mánudagur, apríl 17, 2006

Hljóp ekkert í dag. Ætla að fara frekar rólega í vikunni eða þannig. Það er víst London maraþon um næstu helgi!!

Hlustaði á útvarpið í gær þegar ég fór Eiðistorgshringinn. Maður heyrir oft ýmislegt sem annars færi fram hjá manni þegar maðúr er svona einn með sjálfum sér. Nú var verið að tala um laun þeirra lægstlaunuðu eins og gjarna er gert þessa dagana. Ég heyrði til dæmis í dag haft eftir einum forystumanni þeirra að hækkun lægstu launa hefði engin áhrif á þróun verðbólgunnar. Einari Oddi þingmanni hefur veriðlegið á hálsi fyrir að tala raunsætt um þessi mál og hann verið úthrópaður fyrir skoðanir sínar í þessum efnum. En í gær var sem sagt verið að tala um þessi mál. Einn sem hringdi í Útvarp Sögu sagði að fólk með lægstu launin ætti að hafa 150 þúsund skattfrjæálst, þ.e. eftir skatta. Það þýðir svona cirka 225 þúsunh fyrir skatta. Nú er ég ekki að halda því fram að það fólk sem hafi 225 þús á mánuði sé svo sem ofsælt af launum sínum, hvað þá þeir sem lægri hafa launin. Það má hins vegar ekki gleyma því að þau laun sem greidd eru í þjóðfélaginu í dag eru umsamin laun í frjálsum kjarasamningum. Ef einhver er ósáttur við launin ætti sá hinn sami að beina óánægju sinni að forsvarsmönnum sínum innan verkalýðshreyfingarinnar. Segjum nú sem svo að það verði ákveðið að þeir sem jhafa lægstu launin skuli ekki hafa lægri laun en 225 þúsund fyrir skatt en áðúr hafi þeir haft svona 110 - 120 þúsund. Sem sagt 100% launahækkun. Hvað eiga þeir þá að segja sem höfðu 150, 180 eða 200 þúsund á mánuði. Ætli þeir væru kátir með það að þær stéttir sem voru langt fyrir neðan þær væru nú komnar upp fyrir þá í launum. Auðvitað ekki. Það yrði allt vitlaust á þessum bæjum. Fólk sem tæki laun eftir þessum flokkum myndi fara í skæruverkföll, setuverkföll og hóta uppsögnum. Allt eftir bókinni. Það myndi svo enda í því að þessar stéttir yrðu hækkaðar upp í svona 260 - 300 þúsund krónur. Hvað myndu þá þær stéttir segja sem hefðu verið hærri en 150 - 200 þúsund kræóna stéttirnar en væru nú orðnar lægri. Og svo framvegis og svo framvegis. Hvað myndi þessi þróun hafa í för með sér? Aukin útgjöld, verðminni krónur, aukin dýrtíð = minni kaupmáttur.

Lýðskrumið og vitleysan hefur verið svo yfirgengileg í kringum þessa umræðu um lægstu launin að undanförnu að það er með ólíkindum. Laun, launaþrep og launaflokkun verður alltaf ákveðin í frjálsum kjarasamningum ef eitthvað vit á að vera í þeim málum. Ef stjórnmálamenn fara að grípa inn í þessi mál þá er voðinn vís. Hvað sem menn segja þá er ekki hægt að taka sérstaklega á málum þeirra sem raðast hafa neðst í launum í einhverjum kjarasamningum og segja; "Nú hækkum við þá sem lægst hafa launin svo þeir séu ekki lengur lægstir." Þá verða einhverjir aðrir lægstir og svo koll af kolli.

Engin ummæli: