Viðtalið við Guðmund Ólafsson í Kastljósinu áðan var gott. Guðmundur er einn af betri greinendurm þvi hann talar mannamál og svo getur hann steypt yfir sig svo mildilegum hjúp. Það sem hann bað mest um var að stjórnvöld segðu almenningi satt og rétt frá. Það er engum greiði gerður með því að ýta á undan sér því sem óhjákvæmilegt er, að staðreyndir komi í ljós.
Ég á í dag að Seðlabankinn hefði rýmkað um útlánareglur framan af ári í fyrra. Þá hafa stórubankarnir verið farnir að svitna út af því að erfiðara var farið að útvega sér lánsfé. Samkvæmt reglum Seðlabankans mátti bankinn þó ekki lána þeim eins mikið og þeir þurftu. Því voru flestir litlu bankarnir notaðir sem milliliðir. þeir keyptu skuldabréf af stóru bönkunum, seldu þau til Seðlabankans og seldu bönkunum síðan peningana sem þau fengu fyrir skuldabrféfin með ágætum ágóða að öllum líkindum. Þegar hrunið var afstaðið þá sat Seðlabankinn uppi með 350 milljarða í ónýtum bréfum. Ríkissjóður þurfti að taka þetta yfir. Fjárlögin í ár eru upp á 450 milljarða, bara svona til samanburðar.
Að einhverju öðru ánægjulegra. Ég gekk í fuglaverndarfélagið í fyrravor. Það er skemmtilegt umhverfi að kynnast. Það hafa verið haldnir nokkrir opnir fyrirlestrar s.s. um fuglamyndaferð til Oban og Jóhann Óli hélt fyrirlestur um nýja bók sína um Lundann. Fuglamyndataka er mikil áskorun. Hún krefst bæði þolimæði, þekkingar og einnig smá tækjakosts. Ég fór í fyrsta sinn um Friðlandið í Flóa í sumar. Það var ákveðin upplifun. Bæði er fuglalífið þar mjög mikið og sá ég þó vafalaust bara minnstan part af því en í annan stað þá eru fuglarnir þar svo spakir. Skotveiði hefur verið bönnuð þar um langa hríð og það skilar sér strax. Ég er farinn að hugsa um hvernig hagar sér næsta vor. Þetta er nokkuð eins og gæsaveiðar. Best er að vera kominn á staðinn síðla nætur og vera klár þegar morgnbirtan kemur og eins og fuglinn oft mikið á ferðinni á morgnana við fæðuleit og fleira. Þá nást oft góð skot. Ég keypti mér feludúk á útsölunni hjá Ellingsen á dögunum. Hann kemur sér vonandi vel þegar fer að vora. Eins þarf ég að skreppa austur að Ölfusárósum á næstunni þegar er bjart einhverja helgina. Þar er mikið fuglalíf á veturna. Vefur fuglaverndar er www.fuglavernd.is. Þar eru slóðir á ýmsa góða vefi hjá góðum fuglaljósmundurum. Eins eru slóðir á www.fuglar.is. Sumt sem menn eru að taka er tær snilld.
þriðjudagur, janúar 13, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli