Það búið að vera hálf skrítið andrúmsloft síðustu viku eða síðan Glitnir var yfirtekinn að stærstum hluta til af ríkinu. Það er engin smáræðis aðgerð og sýnir alvarleika málsins að það var gert yfir helgi áður en markaðir opnuðu. Spennan stigmagnaðist síðan yfir vikuna og á fimmtudaginn leið manni mjög undarlega. Það var eins og maður væri innilokaður í húsi og vissi af náttúruhamförum fyrir utan. Maður vissi að eitthvað gríðarlegt var að gerast en ekki hvað eða í hvaða skala. Yrði nokkuð uppistandandi loksins þegar maður gæti kíkt út? Hve margir myndu lifa af? Maður róaðist aðeins á föstudaginn þegar gengið hætti að hrapa en sama var. Það var kannkske bara svikalogn. Ég er sammála þeim sem segja að björgunaraðgerðir hafi allan forgang í augnablikinu en það er morgunljóst að síðan þegar um hægist verður að fara nákvæmlega yfir það sem gert var og það sem ekki var gert og leiddi til að þjóðarbúskapurinn komst í þessa stöðu sem við erum í nú í dag. Það þýðir ekkert að segja að þetta sé bara hluti af alþjóðlegum vandræðum. Vonandi næst að róa á lygnari sjó en það er morgunljóst að almenningur verður fyrir gríðarlegum áföllum vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að undanförnum með ofsafenginni verðrýrnun krónunnar og tilheyrandi verðbólgu. Framundan er mikil kjaraskerðing og skattahækkanir. Annað getur ekki verið í stöðunni. Ég man eftir að þegar ég kom fyrst til Sovétríkjanna haustið 1991 þá kostaði einn USA dollar 30 rúblur. Ári síðar kostaði han 300 rúblur. Haustið 1995 þegar ég flutti til Rússlands þá kostaði einn USA dollar 5.500 rúblur. Árið 1998 hrundi rússneska hagkerfið. Síðan hefur það verið á uppleið m.a. vegna mikillar verðhækkunar á olíu. Það var sagt að þegar járntjaldið féll þá reis gulltjaldið. Almenningur í Rússlandi hafði ekki efni á að ferðast þegar olían var verðlögð á heimsmarkaðsverði og farmiðaverð með flugvélum tók mið af þvi.
Ég fór út að hlaupa í morgun. Fór níður í Laugar og hitti Hafrúnu og Gauta þar. Tókum góðan sveig, alls 9 km. Allt í fínu standi.
sunnudagur, október 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli