Forseti Íslands afhenti bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í dag. Einar Kárason hlaut verðlaunin í flokki almennra ritverka fyrir Ofsa og æfisagan um Lárus Pálsson leikara í flokki fræðirita. Ég hef hvoruga lesið en efa ekki að þarna er vel valið. Ef Ofsinn er eitthvað í stíl við Óvinafagnað þá er hún góð. Einar er einn besti sagnamaður í rithöfundastétt sem er uppi nú. Það hefði orðið svolítið pínleg situation ef Guðjón Friðriksson hefði skrifað svo mikið afburðarit um forsetann að það hefði verið talið standa öðrum framar þetta árið. Þá hefði forsetinn afhent ritara eigin sögu verðlaunin. Kjánalegra hefði það nú varla getað orðið. Þetta sýnir manni t.d. að einstaklingar í stöðum eins og forsetinn er í eiga ekki að láta rita æfisögubrot um sig á meðan þeir eru enn í starfi. Það er eitthvað svo "Séð og heyrt" legt að það rýri virðingu almennings fyrir embættinu. Nóg er nú samt.
Það er alltaf slæmt að verða fyrir heilsufarslegum áföllum. Veikindi fólks eru ekkert til að gera grín að. Það er svona almennt viðhorf hjá venulegu fólki. Af hverju ætli megi þá gera grín að veikingum sumra en ekki annarra? Tvískinnungsháttur og hræsni pirrar mig.
Það var svolítið dæmigert fyrir ástandið að sjá Kastljós skúbba frétt með viðtali við fyrrum keppinaut þeirra af Stöð 2 þar sem farið var yfir inntak úr þætti sem þeir fengu ekki að birta á Stöð 2. Kompásmenn voru einfaldlega reknir þegar þeir voru að fletta ofanaf enn einu rippoffinu í tengslum við Kaupþing og hvernig peningum var mokað út úr bankanum í formi veðlítilla lána á síðustu dögunum áður en hann hrundi. Tvöhundruð og áttatíu milljarðar. Það er nær þrefalt verð Kárahnjúkavirkjunar. Kompásmenn voru einfaldlega reknir af Stöð 2 þegar þeir voru komnir í mál sem var of heitt. Sem betur fer hefur Baugsliðið ekki tök á öllum fjölmiðlum í landinu (ennþá).
þriðjudagur, janúar 27, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli