fimmtudagur, október 09, 2008

Ég skoðaði aldursflokkana í Spartathlon í dag. Fór yfir hve margir voru á undan mér sem voru eldri. Ég fann tvo Japana sem voru eldri en ég og náðu betri tíma en ég. Annar var fæddur 1950 en hinn 1947. Ég var því þriðji í flokknum 55 ára og eldri. Nokkrir voru fæddir 1954.

Greyr Frykholm (Ultra Geir) skrifar skemmtilega frásögn á blogginu sínu um upplifunina í Grikklandi. Slóðin er http://www.ultrafrykholm.com/ Gott tækifæri að fríska upp norskuna.

Ég keypti diska sett með Rambo myndum í London um daginn. Mér finnst samsvörunin milli fyrstu Rambó myndarinnar og veruleikans hérlendis vera svolítið athyglisverð. Myndin fjallar um að Rambó kemur til baka úr herþjónustu í Víetnam. Hann kemur gangandi að litlu þorpi í USA. Lögreglustjórinn vill koma honum í burtu og keyrir hann frá þorpinu en Rambó kemur til baka. Þá tekur lögreglustjórinn hann fastan og vill sýna honum hver ræður. Rambó brýst í burtu og leitar til fjalla. Lögreglustjórinn eltir hann með nokkurn mannskap sem Rambó gerir óvirkan. Herinn er settur í málið en allt kemur fyrir ekki, Rambó snýr á þá, fer til baka inn í þorpið og leggur það hreinlega í rúst. Rambó diskarnir og Hafskipsbókin eru ágætar saman og mynda sérstaka stemmingu.

Engin ummæli: