Jónsmessa í dag eða midsommar eins og það er kallað upp á skandinavísku. Gott veður þótt að það væri dálítill strekkingur. Maður hefur verið að sniglast á æskuleikunum niður á Laugardalsvelli og prísar sig sælan yfir því að hitinn skuli losa vel 10 stig og þaðan af meir. Hann sló í 18oC á Laugardalsvelli í dag. Það hefði verið leiðinlegt ef þessi mikla hátíð hefði lent í kuldastrekking og vætu. María stóð sig vel í dag. Hún lenti í þriðja sæti í hástökki og jafnaði sinn besta árangur. Stelpur frá Slóveníu og Þýskalandi voru í tveim efstu sætunum.
Valur tapaði fyrir Cork frá Írlandi á Laugardalsvellinum í kvöld. Til að strá salti í sárin þá sungu Corkarnir á pöllunum: "Oh it´s so quiet" og voru að gera grín að því hve hljóðir Valsararnir voru á pöllunum. Það er ekki venjulegt hve erfitt er að kenna íslendingum að láta í sér heyra á áhörfendapöllum í knattspyrnu. Sérstaklega á landsleikjum. Það er eftir öðru þar að það er bannað að hafa trommur til að slá taktinn. Horft er á menn eins og þeir séu fullir eða vitlausir ef einhver er svo vogaður að brjóta sig út úr samsæri þagnarinnar og fer að hvetja liðið fullum hálsi. Það heyrðist meira í tíu Lictensteinum á vellinum um daginn en 5.000 íslendingum.
Um 600 manns tóku þátt í miðnæturhlaupinu í kvöld. Veðrið var fínt, logn og hlýtt. Hljóp ekkert í dag en tek góðan túr á morgun.
Sá haft eftir formanni ASÍ í Mogganum í dag að hann vill að það verði gert átak í að jafna meintan launamun kynjanna í næstu kjarasamningum. Hvernig ætli það verði gert? Ætli þess verði krafist að í kjarasamninga verði sett klásúla þess efnis að laun skuli hækka um 10% frá umsömdum töxtum ef starfsmaður er kona? Hver veit?
sunnudagur, júní 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli