Það er gaman að draga saman niðurstöðuna að leiðarlokum, svona til að hafa hana dókumentaða á einum stað. Maður ber sig fyrst og fremst saman við norðurlandabúana, þeir eru okkar nágrannar og félagar.
Fyrstu þrjú sætin í Spartathlon 2008 ásamt norrænum árangri er sem hér segir:
1. Scott Jurek, USA 22.20.01
2. Markus Thalman, Østerrike 24.52.09
3. Lars Skytte Christoffersem, Danmark 25.29.41
24. Juha Hietanen, Finland 30.49.29
25. Mattias Bramstång, Sverige 30.54.42
41. Mikael Heerman, Finland 32.13.28
41. Pasi Kurkilahti, Finland 32.13.28
57. Kim Rasmussen, Danmark 32.57.36
57. Michael Nielsen, Danmark 32.57.36
59. Fredrik Elinder, Sverige 33.02.26
65. Mika Penttila, Finland 33.40.58
74. Gunlaugur Juliusson, Island 34.12.17
76. Eiolf Eivindsen, Norge 34.14.25
93. Esa Nurkka, Finland 35.01.04
93. Tuula Ahlholm, Finland 35.01.04
93. Jari Tomppo, Finland 35.01.04
108. Gert Hougaard, Danmark 35.30.45
108. Henrik Schriver, Danmark 35.30.45
114. Pertti Eho, Finland 35.34.03
115. Yukio Morishita, Finland 35.34.27
120. Geir Frykholm, Norge 35.36.39
124. Ari Päivinen, Finland 35.41.53
130. Kent Møller, Danmark 35.46.28
130. Lars Skytte, Danmark 35.46.28
Þarna koma yfirburðir Scott vel í ljós. Hann er tveimur og hálfum tíma á undan næsta manni sem er enginn annar en Thalman frá Austurríki. Hann hefur áður orðið verðlaunahafi í hlaupinu, man bara ekki alveg hvort hann hefur unnið það. Lars Skytte frá Danmörku er þriðji á frábærum tíma í sínu fyrsta hlaupi en þremur og hálfum tíma á eftir Scott. Pólsku bræðurnir Páll og Pétur hættu snemma í hlaupinu þegar þeir sáu fram á að vera ekki að berjast um fyrstu sæti. Þeir sætta sig ekki við neitt meðalgutl. Sama var með braselíumanninn Nunes sem var þriðji í fyrra. Hann hætti einnig.
Um 320 hlauparar hófu hlaupið. Af þeim skiluðu um 150 sér að styttu Leonidasar. Það voru skráðir rúmlega 40 norðurlandabúar í hlaupið, 38 hófu hlaupið og 22 þeirra skilaði sér í mark. Ég var um miðjan hóp þeirra Norðurlandabúa sem náðu leiðarlokum. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það.
Ég fékk tölvupóst í gær frá Geir Frykholm, fyrrum ritstjóra Kondis.no. Hann sagði mér að við værum nú fjórir Norðurlandabúar sem hefðum klárað bæði Western States og Spartathlon. Hinir þrír eru Kjell Ove Skoglund frá Svíþjóð, Eiolf Eivindssen frá Noregi og Kim Rasmusssen frá Danmörku. Þessir þrír eru allir miklir ultrahlauparar svo það er ekki amalegur félagsskapur að vera hluti af þessum hópi.
Það var handboltaleikur í Víkinni í gærkvöldi. Ég var þar að hjálpa til við framkvæmd leiksins eins og ýmsir fleiri. Áður en leikurinn hófst var ég kallaður fram á gólf og Trausti formaður handboltadeildarinnar afhenti mér sérmerkta Víkingstreyju með nafni hlaupsins, vegalengd og tíma sem viðurkenningu frá félaginu. Það er ekki hægt annað en að vera glaður yfir slíku viðmóti. Takk aftur fyrir mig.
föstudagur, október 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli