Frekjan í einstaka fólki ríður ekki við einteyming. Ég hef séð allmargar síður þar sem myndir af myndasíðunni minni hafa verið settar inn. Það hefur bæði verið gert í sambandi við ákveðin þemu og þá fyrst og frems tnorðurljósamyndir eða bara vegna þess að einehrvjum hefur þótt einstaka mynd vega falleg. Það hefur þá verið gert á þann hátt að myndin leiðir beint inn á myndasíðuna þannig að það fari akki á milli mála hvaðan myndin er ættur. Einu sinni hafði sambandi við mig maður sem vildi gera grafikmynd eftir einni mynd sem ég tók. Annars getur maður náttúrulega ekkert vitað hvað er gert við þær myndir sem maður setur út á netið. Maður á náttúrulega að setja vatnsmerki á þær svo þeim verði ekki stolið. Ég rakst síðan á íslenska síðu nú á dögunum. Þar var einhver náungi að byggja upp myndablogg og var að lansera því út og reyna að fá mikla umferð á bloggið. Hann hafði sett myndir inn á það frá sjálfum sér sem mér fundust ekki sérstakar en ef honum hefur fundist þær góðar þá er það bara hans mat og er allt í lagi. Eitthvað hefur honum fundist umferðin slök þannig að hann kópíeraði tvær norðurljósamyndir, aðra frá mér og hina frá einhevrjum öðrum og setti á bloggið sitt án nokkurra skýringa eða tenginga. Hann fékk fullt af viðbrögðum og mikið hrós fyrir fallegar myndir. Hann hafði ekki einu sinni manndóm til að segja að hann hefði ekki tekið myndirnar sjálfur heldur vafalaust líkað hrósið vel. Ég gaf honum kost á að taka þær undir eins út og sagðist fylgjast með að það yrði gert. Annars hefði ég látið Myndverk fylgja eftir kröfu á grundvelli höfunarréttar. Myndin var farin út í dag.
Í fyrra var ég að sörfa á netinu og rakst á kynningarbækling um Vetrarhátíð reykjavíkurborgar. Mér til undrunar sá ég þar mynd af Laugarneskirkju sem ég hafði tekið einu sinni að kvöldlagi. Þeim sem sá um bæklinginn þótti það ekkert athugavert að taka myndina og skella henni inn á netbæklinginn án þess að geta nokkurra heimilda eða uppruna. Þeir voru fljótir að kippa henni út þegar ég gerði vart við mig. Þetta kennir manni að maður á að merkja myndir greinilega þegar þær eru settar á netið.
Enn eitt skrípamálið er komið upp í sambandi við innflytjendur. Indversk kona hafði sest að á Seyðisfirði án þess að hafa nokkur leyfi eða pappíra um að hún mætti búa eða vinna á landinu. Þar ehfuer hún búið um tveggja eða þriggja ára skeið. Útlendingastofnun gekk eðililega í málið og kynnti henni gildandi reglur. Seyðfirðignar skrifuðu undir áskorun um að hún mætti dvelja þar áfram og rökin voru að þetta væri fín kona. Nú dreg ég það ekki í efa. Þá vakna hins vegar ýmsar spurningar. Væri í lagi að reka hana úr landi ef hún væri leiðinleg? Er það aðferðin að leyfa fólki að dvelja í landinu þangað til fullreynt er hvort viðkomandi sé skemmtilegur eða leiðinlegur. Það fólk sem vill hafa reglur í þessum málum eins og vindhana ætti að prufa sjálft að flytja til annarra fjarlægra landa, s.s. til Indlands. Í þessum málum verða að gilda reglur sem gilda jafnt fyrir alla. Ef farið er að hringla með þetta út og suður þá er eitt víst. Það fer allt í vitleysu.
Hvað ætli hægt sé að leggja margar fjölskyldur í rúst með sex kílóum af kókaíni sem sett væri á markaðinn hér? Giska margar trúi ég. Þeir sem koma að innflutningi á þessu eru glæpamenn að mínu mati og verða að taka afleiðingum gerða sinna.
Af hverju ætli bensínið sé ódýrara á Egilsstöðum en við Miklubrautina? Það væri gaman að fá rökstuðninginn fyrir því.
fimmtudagur, maí 07, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæll Gunlaugur,
Aðeins að kommenta á Skrípamálið.
1. grein
Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein
Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
3. grein
Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
5. grein
Enginn maður skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
7. grein
Allir menn skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinarálits. Ber öllum mönnum réttur til verndar gegn hvers konar misrétti, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áróðri til þess að skapa slíkt misrétti.
Þessar línur eru úr Mannréttinda Sátmála Sameinuðu Þjóðanna sem að ég tel að við Íslendingar höfum skrifað undir og gengist við. Það má vel vera að það eigi eftir að uppfæra útlendingalögin um allan heim í samræmi við sáttmálann og í raun ekkert því til fyrirstöðu að byrja hér á Íslandi. Það er það einna rétta í stöðunni. Einnig þá er bara fínt að fólk spyrni við fótum og kvarti undan ólögum sem mismuna fólki eftir fæðingarstað og öðrum ólögum. Ekki viltu að íbúar Norður Kóreu sætti sig út það óendalega við sitt hlutskipti af því að það megi ekki breyta lögum og reglum út og suður því að þá fari allt bara í vitleysu.
Ég sé hag mínum og barna minna miklu betur borgið í heimi þar sem reynt verður að taka mark á þessum alþjóðlegu samþykktum í orði og á borði en í heimi þar sem að dóttir mín þyrfti að giftast einhverjum Dana til að fá að búa í Kaupmannahöfn eða vera háð duttlungum vinnuveitenda um landvist. Að setja sig í spor annara er oft gott að gera og það er það sem við temjum börnum okkar á leikskóla aldri að gera en við sem eldri erum felum okkur bara á bakvið lög og reglur sem oft voru settar á blað fyrir einni öld eða svo við allt aðrar aðstæður.
Jæja verður ekki lengra í bili.
Kveðja,
Stefán Viðar
Sæll Stefán og takk fyrir innleggið. Gott að heyra frá þér. Nú skal ég viðurkenna að það var kannski ekki rétt hjá mér að kalla þetta ákveðna tilvik skrípamál. Maður á ekki að draga dár að aðstæðum fólks, sérstaklega ef það hefur það verra en maður sjálfur. Á hinn bóginn er það mitt mat að í þessume fnum verður ísland að fara eftir ákveðnum leikreglum ekki síður en aðrar þjóðir. Manni getur fundist að hlutirnir eigi að vera öðruvísi en verulegikinn er oft barskur. Ég bjó í Danmörku árin 1983 - 1987. Á þeim árum var flóttamannastefna danskra stjórnvalda mjög einföld, landið var galopið. Það skapaði þvílík vandamáli í Danmörku að seint um síður urðu þeir að skerpa reglurnar, annað var ómögulegt. Engu að síður sitja þeir uppi með vandann. Þegar verið er að segja að aðstæður flóttafólks hérlendis séu ómanneskjulegar, þá ættu þeir að fara til Svíþjóðar eða Danmerkur, ég tala nú ekki um þegar farið er sunnar í álfunni. Á þeim árum sem ég bjó í Danmörku bjuggu flóttamenn í tjaldbúðum út um allt land, húsnæði var ekki til. Að ímynda sér að við, einhver örþjóð, geti farið að hafa allt aðra stefnu og aðrar reglur en nágrannaþjóðirnar er vægast sagt óraunsæ sýn á veruleikann. Meðan aðstður eru svo misjafnar sem raun ber vitni þá er það óhjákvæmilegt að hafa stjórn á þessum málum.
Skrifa ummæli