sunnudagur, október 26, 2008

Fór niður í Laugar í morgun og hljóp 23 km á brettinu. Það gekk vel og leið bara fljótt. Ég hljóp akkúrat 23 km því þá náði ég 4000 km á árinu. Í fyrra fór ég rétt rúmlega 3000 km þannig að í ár er ég búinn að hlaupa rúmlega 30% meira en í fyrra sem var lengsta árið til þessa. Finn ekki fyrir þessari aukningu milli ára. Ég er núna um 10 kílóum léttari en fyrir tveim og hálfu ári síðan þegar ég breytti mataræðinu og um fjórum kg léttari en sl. vetur. Það er á hreinu að ef ég væri að burðast með þessa aukabyrði þá væri ýmislegt öðruvísi.

Í Laugum hlustaði ég á Útvarp Sögu eins og oftari. Þeir Sigurður G. og Guðmundur Ólafsson voru að spjalla eins og svo oft áður. Guðmundur fór yfir mjög athyglisverða hluti. Hann hafði verið að lesa greinar úr New Times, blaði sem gefið er út í St. petersburg í Rússlandi sem´er aðgengilegt á neitinu á ensku að hluta. Í New Times hefur nýlega verið fjallað um samskipti rússneskra fjármálamanna við Ísland. þar er meðal annars minnst á lög nr. 31/1999 sem fjölluðu um skráningu alþjóðlegra fjármálafyrirtækja á Íslandi. Mjög hagfellt, lágmarksskattar o.s.frv. fyrir svokölluð skúffufyrirtæki. Þegar Guðmundur ætlaði að skoða þennan lagabálk betur þá kom í ljós að hann hafði verið numinn úr gildi þann 1. jan. sl. Fjármálaráðuneytið vissi mjög lítið um þetta allt samaan. Í sama blaði frá St. Petersburg hefur komíð í ljós að rússneskir eignamenn töpuðu gríðarlegum fjárhæðum á falli Kaupþings. Þeir sögðu að það væri von á fleiri greinum í New Times um fjármálaleg samskipti rússneskra auðmanna og íslenskra banka á næstunni. Fróðlegt svo ekki sé meira sagt. Ég held að það sé hægt að ná af netinu texta enda þótt það virðist sem svo að búið sé að eyða honum. Þarf að finna út hvernig. Það verður fróðlegt að sjá hvort íslenskir fjölmiðlari fari að fjalla um þessi mál. Kemur í ljós hvort þeir hafa tíma til þess frá því að birta drottnignarviðtöl við eigendur sína s.s. Stöð 2 og Mogginn. Það fer ekki á milli mála hver á hvað.

Daginn eftir að Sigmar ræddi við forsætisráðherra í Kastljósi skrifaði maður norður í landi bréf til Páls útvarpsstjóra þar sem hann lýsti andúð sinni á framgöngu Sigmars í þættinum. Þetta var forsíðufrétt bæði á vísir.is og á mbl.is. Ekki er nú mikið að frétta fyrst það þykir svo merkilegt að einhevr maður sé óánægður með starfsmann sjónvarpsins að þess sé sérstaklega getið á mörgum vefmiðlum. Maður gæti skilið það ef hundruð eða þúsund hlustenda hefðu skrifað undir vandlætingarskjal en einn maður, common, hafa fréttamenn ekki annað að gera en að halda svona löguðu á lofti.
Ósköp var þetta kauðalegt að hafa tvo mótmælafundi hvorn á eftir öðrum í miðbæðnum á laugardaginn. Svona skipulagsleysi gerir ekkert annað en illt verra ef menn vilja mótmæla á annað borð sem er vafalaust ekki vanþörf á.

Steinn náði stórgóðum tíma í Frankfurt maraþon í gær. Hann hljóp á 2.45 sem er annar besti tími íslendings á árinu, aðeins einum og hálfum öðrum mánuði eftir að hann kláraði Ironman á 9.25. Ef Steinn myndi einbeita sér að maraþoni færi hann örugglega undir 2.30. Hann er alveg magnaður. Skyldi þetta afrek hans vera flokkað sem íþrótt af fjölmiðlum? Tæplega miðað við fyrri reynslu af fréttamati þeirra, en gæti verið flokkað undir fréttir af einkennilegu fólki.

Engin ummæli: