Tíðindalítill dagur. Þokan lá yfir Reykjavík svo góðviðri síðustu daga lét ekki sjá sig. Svona er þetta. Setti dálítið af myndum frá WS 100 inn á vefinn svo áhugasamir fái aðeins betri innsýn í umhverfið og upplifunina. Trassaskapur hefur ráðið mestu um að það hefur ekki komist í verk fyrr.
Sá nýlega í sænska Aftonblaðinu ágæta umfjöllun um sólarströnd íslendinga í Nauthólsvíkinni. Skýrt var frá því í blaðinu hvernig hún er tilkomin og úr garði gerð. Þegar maður skokkar fram hjá henni á góðviðrisdögum sér maður vel hve mikið hún er notuð. Á dögum eins og hafa verið hér undanfarið hefur hún verið stútfull.
Keflavík vann KR í Frostaskjólinu 1 - 3. Gott hjá Keflvíkingum.
sunnudagur, júlí 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli