Það er margt sem manni finnst skrítið þessa dagana. Það flögrar til dæmis að manni að það hafi ekki verið sest ákaflega mikið yfir útreikninga fyrr en Pétur Blöndal fer að reikna út hvað kröfur Breta og Hollendinga þýddu í raun og veru. Þá var eins og fjölmiðlar og stjórnmálamenn sæu í raun og veru hve óskaplegar fjárhæðir var verið að tala um. Það má vel vera að þetta sé rangt hjá manni en alla vega kemur þetta svona fyrir augu hjá venjulegum manni á götunni.
Manni kemur líka á óvart að íslensk stjórnvöld skuli svo seint sem í byrjun september hafa verið að reyna að koma Icesafe reikningum Landsbankans undir breska ábyrgð, svo seint sem tæpum mánuði áður en hann hrynur. Vitaskuld var farið að hrikta í honum fyrir löngu síðan. Skuldatryggingarálagið átti svo sem að vera nægilegt hættumerki en það var svo hátt að það var í raun einkunn upp á að bankarnir væru gjaldþrota. Þessir reikningar voru vitaskuld desperat tilraun bankanna til að verða sér úti um lánsfé eftir að aðgengi að ódýrum skammtímalánum varð erfiðara en hafði verið. Útlán bankanna voru fjármögnuð að miklu leyti með skammtímalánum og því var lánsfjárþörf þeirra svo gríðarleg.
Staða bankanna var orðin svo gríðarlega sterk að það þorði í run enginn að hrófla við þeim. Ef ég fæ ekki það sem ég vil þá er ég bara farinn úr landi var viðkvæðið og allir heyktust í hnjáliðunum. Bankaforstjórarnir náðu sem betur fer ekki Íbúðarlánasjóði og Lánasjóði sveitarfélaga undir sig en hart var sótt til þess. Maður getur svo sem skilið að það hafi enginn stjórnmálamaður viljað verða til þess að hrekja bankana úr landi. Hann hefði haft þann stimpil á enninu æfilangt ef þeir hefðu síðan náð að starfa áfram. En þess þá heldur verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna, eftirlitsstofnana og Seðlabankans að þeir nái að stoppa óheillavænlega þróun áður en hún verður þannig að það fæst ekki við neitt ráðið eins og í tilfelli bankanna. Það er ekki hægt annað en að segja að það er ömurlegt að sjá upprifjun á viðbrögðum stjórnmálamanna og annarra sem málið varðar við þeirri gagnrýni og varúðarorðum sem bárust um þróun mála, bæði utan lands frá og innan lands. Vonandi ná viðkomandi að líta í eigin barm og spyrja; Er ég kannski bara í starfi sem ég ræð ekki við og á ekkert erindi í?
Ég las einu sinni skáldsögu um óprúttna athafnamenn sem settu á fór fyrirtæki sem ávaxtaði peninga fyrir fólk. Þeir buðu háa vexti til þeirra sem afhentu þeim fjármuni sína til ávöxtunar. Margir létu til leiðast. Þeir fyrstu fengu greidda afar háa vexti og allri voru glaðir. Það þýddi að fleiri komu og svo koll af kolli. Þeir fyrstu fengu greidda vextina með peningum þeirra sem á eftir komu. Þannig stækkaði sjóðurinn gríðarlega og á réttu augnabliki þá stungu viðkomandi athafnamenn af með sjóðinn. Ávöxtun, fjármálafyrirtækis em starfaði hérlendis í kringum 1990 vann á áþekkum grunni. Forstöðumaður sjóðsins hélt fínustu veislur sem höfðu sést lengi fyrir valda áhrifamenn. Allt gekk vel þar til sjóðurinn fór í þrot. Forstðumaðurinn var settur í steininn um hríð og líklega ekki sýknaður eftir helming dómsins af fangelsisyfirvöldum eins og aðrir og verri glæpamenn geta yfirleitt gengið að. Ég sé ekki annað en að Icesafe módelið hafi byggst á sömu principum. Af hverju skyldi Landsbankin geta greitt mun hærri ávöxtun en bankinn við hliðina á honum? Voru íslensku bankastjórarnir svo miklu snjallari en kolegar þeirra eða fengu þeir bara hærri laun?
Vitaskuld var ekkert annað ís töðunni en að leita til IMF. Það er forsenda þess að aðrir aðilar geti komið að borðinu. IMF hefur gert úttekt á stöðunni og lagt línur með aðgerðaáætlun. Afðir sjá hvernig staðan er og meta forsendur út frá því. Að fara og slá rússana um víxil hefði verið það alheimskulegasta í stöðunni. Engin úttekt, engin greining, engin áætlun með óhjákvæmilegar aðgerðir heldur einungis að fleyta sér áfram um hríð. Vera í sjálfu sér eins og einstaklingur sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann heldur fer frá einum okurlánaranum til annars enn verri. Staðan getur ekki annað en versnað. Ég held að við séum aðeins að byrja að ganga inn í svipugöngin.
Það er mikil bjartsýni að ætla að botninum verði náð í janúar eða febrúar. Það er í fyrsta lagi næsta vor sem aðeins getur farið að örla á bata þegar sumarverk byrja, bæði almenn starfsemi sérstaklega hjá því opinbera og síðan túrisminn. Fram að þvi verður permafrost. Það eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að standa vörð um. Gjaldeyrismarkaður verður að komast í gang svo atvinnulífið nái að starfa eins eðlilega og hægt er. Gera þarf allt sem hægt er til að koma í veg fyrir hrun fyrirtækja sem geta lifað undir öllum eðlilegum kringumstæðum. Koma þarf í veg fyrir gjaldþrot einstaklinga eftir því sem mögulegt er. Markmið til lengri tíma er að ná að byggja upp virðingu íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi. Stjórnvöld þurfa að leggja miklu meiri áherslu á PR vinnu en gert hefur verið. Vitaskuld er erfitt að sinna öllu en það er til nokkuð sem heitir crisis management eða stjórnun á krísutímum. Það eru til sérfræðingar í slíkrti vinnu. Þá á vitaskuld að kalla til. Hvað ætli sendiráðin kunni t.d. fyrir sér í svona hlutum. Nákvæmlega ekkert.
Þrír norðmenn komu í heimsókn í morgun. Þeir komu sem fulltrúar stjórnmálaflokks og gerðu sér ferð til landsins til að kynna sér stöðuna til að geta tjáð sig um málefni landsins af þekkingu í Noregi. Það er vinarbragð því þeir höfðu virkilegar áhyggjur af stöðu mála hérlendis. Ég ehf aftur á móti trú á að það hafi ekki verið allt fagurt sem þeir heyrðu því nú tala menn eins og þeim finnst sannast og rétt og eru ekki í neinum andskotans feluleik.
Bretti seinnipartinn og síðan aðalfundur Félags maraþonhlaupara í kvöld. Hélt smá tölu um Spartathlon hlaupið. Gísli sagði frá Ironman og Kalli Gísla sagði frá Tíbetmaraþoninu.
föstudagur, október 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli