Frábært veður í kvöld fyrir smá slaufu. Nú fer þetta að rúlla í rólegheitum. Það spáir svona veðri fram í næstu viku. Fyrir tveimur árum var ég á Spáni í tvær vikur í gríðarlegum hitum eins og eru nú iður í Evópu. Það tók alveg fyrri vikuna að balancera sig inn á hitann. Þá var nákvæmlega svona veður heima á meðan. Sem betur fer er maður hér heima núna svo hægt sé að njóta góða veðursins hérna.
Stundum er maður hissa á blaðamönnum. Bera þeir ekki skynbragð á að hreinsa ruglið burt. Um daginn sá ég frétt um óánægju strætisvagnabílstjóra með nýja leiðakerfið. Óánægja bílstjóranna beindist ekki að breytingunum eða nýju fyrirkomulagi per ce heldur voru þeir mest óánægðir með að nýtt vaktafyrirkomulag gerði þeim erfiðara með að vinna aukavinnu! Hvað með það. Á maður að miða fyrirkomulag þeirrar vinnu sem maður er ráðinn í sem aðalstarf með hliðsjón af því að maður geti unnið aukavinnu eða verið í annarri vinnu? Þótt svo að einhver hafi misst þetta út úr sér á ég bágt með að skilja blaðamanninn sem lætur þetta fara í blöðin.
Ég veit ekki hvað Mogginn heldur að Laugavegshlaupið sé. Hann setur það á síðu með fréttum af dragnótaveiðum, þörungagróðri og einni sjávarútvegsfrétt til viðbótar. Kannski er þetta nýtt veiðarfæri. Blaðið setti fína frétt á íþróttasíðu en Fréttablaðið hefur ekki vaknað enn. Ekki heldur það ég veit sjónvörpin eða RUV. Ég sé ekki DV.
Mér til mikillar ánægju sé ég æ oftar að það er farið að hnýta í feministabullið í blöðum. Ein talskonan fékk náttúrulega að láta ljós sitt skína í Íslandi í dag (og vafalaust í Kastljósi einnig) og bannfærði einhvern kall sem kallar sig Snoopy Doog og er víst svartur rappari frá USA. Talskonan sagði að textar hans hefðu vond áhrif á ungdóminn og vildi láta ritskoða þetta og helst velta kallinum upp úr fiðri og tjöru og reka hann úr landi með óðum hundum (eða þannig). Hvaða forsjárhyggjuhugsun er þetta? Hér áður var til gljáfægt sporjárn frekar mjótt á tónlistardeild RUV sem var notað til að eyðileggja lög á gömlu vinilplötunum sem voru talin óhæf til flutning vegna þess að þau spilltu ungdóminum. Það hlæja allir að þessu rugli í dag en það er nákvæmlega þetta sem þessi stelpa fékk að vaða uppi með í fjölmiðlum nýlega og ekki í fyrsta skiptið. Ég hélt að menningarbyltingin í Kína hefði verið mönnum nægjanlegt fordæmi þótt svo að það væri ekki verið að gefa svona forsjárhyggjuliði undir fótinn í fjölmiðlum hérlendis hvenær sem þeim þóknast.
Nokkur umræða um vændi í útvarpinu í kvöld. Alltaf var talað um vændiskonur. Samkvæmt norrænum könnunum um vændi meðal ungs fólks þá er hærra hlutfall stráka sem selja sig en stelpna. Af hverju er ekki talað um það? Hefur þetta lið rétt að skrumskæla raunveruleikann og laga hann algerlega að sínu þrönga sjónarhorni athugasemdalaust.
Að lokum fyrir áhugamenn um félagsstörf. Mig minnir að ég hafi lesið í gamla daga í bók um fundarsköp og félagsstörf að það ætti ekki að halda aðalfundi félaga kl. 19.00 á föstudagskvöldi á miðjum sumarleyfistímanum nema mjög, mjög, brýn ástæða væri fyrir því. Það getur hins vegar verið að mig misminni. Það kemur þá bara í ljós.
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli