Dagurinn eftir var til frjálsra afnota en lokaverðlaunahátíðin var haldin um kvöldið niðri í Aþenu. Þar voru sigurvegurum veitt verðlaun og allir þátttakendur fengu afhentar viðurkenningar. Það var skemmtileg stund og var nú komið að endamörkum þessarar reisu. Það er víst að endurminningin frá þessum dögum í Grikklandi mun lifa í minningunni óráðinn árafjölda. Enda þótt slagurinn við Spartathlon hafi tapast í fyrra þá veitti hann það mikið innsæi í hlaupið að maður gat komið betur undirbúinn til leiks í ár og haft fullan sigur. Það er ekki sjálfgefið.