Síminn er seldur. 67 milljarðar eru dágóð summa. Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki mikið til um og segir að það hafi verið rætt um 70 milljarða. Hún segir einnig að það þurfi að skoða tengsl forstjóra Símans við hæstbjóðendur. Alltaf skal reynt að sá hroðanum. Vinstri Grænir eru
samkvæmir sjálfum sér og eru bara á móti þessu. Það er þó stefna þótt ég sé ekki sammála henni. Þeir minnast meðal annars möguleika á að landsbyggðin muni koma illa út úr þessu. Sá tónn var líka sleginn þegar bankarnir voru seldir. Þá átti að loka öðru hverju bankaútibúi á landsbyggðinni. Ég hef ekki heyrt að það hafi gerst. Einnig er margt fólk hætt að fara í bankann nema í sérstökum tilvikum og hefur bankasamskipti sín á netinu. Kannski sama fyrirkomulag verði tekið upp hér eins og var í Svíþjóð fyrir 25 árum þegar ég flutti þangað að maður sinnti bankaviðskiptum og samskiptum við póstinn yfir sama afgreiðsluborðið í PK bankanum. Það væri nú aldeilis fínt.
Því verður ekki á móti mælt að einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur hleypt gríðarlegu efforti í atvinnulífið og þjóðlífið allt. Það má vera að einhverjir vildu snúa aftur til þess tíma áður en það var gert. Gaman væri að sjá menn rétta upp hendi í atkvæðagreiðslu um málið. Þeir sem gagnrýna það mest segja að það hafi verið rétt að einkavæða fyrirtækin en bara ekki svona eins og það var gert. Þetta er málflutningur hins rökþrota.
Maður bíður spenntur eftir að ákærur á hendur Baugi verði birtar. Eins og talað var í upphafi bjóst maður við að þeir sem sakargiftir beinast að myndu birta þær sem fyrst til að snúa almenningsálitinu sér í hag í krafti þess að þær væru svo léttvægar. Eitthvað hefur vindurinn snúist í áttinni.
Eftir versluarmannahelgina fer lífið að falla í hefðbundnar skorður. Um helgina verður stefnan tekið austur að Vík það sem María fær að spreyta sig við aðra unglinga. Vonandi verður veðrið ekki albölvað. Að henni lokinni fá hlaupaskórnir ekki frí lengur en nokkur óregla hefur verið á þeim málum síðustu vikur.
föstudagur, júlí 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli