Fór á Esjuna í kvöld. 57 mín upp og niður. 37 upp að Steini og 20 niður. Geri ráð fyrir að geta tálgað af eina og eina mínútu á leiðinni upp með tímanum en geri ekkir að fyrir að hlaupa svo mikið hraðar niður, öryggisins vegna. Það þarf ekki nema eina byltu og ...........
Tek að öllu leyti undir sýslumanninum á Selfossi um að það á að gera ökutæki ökuníðinga upptæk, bæði sem ökuníðingarnir eiga sjálfir og eins ef þeir keyra á ökutækjum sem aðrir eiga. Byssur eru gerðar upptækar ef menn eru klagaðir fyrir að skjóta í annars mans landi áður en dómur fellur. Ég veit um dæmi þess að bændur fyrir norðan klöguðu skyttur fyrir að skjóta á svæði sem þeir töldu að væri í þeirra yfirráðum. Lögreglan gerði bæði afla og veiðarfæri upptæk. Dómur féll eftir tvö ár og þá voru skytturnar sýknaðar og fengu þá loks byssur og rjúpur afhentar. Ökuníðingar leggja ekki einungis sig í hættu (það skiptir mig engu máli) en þeir valda stórhættu og oft slysum á öðrum. Því eiga viðbrögðin að vera af ákveðnari sortinni. Það er margir sem skilja ekkert fyrr en skellur í tönnum.
Skálafells - Leggjabrjótshringurinn verður hlaupinn / hjólaður á morgun. Flott framtak. þetta eru rúmir 100 km. Hlaupið er frá Skálafelli yfir Ejuna og niður skarð fyrir innan Tíðaskarð. Þá er hjólað inn í Hvalfjarðarbotn, þá hlaupið yfir Leggjabrjót og síðan hjólað frá vegarenda þar upp í Skálafell aftur. Þetta er í annaðs inn sem þessi þraut er þreytt en í fyrra lauk fyrsti maður henni á rúmum 9. klst. Líklega verður þoka á Esjunni á morgun. Synd því það gerir allt erfiðara og seinfærara.
föstudagur, júní 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli