Leikurinn við Svía fór verr en mann gat órað fyrir. Bæði varð tapið stærra en mann hafði órað fyrir í verstu martröðum og það sem verra var, landsliðið var niðurlægt. Það eru blindir menn sem sjá ekki að þarna er eitthvað mikið að. Hverjum skal um kenna er ekki einfalt um að segja. Þjáfarinn ber vissulega mikla ábyrgð, hann velur mannskapinn í liðið, leggur upp leikaðferð og blæs mönnum baráttuanda í brjóst. Það veltur á miklu hvernig honum tekst þetta verkefni. Líkega veldur Eyjólfur ekki þessu verkefni enda gjörsamlega reynslulaus sem þjálfari. Í annann stað hljóta menn að skoða það starfsumhverfi sem honum er boðið. Hvers vegna fást engir vináttuleikir? Hvers vegna spila aðrir vináttuleiki? Er staða íslanska landsliðsins á heimslistanum orðin svo slök að það leggur sig enginn niður við að spila við þetta lið. Þá verða menn bara að spila við Færeyjar eða eru þeir uppteknir á vináttulandsleikjadögum við að spila einhversstaðar úti í heimi? Spyr sá sem ekki veit en það er ljóst að það er ekki hægt að sitja og horfa á þetta ástand án þess að nokkuð sé að gert. Hvers vegna breytast menn eins og Ívar Ingimarsson, sem hefur spilað gríðarlega vel í ensku úrvaldsdeildinni í vetur, í ráðalausan kettling í landsleikjum. Ég hjó eftir einu hjá landsliðsþjálfaranum í viðtali í sjónvarpinu í gær. Hann sagði að það væru margir fyrirliðar inni á vellinum. Í öllum stjórnunarfræðum stendur það á blaðsíðu eitt að það er bara einn fyrirliði, einn skipstjóri í brúnni. Þjálfari sem segir að það séu margir fyrirliðar á vellinum er að segja að liðið sé eins og höfuðlaus her og er það ekki raunsönn lýsing á því!!!
Því var flett upp á fundinum í gærkvöldi að Elín Reed náði 51 besta tíma kvenna í heiminum í fyrra í sex tíma hlaupinu. Það er látið meir með ýmsa aðra sem standa henni langt að baki á allra handa heimslistum.
Frétti í gærkvöldi að einn félagi minn og jafnaldri hefði greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli nýlega. Í janúar lést annar félagi og jafnaldri af þessum sökum. Krabbameinið lagði enn einn jafnaldra minn og skólabróður af velli í maí. Ég hef stundum velt fyrr mér hvers vegna karlar séu ekki látnir fara í krabbameinsskoðun með reglubundnum hætti eins og konum er boðið upp á. Um áratuga skeið hefur konum verið boðið upp á eftirlit með brjóstakrabba og er það vel. Það hefur vafalaust leitt til þess að krabbinn hefur uppgötvast það snemma hjá ýmsum að það hefur verið hægt að komast fyrir hann. En hvers vegna lenda karlar út undan í þessu tilviki? Er það of dýrt, hefur enginn áhuga á því eða hver er ástæðan? Hvar eru allra handa jafnréttissamtök í svona málum? Ég er hræddur að það stæði blá bunan út úr talskonu feministafélagsins ef það væri til staðar umfangsmikið eftirlitskerfi krabbameinsskoðunar hjá körlum en ekki væri litið á konurnar fyrr en allt væri komið í óefni.
Ég segi bara svona.
föstudagur, júní 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli