Ég er að lesa Svartbók Kommúnismans þessar vikurnar. Þetta er gríðarleg bók upp á einar 800 bls, skrifuð af hóp franskra rithöfunda og sagnfræðinga fyrir ca 12 árum. Hannes Hólmsteinn þýddi verkið. Mér finnst svolítið athyglisvert að það er eins og bókin sé ekki til hérelendis, maður heyrir aldrei minnst á hana, það er ekki fjallað um þýðinguna í fjölmiðlum (alla vega ekki það ég hef séð) og að maður tali nú ekki um að hún hafi skapað einhverjar umræður um kommúnismann og söguna. Ekkert. Bókin er ekki til. Hún hefur ekki verið þýdd á íslensku og ekki gefin út. Það lítur alla vega út fyrir það eftir viðbrögðunum að dæma. Þetta er ákveðin aðferð sem hægt er að beita þegar eitthvað skal þagað í hel vegna þess að það hreyfir við óþægilegum málum. Það er í sjálfu sér ósköp einfalt að sópa óþægilegum hlutum undir teppið og láta eins og þeir séu ekki til. Ég er nú bara kominn aftur undir seinni heimsstyrjöld og mikið er eftir. Maður hafði staðið í þeirri meiningu að þjóðernishreinsanir nasistanna í Þýskalandi hefðu verið nokkuð einsdæmi í Evrópu á seinni tímum og einmitt þess vegna hefðu þær verið þrykkt svo djúpt í mannkynssöguna eins og raun ber vitni. Þetta er náttúrulega gríðarlegur misskiliningur og vanþekking. Stalín stóð fyrir gríðarlegum þjóðernishreinsunum á fjórða áratugnum svo Hitler var í sjálfu sér bara að feta í fótspor hans. Krím Tatarar, Tsjetenar, Kákasusbúar, Úkraníumenn, fólk af þýskum ættum sem bjó í Rússlandi, bændur, menntamenn og ég veit ekki hvaða hópar voru ekki rifnir upp og fluttir í gúlagið austur í Síberíu. Milljónir á milljónir ofan. Þeir fengu að taka með sér mat til mánaðar á hevrn einstakling í lestarferðina austur en svo tók ferðin óvart tvo mánuði. Auðvitað hefur maður heyrt um Gúlagið en það er svo víðsfjarri því að það sé almennt sett í álíka hryllingsflokk í sögulegu samhengi eins og þrælkunar- og útrýmingarbúðir nasistanna. Milljónum saman var fólki haldið nauðugu í þrælabúðum út um allt í Sovétríkjunum. Þar dó það vitaskuld eins og flugur. Það er ekki nema von að Hitler hafi tekið essa aðferðafræði upp af miklum þrótti þegar hann hafði séð hana notaða í Sovétríkjunum í áraraðir og enginn sagði neitt.
Þetta er nú einungis einn smá partur af þeirri ógnaröld sem ríkti í Sovétríkjunum. Samyrkjubúavæðingin er annar þáttur og hann ekki par fallegur. Menn eiga að vita þetta ef þeir vilja. Nú á tímum er engin afsökun fyrir því að segjast ekki hafa vitað hvernig stjórnarfarið var þar eyrsta. Í desember 1991 lýsti forseti Rússlands, Boris Jeltsín, kommúnistaflokkinn ólöglegan í landinu sem glæpamannasamtök.
Það er gott að fá tilbreytingu í mannlífið í skammdeginu. Gömlum poppurum þykja þar mikil tíðindi og góð þegar Yoko Ono fer upp á svið og skrækir þar með með þeim. Húsameistari ríkisins, ekki meir - ekki meir. Kerlingin hefur yfirleitt borið með sér ófrið síðan maður heyrði fyrst á hana minnst. Aftur á móti er hún góður businessmaður. Hún hefur lifað góðu lífi á að kreista dropa úr minningu Johns Lennon síðan hann dó. Friðarmálið barst til Íslands eins og við þekkjum. Nú fær tunglið ekki einu sinni að vera í friði fyrir henni. Bandaríska geimvísindastofnunin þrumaði gömlu gervitungli í einhvern gíg á tunglinu til að sjá hvaða efni það væru sem þyrluðust upp. Þá er Yoko mætt og vill skíra gíginn Frið. Það ætti frekar að skíra hann Ófrið ef eitthvað væri því það er nú ekki beint til eftirbreytni að skjóta drasli á tungl sem maður á ekki.
þriðjudagur, október 13, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Velheppnuð þöggun hjá okkur kommunum. Spurning hvort að menn sem fylgjast svona illa með fjölmiðlum þyrftu ekki að læra nota google.
Ef þú leitar að Svartbók Kommúnismans í googlu er þetta brot af fyrstu færslunum á google:
http://www.jbh.is/default.asp?ID=197
http://www.ruv.is/heim/vefir/ras2/morgunvaktin/frettir/nanar/store159/item297349/
http://www.vb.is/atburdur/525
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/hannes-thydir-bok-um-svarta-sogu-kommunismans-ognarstjornin-var-alls-stadar
http://www.dv.is/blogg/tresmidja/2009/9/11/kolsvartur-kommunisminn/
http://inntv.is/index.php?option=com_n-thattur&do=watch&vid=1176&id=51&Itemid=27
http://www.visir.is/article/20090919/SKODANIR/158309763
http://eyjan.is/blog/2009/09/11/forvitnileg-skodanaskipti-hannibalssynir-takast-a-um-marx-og-krist/
http://www.dv.is/sandkorn/2009/8/31/hannes-holmsteinn-beinid/
http://silfuregils.eyjan.is/2009/09/04/svarta-bokin/
http://inntv.is/Horfa%C3%A1%C3%BE%C3%A6tti/Bj%C3%B6rnBjarna/Bj%C3%B6rnBjarna02092009/tabid/1035/Default.aspx
http://hannesgi.blog.is/users/5b/hannesgi/files/170199_dv_11-09-2009_0.pdf
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/949668/
Velheppnuð þöggun! Svo hefur m.a. verið fjallað um bókina í bókmenntaþáttum á sjónvarpi rúv, í menningarþáttum í útvarpi rúv og svo framvegis.
Með von um betri vinnubrögð,
kv. Þórir Hrafn
Ég þakka athugasemd þína Þórir og játa þá einfaldlega að ég hef ekki fylgst betur með en svona. Gott mál því rétt skal vera rétt.
Ég biðst velvirðingar á skætingi í fyrri athugasemd minni. Vont skap mitt út í þá sem standa að þessari síðu:
http://www.amx.is/fuglahvisl/10453/
var beint að þér mjög óverðskuldað.
bestu kveðjur,
Þórir Hrafn
Sæll Gunnlaugur!
Já þessa bók mættu menn lesa en því miður þá dregur þýðandinn úr áhuga manna. Þó Hannes sé vel skriffær og oft skemmtilegur þá er það pirrandi hvernig hann allt of oft beitir rökunum "svo skal böl bæta". Þannig má aldrei minnast á ógnarstjórn Pinochet öðruvísi en farið sé að ræða ógnir kommúnismans. Við þurfum ekki að ræða glæpi ýmissa ..isma á þennan hátt. Í svona umræðu virðist engin heldur geta viðurkennt mistök. Við könnumst við það viðhorf að Sovjétið hafi í raun ekki verið alvöru kommúnismi!! Og heyrum við ekki akkúrat sama söng núna bara frá hinni hliðinni, hvernig það sé alls ekki kapítalismanum um að kenna hvernig staðan er núna í miðri kapítalismakreppunni.
bestu kveðjur
Starri Heiðmarsson
Sæll Starri og takk fyrir síðast. Kemurðu í haustmaraþonið? Mér finnst það svolítið dapurt ef það skiptir máli fyrir umræðuna hver þýðir svona bók. Ef ekki er hægt að benda á hroðvirkni eða óvönduð vinnubrögð þá á ekki að skipta máli hver þýðir frumtextann. Mér finsnt skipta miklu máli að geta lesið svona bók á móðurmálinu, óháð þýðanda. Nú ætla ég ekki að bera í bætiflákann fyrir Pinochet, síður en svo. En að mínu mati er ákveðinn munur á óhæfuverkum Pinochets og óhæfuverkum kommúnismans. Pinochet framdi valdaráð í Chile með öðrum herfroingjum og drottnaði yfir landinu með ógn og terror. Kommúnistarnir í Sovétríkjunum brutu landið undir sig með ógn og terror undir yfirskyni að þeir væru að skapa nýtt þjóðfélag sem ætti ekki einungis við um Sovétríkijn heldur heiminn allann. Þeir náðu að brjóta austur Evrópu undir sig og héldu völdum þar með ógn og terror. áróðurinn gekk hins vegar út á það að það væri verið að skapa réttlátara og betra þjíoðfélag. Margir gengu til liðs við kommúnismann undir þeim formerkjum. Það fór aldrei það orð af Pinochet að hann hefði slík markmið. Hvað varðar kapítalisma og kommúnisma þá finnst mér að það sé ekki hægt að réttlæta ranglæti á einum stað með því að segja að það finnist einnig ranglæti á öðrum stöðum.
Mbk
G
Sæll aftur!
Sammála því að ekki eigi að skipta máli hver þýðandinn sé en.. það hefur samt alltaf áhrif sé viðkomandi þekktur fyrir sterkar fyrirfram skoðanir á viðfangsefninu. Þá eiga menn létt með að trúa því að bókin sé valin til að styrkja ákveðinn málstað og ákveðna söguskoðun. Því held ég hins vegar alls ekki fram og gekk sjálfur endanlega af bernskutrúnni á kommúnismann þegar ég kynntist landflótta rúmena þegar ég var við nám í Uppsölum rétt fyrir aldamót. Sá hafði þurft að lesa Lenín og Marx og vandaði þeim félögum ekki kveðjurnar og taldi mannvonsku innbyggða í kerfið frá upphafi. Því er mjög gott að slíkar bækur komi út á íslensku.
Kemst ekki í haustþon í ár (lauk líka maraþoni ársins í vor þegar við áttum langa samfylgd!). Er sem stendur í námsleyfi í BNA að rannsaka íslenskar svertur en skal ræða við þig heimsmálin næst þegar við eigum samleið! Það fer jú líka að líða að því ég reyni að komast í 100 km klúbbinn hjá ykkur;-)
Mér líst vel á þetta Starri að setja sér ný og erfiðari markmið. Það er ýmislegt hægt. Gangi þér vel í BNA.
Mbk
G.
Skrifa ummæli