Fór í Elliðaárdalinn í morgun og tók rafstöðvarbrekkuna fjórum sinnum í mótvindi. Fór svo hring á stígunum í dalnum og kom heim eftir 1.5 klst. Fínn morgun.
Verðbólgan fer vaxandi. Hún mælist nú 5.5% og er talið liklegt að hún fari upp í 8 - 9% síðar á árinu. Það hefði ekki þótt mikið einu sinni. Þeir sem eru undir 30 - 35 ára gamlir vita ekki hvað verðbólguþjóðfélag. Verðbólguþjoðfélag þar sem best var að eyða laununum áður en maður fékk þau því verðlag hækkaði um 25 - 40% á árinu. Hæst sló verðbólgan í undir 100% á árunum 1982 - 1983 í tíma einnar verstu ríkisstjórnar lýðveldisáranna, ríkisstjórnar Gunnars Thor. Verðbólga myndast þegar peningamagn í umferð eykst án þess að um aukningu á framleiðsluverðmæti þjóðarinnar sé að ræða. Peningarnir verða minna virði því innistæða er ekki fyrir hendi. Það er öðru nafni kallað seðlaprentun.
Á tímum Rómverja einhverjum hundruðum ára fyrir kristburð þróaðist veruleg verðbólga í Rómaríki. Peningar höfðu verið slegnir úr gulli og höfðu ákveðna stöðu eða kaupgetu gagnvart vörunni. Maður fékk ákeðið magn vöru fyrir einn pening. Til að auka kaupgetu fólksins þá fóru Rómbverjar að blanda ódýrum málmum í gullið til að fá fleiri peninga í umferð. Þá urðu peningarnir fljótlega verðminni því það var ekki eins mikið af gulli í þeim. Þá blönduðu rómverkjar meiri hroða saman við gullið og slógu enn fleiri peininga. Gengi peninganna féll enn frekar og verðgildi þeirra minnkaði. Þá var hlutfall hroðans aukið enn meir og svo koll af koli. Það endaði með því að það vildi enginn nota peningana og vöruskipti urðu ráðandi verslunarform. Það hafði í för með sér að verslun var seinvirkari, tímafrekari og ómarkvissari. Borgarsamfélagið veiktist og fólkið fór að flytja út í sveitirnar þar sem það gat brauðfætt sig því verslunin funkeraði ekki lengur. Þannig má segja að verðbólgan hafi verið einn af þeim þáttum sem gerði það að verkum að veldi Rómverja riðaði og féll að lokum á sínum tíma.
Manni hefur oft fundist að undanförnu að skilningur á því að verðbólga geti farið úr böndunum hafi verið sópað undir teppið af fullkomnu ábyrgðarleysi af ýmsum aðilum. Það er engu líkara að of margir hafi haldið að hér væri búið að þróast nokkursskonar Eldorado þar sem allir ættu að vera ríkir, ánægðir og glaðir. Ef einhverjar stéttir fundust sem höfðu lág laun miðað við aðra þá þráspurðu fréttamenn og óábyrgir stjórnmálamenn: "Á ekki að hækka launin?" "Það eiga allir að hafa mannsæmandi laun" Og hvað svo ef þjóðarframleiðslan hefur ekki aukist, heldur einungis aukinn hraðinn á prentvélinni? Það er ekki flókið.
Nú er veislan búin. Verðhækkanir, minni kaupmáttur, verðminni króna. Lögmálin láta ekki að sér hæða.
föstudagur, apríl 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli