Fór hring í hverfinu í morgun upp úr kl. 6.00. Síðasta æfing fyrir London. Flýg út seinnipartinn í dag. Þetta verður vafalaust gaman og upplifun af allt öðrum toga en ég hef verið með áður í hlaupasamhengi. Ég á ekki von á neinum sérstökum árangri enda ekki lagt upp með það.
Sá frásögn á netinu af Marathon des Sables, eyðimerkurhlaupinu í Líbýu. 40 km á 5 dögum í eyðimörk. Hitinn sveiflast frá 0 C upp í um 50 C. Sá sem kom fyrstur í mark hljóp sprettinn á rúmum 17 klst!!! en sá sem síðastur var kláraði dæmið á meir en 60 klst. Þátttakendur bera allan farangur með sér og fá t.d. aðeins úthlutað 10 lítrum af vatni á hverri leið. Linkurinn inn á frásögn Torbens Jensens, þáttakenda frá Danmörku, er hér:www.keeponmoving.dk/index.html
Frá með næstu mánaðamótum verður opið fyrir frjálst flæði fóks innan evrópska efnahagssvæðisins. Ríkistjórnin valdi þann kostinn að nýta sér ekki frestunarákvæði heldur galopnar allt frá og með næstu mánaðarmótum. Ég held að hún séu galin. Það er ekki vegna þess að þarna sé eitthvað verra fólk á ferðinni heldur verða stjórnvöld að vinna út frá fyrirliggjandi forsendum. Íslenska þjóðin er mjög fámenn. Mismunur á efnahagskerfi Íslands og austurevrópskra landa er mjög mikill. Í þessum 10 austur evrópsku löndum sem opnað er fyrir frjálst flæði fólks er mjög mikið atvinnuleysi, fátækt mikil og lífsbaráttan erfið. Vitaskuld reynir margt af þessu fólki að leita að nýjum möguleikum. Það er með fólk eins og vatnið, það leitar þangað sem fyrirstaðan er minnst. Við höfum byggt upp ákveðið velferðarkerfi hérlendis með sínum kostum og göllum. Ég held að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Ef fjöldi fólks kemur til landsins og vill vinna fyrir miklu lægri laun og lakari kjör en menn hafa talið ásættanleg hingað til þá fara undirstöðurnar að bresta. Verkalýðsfélögin hafa enga möguleika til að konttrollera það að allstaðar sé spilað eftir reglunum.
Það þýðir ekki annað en að ræða þessa hluti út frá raunsæi og staðreyyndum en forðast skal að láta fjölmenningarliðið stjórna umræðunni algerlega. Þetta hefur vreið þannig að ef einhver er ekki sammála því þá er strax farið að hrópa rasisti og fasisti. Með því að láta þróun þessara mála verða bara einhvern vegin en ekki samkvæmt ákveðnu skipulagi er verið að hlaða í bálköst vandræða. Það gilda ekkert önnur lögmál hérlendis en í nálægum löndum. Til þess er reynslan að læra af henni.
Vorhlaup ÍR var hlaupið í gær. Ég sleppti því í þetta sinn því mér fannst ekki skynsamlegt að vera að taka á nokkrum dögum fyrir London. Skrítið fannst mér að heyra í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi að það hefðu tveir unnið hlaupið, kona og karl. Að mínu viti er bara einn sigurvegari í hlaupinu, sá sem kemur fyrstur í mark, svo fremi að það komi ekki fleiri en einn í mark á nákvæmlega sama tíma. Síðan getur verið um að ræða sigurvegara í ýmsum flokkum svo sem í karlaflokki, kvennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki og ýmsum aldursflokkum. Það er bara allt önnur Ella. Til hamingju með sigurinn Kári. Bryndís Ernstdóttir kom fyrst íslendinga í mark í maraþoni í RM í fyrra. Það var ekki flóknara.
föstudagur, apríl 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli