sunnudagur, janúar 11, 2009

Fór út í morgun upp úr kl. 8.00 og fór Eiðistorgshringinn og inn á Langholtsveg áður en ég kom í Laugar. Þaðan fórum við vestur í gegnum miðbæinn og svo austur hefðbundna leið og heim. Alls komu 33 km í hús. Fann ekkert fyrir gærdeginum. Hálfdán birtist eftir langa fjarveru og það tóku sig upp gamlir sprettir. Fínt veður og fínn dagur.

Það fór mjög lítið fyrir því í fréttum að Ríkissjóður hafi þurft að bjarga Seðlabankanum frá gjaldþroti í desember. Þar fuku 350 milljarðar. Fólk er orðið svo ónæmt fyrir tölum að það er varla að nokkur maður depli auga við svona hluti. Ríkissjóður var áður búinn að setja álíka fjárhæð í bankana svo að þeir næðu andanum eftir krassið í október. Þetta er óskaplegt eins og flest í kringum þetta. Kostnaðurinn af þessu er ósköp einfaldlega tekinn beint af lífskjörum almennings. Annað tveggja með skattahækkunum eða niðurskurði á opinberi þjónustu. Nú er það auðviað svo að víða má bæði gera hlutina skilvirkar en gert hefur verið svo til þessa og síðan er allt í lagi þó skorin séu niður gælu- og lúxusverkefni margsskonar sem leitlu eða engu hafa skilað. Það er hins vegar allt annað mál þegar farið verður að kreppa að í grunnþjónustu samfélagsins, menntun, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Þá fer að nísta í beinum. Það sem hefur verið að egrast undanfarna daga s.s. sameiningar í heilbrigðisþjónustu og tilfærslu verkefna er bara forsmekkurinn.

Engin ummæli: