Manni líður undarlega þessa dagana. Að vera að dunda úti í garðinum og í pallinum dag eftir dag í stuttbuxum og ber að ofan, berfættur í skónum og með bjór í glasinu af og til, er eitthvað sem maður er ekki mjög vanur hérlendis. Sólin steikir og brennir ef maður gætir ekki að sér. Síðan dundar maður með krökkunum inn á milli þegar á þarf að halda, horfir á fótboltaleiki eða annað eftir því sem til fellur. Þetta er alvöru frí enda þótt ekki sé verið að þeytast land og ríki rundt.
Heyrði athyglisverða niðurstöðu úr norrænni rannsókn í fyrradag. Það hafði verið rannsakað og staðfest að börn bíða ekki félagslegan eða andlegan skaða af því þótt foreldrarnir (líklega pabbinn) neyti alkóhóls á hverjum degi í sumarfríinu. Að neyta alkóhóls er ekki sama og að vera blindfullur. Í hitabylgjunni á Spáni fyrir tveimur árum var hver bjórlíterinn fljótur að renna niður þegar hitinn var + 35C. Það þekkja allir sem reynt hafa hve mikil áfengisáhrif koma fram við slíkar aðstæður. Mér finnst nú svona rannsóknavinna flokkast undir atvinnubótavinnu, kratíska atvinnubótavinnu.
Nú líður að því að nýr útvarpsstjóri verði ráðinn. Afar skrítið finnst mér þetta með Pál Magnússon. Hann strikar út frá 365 og ber við ágreiningi um ritstjórn. Svo skemmtilega hittist á að þegar hann stendur atvinnulaus á stéttinni fyrir utan 365 þá er fyrir tilviljun einn dagur í að umsóknarfrestur um útvarpsstjórastöðuna renni út. Hann rennir umsókn í póstinn og hittir um leið af tilviljum fréttamann (eða þannig) sem sér utanáskriftina á bréfinu og viti menn, það er komin frétt í hádegisútvarpinu að nefndur PM hafi sótt um starfið. DV (í eigu 365 samsteypunnar) birtir síðan skorinorða frétt um að það verði að ráða fagfólk til starfans. Lesist PM sem var að enda við að ganga út frá 365 vegna grundvallarágreinings við æðstráðanda að eigin sögn. Einhvern tíma hefði það verið kallað að 365 væri að sjanghæja ríkisútvarpinu.
Góður leikur í Víkinni í kvöld. Suðræn stemming þegar Víkingur vann Þór 4-0. Sól, hiti og logn.
laugardagur, júlí 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli